mánudagur, október 31, 2005

Stórhættulegt að fara í strætó

Já já hrakfarir mínar af almenningssamgöngum halda áfram. Var í dag búin að mæla mér mót við Sólveigu og geri náttúrulega ráð fyrir að metróinn virki. Ég skokka út á metróstöð og hvað haldiði 20 mín í næsta metró á leið í bæinn.... WTF hann á að vera á 4-6 mínútna fresti. Ákveð að sjálfsögðu að taka bara strætó þá... kem upp og út og sé strætóinn og hleyp náttúrulega á eftir honum. Næ strætó og bíð eftir að stelpan á undan mér komi sér inn.... haldiði ekki að strætóbílstjóradjöfullinn hafi barasta ekki lokað á mig og ég var ekki alveg komin inn. Ég skyldi ekki alveg hvað í fjáranum var að gerast en samt var etta frekar sárt.... ég er alveg marin eftir fávitann. Besta er eftir... hann fór að öskra á mig! Eitthvað með að ég verði að vera sýnileg í speglinum og bla bla bla. Halló ég stóð í röð til að komast inn ef hann gat séð alla aðra af hverju ekki mig?

Hver setti eiginlega þessi álög á mig?

sunnudagur, október 30, 2005

Dansferill minn endaði í gær

Já já enn og aftur kemur vonda sífulla tvíburasystir mín fram á sjónarsviðið. Ég sat í mestu makindum í gærkveldi að horfa á vídeó og sauma út á meðan hún var eitthvað að fyllibyttast. Ég frétti að hún hefði eitthvað verið að dansa og flogið á hausinn og lent á kinninni... röflað í fólki... reynt að hringja í foreldra sína bara til að spjalla kl.3 um nóttina...drukkið óhóflega... en þó haft vit á því að fara heim þegar nóg var komið.

Best að minna ykkur sem eruð á Íslandi að nú er bara klukkutíma mismunur á okkur.

laugardagur, október 29, 2005

Halloween

Nohh bara komin helgi enn og aftur.

Kíkti á fredagsbar í gær að venju... nokkur í bekknum ákváðum að halda upp á Halloween ærlega þannig í kvöld ætlum við að hittast heima hjá einum, borða saman og drekka smá og fara svo í partý sem er haldið á bar sem við förum oft á. Þetta verður örugglega massa stuð.

Íris og Hulda koma svo á fimmtudag, hlakka þvílíkt til að sjá þær stöllur.

Ég þarf svooo að þvo þvott en vá hvað það er nú samt leiðinlegt... ég án djóks fór og keypti mér sokka þannig ég gæti frestað því aðeins að þvo. Svona er maður hrikalegur. Jæja best að drífa sig í þessu.

fimmtudagur, október 27, 2005

allir vegir færir í stóra eldhúsinu

Nú get ég eldað hvað sem er... þarf bara að finna einhvern sem nennir að vaska upp eftir mér. Hrebbna er búin að kaupa sér ofn!!!! Fíni ofninn minn er örbylgjuofn og grill líka... I love it! Hver vill koma í mat?

Eldaði fyrir stelpurnar í gær kálfakjöt í Marsalasósu og svepparisóttó... voðalega gott hjá mér. Ég er mjög fegin að ég elda alltaf fyrir heilan her því þá á ég afgang. Híhí!

Verst við ofninn hann þarf að vera í stofunni þar sem það er ekki pláss í eldhúsinu! Múhahahaha.

miðvikudagur, október 26, 2005

Back to life

Þá er orðið rólegt hjá manni enn á ný... í nokkra daga að minnsta kosti. Nú hef ég kjörið tækifæri til að þvo þvottinn (þið ættuð að sjá hverju maður er farin að vera í saman) og líka vaska upp (enn og aftur það allra leiðinlegasta sem ég geri) og þrífa íbúðina. Einstaklega skemmtilegt....

Já svona fyrst maður er byrjaður þá kannski væri sniðugt að hengja aðeins upp myndir og annað slíkt. Kaupa fleiri ljós og gardínur. Bara reyna að gera huggulegt hérna inni.

Annars er ég víst að fara að elda í kvöld en Sólveig og Elín Ása ætla að kíkja í heimsókn. Ég er búin að lofa að búa ekki til ofursterkar núðlur. Bara veit ekki alveg hvað ég á að elda. Mig dreymdi reyndar gúllas en það er aðeins og mikið vesen að búa það til.

Jæja to the laundryroom....

mánudagur, október 24, 2005

Búið og gert

Vááá spennufall!

Þá erum við búin að kynna og svara öllum spurningum. Við fengum mjög góða dóma og það var lítið sett út á hjá okkur... fyrir utan við vorum kannski of nákvæm í mælingum og annað smotterí sem var alls ekki slæmt. Af þeim sem eru búin þá erum við held ég búin að fá bestu dóma...allavega vorum við ánægð með það sem var sagt, sumir eru frekar pissed. Frekar óþægilegt að hafa 7 kennara spyrja mann spjörunum úr ég byrjaði að skjálfa aðeins í hnjánum þegar ég byrjaði að tala.

Svo í kvöld verður fagnað!

Híhí mig dreymdi kynninguna í alla nótt á alla versta vegu mögulega. Sem betur fer fór allt betur en í draumunum.

sunnudagur, október 23, 2005

Dugnaðarforkurinn ég

Sunnudagur og minns búin að afreka margt í dag... sem stendur sit ég í skólanum að skrifa upp kynninguna. Ótrúlegt hvað maður nær að gera mikið ef maður vaknar snemma um helgar... þarf að gera þetta oftar.

Fór og fékk mér nokkra bjóra í gær en aldrei svo vant var ég komin heim fyrir 2. Sem telst nú bara mjööööög snemmt í mínum orðaforða. Elín fór heim fyrr en það var ekki vegna þreytu... hún var alveg veeeel í glasi. Gellan var virkilega að reyna að pína ofan í mig staup (ég var ekki einu sinni búin að drekka sopa af bjórnum mínum)svo var hún eitthvað að hóta að lýsa yfir vantrausti á mig sem formann Díónýsusar. BLAH!

Ég er nú ekki frá því að ég sé komin með smá fiðring í magann fyrir kynninguna á morgun. Ætli þetta verði svona taugaveiklunarræða hjá mér eða næ ég að fela stressið. Samt skrítið að ég er bara að fara að tala fyrir framan fólk sem ég þekki... það verða bara kennararnir og hópurinn minn viðstaddir. Ætli ég sé ekki bara stressuð því maður er búin að leggja svo rosalega mikla vinnu í þetta og ef einhver fer að segja að þetta sé allt vitlaust.

Wish me luck!

laugardagur, október 22, 2005

kaffiiiiii

Það er laugardagsmorgunn og ég er búin að vera vakandi í marga klukkutíma.... og maður er alveg hress og kátur. Fór með Elín Ásu í brunch áðan og var svo mætt tímanlega í skólann að vinna að verkefninu. Ótrúlegt samt að maður fær bara lykla að skólanum og maður má vera hér nákvæmlega þegar manni hentar. Mér þykir etta æði. Við erum samt ekki nema ca. 5 manns hérna núna.

Úff var að hella upp á kaffi... smá sterkt... ok ég er sú eina sem vill drekka það, það er ekta Hrebbnu-sterkt. MMmmmm gott!

Ég fékk mér 2-3 bjóra í gær og ég varð bara slöpp og syfjuð af þeim og fór því bara heim til Elínar að glápa á sjónvarpið hjá henni (hún er með miklu fleiri stöðvar en ég).

Jæja best að koma sér aftur að verki...
Annars var ég að setja inn myndir... tjekkið á þeim. Ciao Bellas!

föstudagur, október 21, 2005

Tæp á geði

Fyndið hvað spennan er orðin mögnuð hér í skólanum. Flestir hópar eru að rífast um hitt og þetta... búin að verða vitni að örugglega 6 hávaðarifrildum í dag. Svo eru aðrir sem snappa bara rétt aðeins í átt að þeim sem eru í kring.
Auðvitað eru einhver vandamál í mínum hóp...að venju. Helvítis útlendingar! Nota bene ég telst ekki sem útlendingur í þessum skilningi.

Fólk er virkilega stressað og ég held flestir verði hérna alla helgina að vinna. Þetta er allt að smella saman hjá mér og Línu en það er líka vegna þess að við erum búnar að vinna eins og fáranlingar. Þrátt fyrir það mun ég mæta hér snemma í fyrramálið og halda áfram. :)

Á eftir að semja fyrirlesturinn, fara yfir öll skjöl, setja upp öll skjöl á töflurnar og klára smotterí....ok shit það er soldið mikið.

Mig langar samt óheyrilega mikið í bjór þessa stundina...humm ætli það sé skilyrt viðbrögð þar sem klukkan er orðin meira en 14 á föstudegi? Ég og Lína ætlum að vinna aðeins lengur fara svo á skólabarinn í einn bjór og svo halda áfram að vinna.

fimmtudagur, október 20, 2005

Einbeitingarskortur

I am very easily distracted....

Já sem sagt á að vera að skrifa skýrslu um building regulations and guidelines for indoor climates.... en dett alltaf inn á einhverjar skemmtilegar heimasíður í staðinn. Ég held ég sé núna búin að skoða alla linka á öllum heimasíðum vina minna. Spila nokkra tölvuleiki og skoða MBL.is ca 20 sinnum svo ekki sé minnst á B2 álíka oft. Já og náttúrulega spjalla við ALLA á MSN listanum mínum. Hvað er að mér eiginlega... af hverju get ég ekki einbeitt mér að því að klára þetta ógeð. Þetta er án efa eitt leiðinlegasta verkefni sem ég hef fengist við. OK OK kannski ekki leiðinlegasta þau voru nokkur í HA sem voru ekkert sérlega skemmtileg og einnig í FAU.... umorðum etta þá aðeins þetta er leiðinlegasta verkefni sem ég hef fengist við í KTS. En já ef einhver vill vita um finnskar og danskar bygginarreglur then I´m your man...ööö woman!

Humm takið eftir hvað það er mikið um skammstafanir í þessum pistli?

veikindi

Auðvitað þegar ég má minnst við því þá verð ég veik. En reyndar betra núna en á mánudag. Hrebbna er sem sagt með kvef, hita og hálsbólgu. Ég er búin að sturta í mig heitu tei í allan dag og er ekki frá því að það virkar helvíti vel. Þrátt fyrir vanlíðan hefur maður setið yfir verkefninu í dag gengur hægt en gengur samt. Ég vorkenndi sjálfri mér svo áðan að ég fór og keypti mér ís...það er svo gott í hálsinn eða eitthvað.

Djöfull hlakka ég til á mánudag eftir kynninguna... I will be free!!!!!!

miðvikudagur, október 19, 2005

miðvikudagur

Já sannaðist í gær kenningin mín um þriðjudaga! Ég legg til að þriðjudögum verði breytt í frídaga... hlýtur að vera betra. Annars á ég frí næsta þriðjudag þannig kannski sjáum við þá hvort það sé satt.

Ótrúlegt en satt man ég enn eftir að taka blessaða fjölvítamínið og er alveg sannfærð um að mér líði eitthvað betur. En er samt eitthvað slöpp í dag... ég held ég sé með ofnæmi fyrir kulda. Hrebbna fór út í sokkabuxum, gallabuxum, tveimur peysum, einum síðermabol, ullarkápu, með trefil og lúffur í dag....smá kalt. Ok ég er líka heimsins mesta kuldaskræfa. Það sannaðist þegar ég bjó á Flórída... hvaða heilvita manneskja þarf úrval af flíspeysum í 25 stiga hita?

Jæja best að fara að gera vinnu hálfvitana upp á nýtt!

þriðjudagur, október 18, 2005

STREEEEESSSS

Prófdagur nálgast og við sitjum sveitt yfir verkefninu... helvítis útlendingarnir í hópnum mínum skilja ekki neitt og hafa þar af leiðandi ekki gert neitt. Verkefnin sem þeir fengu úthlutað hafa þeir setið yfir í margar vikur en greinilega ekki skilið hvað átti að gera! Þannig nú verðum ég og Lina að gera allt upp á nýtt og ekki er mikill tími til stefnu.

FREKAR PIRRUÐ!!!

Já já svo er annað fólk sem greinilega nennir ekki að gera vinnu sína sjálft og stelur bara því sem maður er búinn að gera af skólanetinu!

Sorrý ef ég er búin að vera dugleg og klára allt mitt á góðum tíma...

AAARG!!!

Ok þá er ég búin að pústa aðeins... líður miklu betur.

mánudagur, október 17, 2005

Þá er kominn mánudagur.... úff þriðjudagur á morgun sem er dagurinn sem ég hata mest í vikunni. Þetta er orðið frekar slæmt þegar manni er farið að kvíða fyrir deginum. Hvað ætli gerist á morgun? Verð ég barin í metró af dverg með álfa eyru? Sef ég yfir mig í þúsundasta skipti? Týni ég einhverju eins og skónum mínum meðan ég er í þeim? Who knows!

Helgin er búin að vera æði....mikið tjill! Erna kom í heimsókn og náði að versla óheyrilega mikið í þessu stutta stoppi. Ég sýndi henni þetta helsta eins og maður gerir alltaf.... allt nema barina (sem ég kann best).

Annars fékk ég mér nokkra bjóra með Hinriki og Hildi í gær... það er ekki hægt að fara heila helgi án þess að fá sér öl. Fórum á einhvern stað sem er svoooo mikil snilld og ég barasta skil ekki af hverju danirnir mínir séu ekki búin að kynna þetta fyrir mig áður. Á þessum stað er hægt að fá frosin skot... mmmmm. Og spila tónlist sem ég fíla... who can ask for more?

fimmtudagur, október 13, 2005

Helgi...

Vúhú! Enginn skóli á morgun... vííííí. Þarf ekki einu sinni að mæta á neina fundi. Hrebbna er mjög ánægð. En í tilefni af veru ýmissa íslendinga á landinu verður aðeins fengið sér í aðra tánna í kveld. Reyndar verður þetta eini dagurinn í fríi í eina og hálfa viku... Verðum líklega í skólanum mjööööög lengi alla daga í næstu viku.

Annars er maður orðinn ansi sýrður í verkefninu... það er evaluation eftir rúma viku og fólk liggur við sefur í skólanum. Ég fékk nett taugaáfall í gær (eða fyrradag) þegar mér var tjáð að ég yrði að kynna aukahlutverk mitt. Aðalhlutverk mitt sem stendur er öll viðskipta- og lögfræðihliðin og kostnaðarútreikningar, halda utan um fyrirtækið, sjá til þess að öll skjöl líta út eins og þau eiga að gera og skipa fólki fyrir. Svo náttúrulega þarf ég að setja allt saman í lokin og vera viss um að allt sé rétt. En neiiii Hrebbna fær ekki að kynna sína massífu vinnu heldur þarf ég að kynna burðarverkfræðina... eins gott að kynna sér hana STRAX. Jú jú þekki hana aðeins en ekki séns að ég gæti svarað hvaða spurningu sem er.

Næsta vika verður HELL!!!

Hópvinnan er farin að ganga miklu betur... enda sprakk allt í síðustu viku og þurftum að hafa fund að ræða allt sem betur má fara.

Jæja hálftími í bjór best að klára þetta sem ég er að gera.... leiter!

þriðjudagur, október 11, 2005

Barin í strætó

Alltaf svo gaman á morgnanna! Eins og ég held allir vita þá er ég svo innilega ekki morgun manneskja, í mínum fullkomna heimi þarf maður aldrei að mæta neitt fyrr í fyrsta lagi klukkan 10 og þá eftir nokkuð marga kaffibolla.

Í morgun vaknaði maður massa tímanlega og hljóp út í metró.... vííí metró eitthvað bilaður þannig maður varð að hoppa í strætó. Þegar í strætó er komið stend ég þarna í mínu sakleysi að lesa morgunblöðin. Einhver gutti labbar inn með útileigustól æ svona sem er eins og þrífótur sem maður slengir yfir öxlina. Jæja þetta var eins og að vera í Steina og Olla mynd. Gaurinn barði mig ítrekað með helvítis stólnum... ég bað hann vinsamlegast að passa sig... dúddinn tautaði eitthvað sem ég heyrði ekki og hélt áfram að vera óþolandi. Þetta hefði ekki verið neitt mál nema gaurinn plantaði sér beint fyrir framan mig og skuggalega nálægt mér þrátt fyrir massa pláss. Og hann var fyrir mér þannig ég komst ekki neitt þrátt fyrir bað ég hann um að færa sig á þremur mismunandi tungumálum. Var farin að blóta honum skuggalega á íslensku.

Þannig ég varð sein og barin þegar ég loks mætti í skólann.

mánudagur, október 10, 2005

Erfiður dagur í gær

Dagurinn í gær var ekkert sérlega skemmtilegur. Smá þynnka enn og aftur eftir kúreka og indjána partýið. En það var samt ekki ástæða ömurleikans.

Hrebbna nennti ekki að drullast í vinnuna fyrr en alltof seint... þannig ég vissi ég myndi ekki fara snemma að sofa. O well mæti í vinnuna audda var ég búin að taka að mér aukasvæði þar sem ég hafði aldrei komið áður. Ég byrja bara að vinna... með bilaða i-podinn minn sem hefur 9 lög inná honum en frýs ansi oft samt sem áður. Orðin svolítið sýrð á Outkast og Black Eyed Peas (af hverju voru það einu lögin sem náðu að hlaðast inn?) La la la lí gaman að ryksuga... humm hvaða lykt er þetta? Voðalega er þetta drasl kraftlaust. PÚFF! Ryksugan bræddi úr sér. Oh! Æði!

Jæja ég þekkti þetta nýja svæði ekkert neitt rosalega vel en gerði mitt besta... villtist aðeins um. Úps nei á ekki að fara þangað... nei ok þetta er út á gang... svona sem gengur og gerist þegar maður hefur ekki hugmynd hvar maður er.
Ég held bara áfram að þrífa og syngja með B.E.P. wonder if I´d take you home la la la. Ákveð að hlaupa út og reykja eina sígó. Meðan ég sit úti þá kemur securityið...damn! Já sem sagt kerfið fór í gang þegar ég opnaði einhverja hurðina...ekki heyrði ég neitt! Greinilega verið að syngja þegar kerfið hljómaði. oh þannig það fór einhver hálftími í að redda því.

Hrebbna auli! Nennti svo ekki að vera þarna en audda ákkúrat þetta skipti er mánaðarleg gólfbónun...já einmitt eina skiptið sem langar svo ekki að gera neitt auka þá er massa auka.

Ég var þarna þrefalt lengur en venjulega vegna óheppni! Ég var svooo ekki hamingjusöm í gær.

laugardagur, október 08, 2005

Þynnka?

Hvað haldiði? Hrebbna er þunn og ekki er það í fyrsta skipti ó nei. Djöfull var gaman í gær... þið getið alveg séð það á myndunum. Mig vantar höfuðverkjatöflur...
Er á leið í matarboð heima hjá Ellu en það er ég sem elda...vúhúhú og svo þarf maður að fara í cowboys og indians partý í kveld. Oh svooo erfitt að vera ég! Mig langar ekki alveg að fara að djamma en ætli maður verði ekki plataður eins og alltaf.

fimmtudagur, október 06, 2005

Akkuru? þvottapælingar

Af hverju er ég svona mikill imbi að biða með að þvo þangað til allt er orðið skítugt?
Af hverju þvæ ég ekki oftar og þá minna í einu?
Af hverju er fólkið í þvottahúsinu svona frekt?
Af hverju eru ekki til miklu stærri þvottavélar þannig maður gæti sett allt dökkt í hana í einu?
Af hverju tekur svona langan tíma að þvo þvott?+

Af hverju finnst mér allra leiðinlegast í geimi að þvo þvott?
Þegar ég er orðin ríkari þá mun ég hafa manneskju sem þvær fötin fyrir mig... getur verið að ég fari bara að leita mér að karlmanni í þeim eina tilgangi.

???

Gvuð hvað varð um tímann???

Það er fimmtudagur og mér finnst eins og helgin hafi verið í gær. Það er 6. október en mér finnst eins og árið hafi bara rétt verið að byrja. Það eru næstum 5 mánuðir síðan ég flutti út en mér finnst eins og ég hafi flutt út í gær. Hmmm maður ætti kannski að fara að huga að jólagjöfum og slíku stússi þannig maður verði ekki á síðustu stundu eins og ávallt fyrr.

Rannveig ætlar að kíkja í heimsókn á morgun. Það er víst skemmtilegra í DK en í Sverige. híhíhí

Dukes of Hazard er geggjuð mynd! Allir að sjá hana...mjög fyndin.

miðvikudagur, október 05, 2005

ekki meiri pirringur

Jæja búin að jafna mig aðeins á pirringnum... sem betur fer, ég held ég sé svolítið skæð þegar ég er pirruð.

En já framtakssemin hefur verið aðeins í dag... lagaði aðeins til hjá mér og nennti loks að vaska upp. Þvotturinn bíður ennþá...

komst að því í dag að Þráinn er barasta með heilt bókasafn um allt það sem við erum að læra... og það á íslensku. Fínt að komast í það.

shit for brains!

Hvað er að fólki eiginlega??? Copy-paste er ekki menntun! AARG!

Nenni ekki meiru kjaftæði í dag, farin heim að glápa á imbann!

Dagurinn í gær batnaði...

Eftir hrikalegan morgun í gær ákvað ég að leyfa mér að fara í klippingu. Ég er svooo sæt núna eftir að Kiddi töframaður lék listir sínar við hárið á mér. Elín Ása er eins og hún hafi farið í extreme makeover en við tvær erum búnar að ákveða að vera hárgreiðsluvinkonur (hehehe eins og ég sé ekki nóg með henni). Ég ætla alltaf að fara í klippingu hjá honum, því hann er snillingur og næst ætla ég að splæsa á litun líka.

Svo hef ég ákveðið að skella mér í dönskuskóla svona til að skilja aðeins meira.

Múhahahaha voðalega er FM 957 sýrð! Er að hlusta á netinu og þau eru actually að spila 10 ára gamalt Backstreet Boys lag... kannski er allt útvarp svona ég veit það ekki því ég hef ekki hlustað á útvarp í örugglega hálft ár.

Annars er vinnudagur í skólanum í dag, þannig engir tímar en massa vinna. Best að fara að gera eitthvað af viti.

þriðjudagur, október 04, 2005

Enn batnar það

kemst ekki inn á skólameilið mitt og það er óvænt skyndipróf í tímanum! Love my life at the moment.

úff!

síminn minn var að verða batteríslaus rétt í þessu!

mánudagar ekkert mál!

Úff ég sem hélt að mánudagar væru erfiðustu dagar vikunnar... ekkert miðað við þriðjudaga. Eins og ég talaði um daginn þá sef ég oftast yfir mig á þriðjudögum. Í dag vaknaði ég tímanlega og rauk út. Kem út á metróstöð, ok, nýbúin að missa af metró. Bíð og bíð svo loksins kemur annar... einhver gömul kelling fyrir framan mig er svo lengi að drulla sér inn og engin leið til að komast fram úr henni.... ég missi af metró!!!! Jæja 10 mín í næsta vegna einhverrar bilunar (á að vera mun styttra á mili)... rétt svo kemst inn í hann. Frekar þröngt og greinilegt að gellan sem stóð við hliðina á mér borðaði massa hvítlauk í gær.

Þetta er sko ekki búið.... þegar ég kem út úr metró sé ég strætóinn minn keyra í burtu! Fuck! Stend og bíð, verð pirraðri með hverri mínútu sem líður. Loksins kemur guli vagninn. Fer inn og hlamma mér í eitthvað sæti, akkúrat á liðamótunum (tvöfaldur vagn). Þá sem sagt lekur inn og eina fokking sætið sem var blautt var sætið sem ég hlammaði mér. Þannig nú er ég pirruð og blaut á rassinum og klukkið ekki nema 8.40! Vonandi verða ekki fleiri svona uppákomur í dag... annars á ég eftir að öskra.

Greinilegt að kaffidrykkja verður massíf í dag...

mánudagur, október 03, 2005

skóli smóli

Ég drullast í skólann í dag myglaðri en vanalega búin að sitja sveitt og læra stærðfræði og eðlisfræði fyrir tímann. Svo líður og bíður en kennarinn mætti barasta ekki... þvílík hneysa!

Auðvitað var föstudagurinn rifjaður upp í skólanum í dag... ég held allir hafi skemmt sér vel. Ha ég nei nei ég var ekkert á djamminu ég var heima að horfa á videó alla helgina!

Jæja best að drulla sér í vinnuna og rumpa essu af og fara svo að læra smá.

Þarf reyndar að þvo þvott og laga til hjá mér en ææææ það má bíða aðeins.

sunnudagur, október 02, 2005

Sjálfspyntingarhvöt

Ég veit ekki hvað er að manni!

Hildur beib átti ammæli í gær og hélt hún magnað teiti í tilefni dagsins. Þrátt fyrir geigvænlega þynnku reyndi Hrebbna að standa undir nafni. Því miður þegar jellóshots og of margir bjórkútar eru í boði þá er ekkert sem stoppar mann. Að sjálfsögðu fann ég mig knúna til að fara í bæinn og hitta Elín Ásu. Eftir of mikla drykkju þá sofnar maður í strætó! Magnað samt að vakna á háréttum tíma. Hristi aðeins rassinn í bænum og fór svo heim að lúlla.

Þráinn á það til að njóta þess að vekja fólk eftir annasöm kvöld, hann hefur allavega vakið mig ansi oft. Í morgun alveg fyrir hádegi og allt þá er bankað hjá mér. Ég fer að öskra eins og hálfviti ókvæðisorðum beint að Þránni. Ekkert svar á móti. Loks þegar maður er búin að staulast úr rúminu stendur eitthvað fífl að betla peninga fyrir Rauða Krossinn. Ok ein spurning það er sunnudagur fyrir hádegi og þetta er kollegi... gerir fólk sér ekki grein fyrir að fólk ætlar að sofa út?

Jæja ég er farin á Laundromat Café að fá mér þynnkumat. Ciao bellas!

laugardagur, október 01, 2005

fyndið

Ég var að sækja póstinn minn og þar var bréf frá kommúnunni. Bla bla bla þú ert útlendingur bla bla bla við ætlum því að bjóða þér að læra dönsku frítt í allt að þremur árum. Já ok þetta er kannski ekki merkilegt en akkuru er bréfið á dönsku þegar það er gert ráð fyrir að maður kunni ekki neina dönsku????

ÚPS!!!!

note to self: ég er hætt að drekka!