þriðjudagur, október 11, 2005

Barin í strætó

Alltaf svo gaman á morgnanna! Eins og ég held allir vita þá er ég svo innilega ekki morgun manneskja, í mínum fullkomna heimi þarf maður aldrei að mæta neitt fyrr í fyrsta lagi klukkan 10 og þá eftir nokkuð marga kaffibolla.

Í morgun vaknaði maður massa tímanlega og hljóp út í metró.... vííí metró eitthvað bilaður þannig maður varð að hoppa í strætó. Þegar í strætó er komið stend ég þarna í mínu sakleysi að lesa morgunblöðin. Einhver gutti labbar inn með útileigustól æ svona sem er eins og þrífótur sem maður slengir yfir öxlina. Jæja þetta var eins og að vera í Steina og Olla mynd. Gaurinn barði mig ítrekað með helvítis stólnum... ég bað hann vinsamlegast að passa sig... dúddinn tautaði eitthvað sem ég heyrði ekki og hélt áfram að vera óþolandi. Þetta hefði ekki verið neitt mál nema gaurinn plantaði sér beint fyrir framan mig og skuggalega nálægt mér þrátt fyrir massa pláss. Og hann var fyrir mér þannig ég komst ekki neitt þrátt fyrir bað ég hann um að færa sig á þremur mismunandi tungumálum. Var farin að blóta honum skuggalega á íslensku.

Þannig ég varð sein og barin þegar ég loks mætti í skólann.

Engin ummæli: