Þarf að skrifa oftar hér á síðuna en einhvern veginn er alltaf eins og það séu ekki nógu margir tímar í sólarhringnum... svo þykir mér alveg ótrúlega gott að sofa. Annars fékk ég tvo daga í frí þessa vikuna og nýtti mér þá til hins ítrasta. Sumarið/vorið skall á með látum um helgina þannig ég hef verið að vinna í því að gera sjálflýsandi hörund mitt aðeins meira aðlaðandi. Ég er farin að halda að leggir mínir séu með ofnæmi fyrir að verða brúnir því alveg sama hvað ég reyni þá virðist ég ekki taka lit þar. SVINDL!
Ég er sem stendur í vinnunni að bíða eftir að gestir kvöldsins mæti á svæðið. Mmm ég fékk svo góðan kvöldmat.... perluhænu með allskyns grænmeti og sósu sem var to die for. Núna er ég hálf afvelta af seddu. Ég elska að vera að vinna á svona litlu gourmet veitingastað... ég fæ alltaf svooo gott að borða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli