mánudagur, október 31, 2005

Stórhættulegt að fara í strætó

Já já hrakfarir mínar af almenningssamgöngum halda áfram. Var í dag búin að mæla mér mót við Sólveigu og geri náttúrulega ráð fyrir að metróinn virki. Ég skokka út á metróstöð og hvað haldiði 20 mín í næsta metró á leið í bæinn.... WTF hann á að vera á 4-6 mínútna fresti. Ákveð að sjálfsögðu að taka bara strætó þá... kem upp og út og sé strætóinn og hleyp náttúrulega á eftir honum. Næ strætó og bíð eftir að stelpan á undan mér komi sér inn.... haldiði ekki að strætóbílstjóradjöfullinn hafi barasta ekki lokað á mig og ég var ekki alveg komin inn. Ég skyldi ekki alveg hvað í fjáranum var að gerast en samt var etta frekar sárt.... ég er alveg marin eftir fávitann. Besta er eftir... hann fór að öskra á mig! Eitthvað með að ég verði að vera sýnileg í speglinum og bla bla bla. Halló ég stóð í röð til að komast inn ef hann gat séð alla aðra af hverju ekki mig?

Hver setti eiginlega þessi álög á mig?

Engin ummæli: