miðvikudagur, október 05, 2005

Dagurinn í gær batnaði...

Eftir hrikalegan morgun í gær ákvað ég að leyfa mér að fara í klippingu. Ég er svooo sæt núna eftir að Kiddi töframaður lék listir sínar við hárið á mér. Elín Ása er eins og hún hafi farið í extreme makeover en við tvær erum búnar að ákveða að vera hárgreiðsluvinkonur (hehehe eins og ég sé ekki nóg með henni). Ég ætla alltaf að fara í klippingu hjá honum, því hann er snillingur og næst ætla ég að splæsa á litun líka.

Svo hef ég ákveðið að skella mér í dönskuskóla svona til að skilja aðeins meira.

Múhahahaha voðalega er FM 957 sýrð! Er að hlusta á netinu og þau eru actually að spila 10 ára gamalt Backstreet Boys lag... kannski er allt útvarp svona ég veit það ekki því ég hef ekki hlustað á útvarp í örugglega hálft ár.

Annars er vinnudagur í skólanum í dag, þannig engir tímar en massa vinna. Best að fara að gera eitthvað af viti.

Engin ummæli: