mánudagur, október 24, 2005

Búið og gert

Vááá spennufall!

Þá erum við búin að kynna og svara öllum spurningum. Við fengum mjög góða dóma og það var lítið sett út á hjá okkur... fyrir utan við vorum kannski of nákvæm í mælingum og annað smotterí sem var alls ekki slæmt. Af þeim sem eru búin þá erum við held ég búin að fá bestu dóma...allavega vorum við ánægð með það sem var sagt, sumir eru frekar pissed. Frekar óþægilegt að hafa 7 kennara spyrja mann spjörunum úr ég byrjaði að skjálfa aðeins í hnjánum þegar ég byrjaði að tala.

Svo í kvöld verður fagnað!

Híhí mig dreymdi kynninguna í alla nótt á alla versta vegu mögulega. Sem betur fer fór allt betur en í draumunum.

Engin ummæli: