fimmtudagur, október 27, 2005

allir vegir færir í stóra eldhúsinu

Nú get ég eldað hvað sem er... þarf bara að finna einhvern sem nennir að vaska upp eftir mér. Hrebbna er búin að kaupa sér ofn!!!! Fíni ofninn minn er örbylgjuofn og grill líka... I love it! Hver vill koma í mat?

Eldaði fyrir stelpurnar í gær kálfakjöt í Marsalasósu og svepparisóttó... voðalega gott hjá mér. Ég er mjög fegin að ég elda alltaf fyrir heilan her því þá á ég afgang. Híhí!

Verst við ofninn hann þarf að vera í stofunni þar sem það er ekki pláss í eldhúsinu! Múhahahaha.

Engin ummæli: