fimmtudagur, október 13, 2005

Helgi...

Vúhú! Enginn skóli á morgun... vííííí. Þarf ekki einu sinni að mæta á neina fundi. Hrebbna er mjög ánægð. En í tilefni af veru ýmissa íslendinga á landinu verður aðeins fengið sér í aðra tánna í kveld. Reyndar verður þetta eini dagurinn í fríi í eina og hálfa viku... Verðum líklega í skólanum mjööööög lengi alla daga í næstu viku.

Annars er maður orðinn ansi sýrður í verkefninu... það er evaluation eftir rúma viku og fólk liggur við sefur í skólanum. Ég fékk nett taugaáfall í gær (eða fyrradag) þegar mér var tjáð að ég yrði að kynna aukahlutverk mitt. Aðalhlutverk mitt sem stendur er öll viðskipta- og lögfræðihliðin og kostnaðarútreikningar, halda utan um fyrirtækið, sjá til þess að öll skjöl líta út eins og þau eiga að gera og skipa fólki fyrir. Svo náttúrulega þarf ég að setja allt saman í lokin og vera viss um að allt sé rétt. En neiiii Hrebbna fær ekki að kynna sína massífu vinnu heldur þarf ég að kynna burðarverkfræðina... eins gott að kynna sér hana STRAX. Jú jú þekki hana aðeins en ekki séns að ég gæti svarað hvaða spurningu sem er.

Næsta vika verður HELL!!!

Hópvinnan er farin að ganga miklu betur... enda sprakk allt í síðustu viku og þurftum að hafa fund að ræða allt sem betur má fara.

Jæja hálftími í bjór best að klára þetta sem ég er að gera.... leiter!

Engin ummæli: