Já já enn og aftur kemur vonda sífulla tvíburasystir mín fram á sjónarsviðið. Ég sat í mestu makindum í gærkveldi að horfa á vídeó og sauma út á meðan hún var eitthvað að fyllibyttast. Ég frétti að hún hefði eitthvað verið að dansa og flogið á hausinn og lent á kinninni... röflað í fólki... reynt að hringja í foreldra sína bara til að spjalla kl.3 um nóttina...drukkið óhóflega... en þó haft vit á því að fara heim þegar nóg var komið.
Best að minna ykkur sem eruð á Íslandi að nú er bara klukkutíma mismunur á okkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli