sunnudagur, apríl 29, 2007

Sunnudagar eru yndi.... sól er æði.... bjór er góður.... og hvað er betra en að sameina allt í eitt?

Reyndar vegna ofurskemmtunar gærkveldsins hefur lítið orðið úr þessum sólríka degi. Elín Ása og ég höfum í raun ekki hreyft okkur meira en meter frá sófanum í dag.

En já mig dreymdi draum í dag sem var á 5-6 tungumálum. Mér finnst alveg skiljanlegt að ég sé að verða rugluð enda er maður að tala 4 tungumál á hverjum einasta degi. Franskan er að koma mjög sterkt og að maður getur haldið uppi samræðum um kúltúr á Norðurlöndunum tel ég stórmerkilegt.

Nú styttist í kosningar og ég er orðin rosa spennt að sjá hver útkoman verður. Já eins gott að allir fari og kjósi!!!!

laugardagur, apríl 21, 2007

Af veikindum og öðrum skemmtunum

Langt síðan ég hef verið svona hrikalega veik. Mér er illt frá tá og uppí topp (mjög mikið í toppstykkinu) og næring er eitthvað sem líkami minn hefur mótmælt í dag. Ég leitaði lengi í dag að einhverjum sem gæti unnið fyrir mig í kveld þar sem ég sá ekki fram á að geta staðið í lappirnar og þjónað. Eftir að hafa hringt í um það bil 20 manns og veit að eigandinn hringdi í álíka marga, fann ég eina stúlku til að vinna nema hún þekkti staðinn ekki neitt. Þannig ég þurfti á öllum mínum kröftum að halda til að fara niður í vinnu og þjálfa hana á hálftíma. Strætóferðin var mesta kvöl og pína sem ég hef upplifað... þurfti að fara út nokkrum sinnum á leiðinni og taka næsta vagn. En tókst að útskýra allt og hélt heim á leið, í sófann minn undir sængina hlýju, með leigubíl!!!!

En súrt að vera veikilíus á laugardegi þegar það er fullt að gerast! En fyrsta skipti held ég sem ég er að horfa á sjónvarp á laugardagskveldi!!!!

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Ég er ekki að standa mig!

Þarf að skrifa oftar hér á síðuna en einhvern veginn er alltaf eins og það séu ekki nógu margir tímar í sólarhringnum... svo þykir mér alveg ótrúlega gott að sofa. Annars fékk ég tvo daga í frí þessa vikuna og nýtti mér þá til hins ítrasta. Sumarið/vorið skall á með látum um helgina þannig ég hef verið að vinna í því að gera sjálflýsandi hörund mitt aðeins meira aðlaðandi. Ég er farin að halda að leggir mínir séu með ofnæmi fyrir að verða brúnir því alveg sama hvað ég reyni þá virðist ég ekki taka lit þar. SVINDL!

Ég er sem stendur í vinnunni að bíða eftir að gestir kvöldsins mæti á svæðið. Mmm ég fékk svo góðan kvöldmat.... perluhænu með allskyns grænmeti og sósu sem var to die for. Núna er ég hálf afvelta af seddu. Ég elska að vera að vinna á svona litlu gourmet veitingastað... ég fæ alltaf svooo gott að borða.

sunnudagur, apríl 08, 2007

Gleðikona í háska

Gleðilega páska!!!!

HAHAHA ég gerðist gogo dansari á sviði á tónleikum í gær... rugl bull og vitleysa. Og allt til á videó.

Málshátturinn minn sagði batnandi manni er best að lifa, humm er verið að ýja að einhverju?
Jæja borðið á ykkur gat og hafið það gott. Ég er farin í átveislu til Hildar í Svíþjóð síjú leiter.

sunnudagur, apríl 01, 2007

Svei mér þá

TVÍBURAR 21. maí - 20. júní Þegar þú hefur ekki efni á einhverju sem þig langar í, ekki sannfæra sjálfa þig að þú þarfnist þess hvort eð er ekki. Vertu frekar útsjónarsöm og finndu leiðir til að fá það sem þú vilt.

Þetta er ein hvað besta stjörnuspá sem ég hef fengið í lengri tíma. Ég verð að fylgja stjörnuspánni minni... kannski ég fari og kaupi mér allt sem mig langar í. Fylltum reyndar aðeins á vínrekkann hjá okkur í dag og auðvitað var fyllt á ísskápinn sem var orðinn frekar sorglegur. Þannig ég og Elín erum bara heima í kvöld að hygge okkur með rauðvín.

Ég ætlaði þvílíkt á tjúttið í gær en eftir vinnu var ég orðin frekar lúin að ég endaði með að sofna á sófanum í djammgallanum og alles.

Ótrúlegt en satt þá er ég í fríi í tvooo daga í röð. Næ kannski að laga til og setja í þvottavél og allt það skemmtilega sem maður neyðist til að gera af og til.