Já sannaðist í gær kenningin mín um þriðjudaga! Ég legg til að þriðjudögum verði breytt í frídaga... hlýtur að vera betra. Annars á ég frí næsta þriðjudag þannig kannski sjáum við þá hvort það sé satt.
Ótrúlegt en satt man ég enn eftir að taka blessaða fjölvítamínið og er alveg sannfærð um að mér líði eitthvað betur. En er samt eitthvað slöpp í dag... ég held ég sé með ofnæmi fyrir kulda. Hrebbna fór út í sokkabuxum, gallabuxum, tveimur peysum, einum síðermabol, ullarkápu, með trefil og lúffur í dag....smá kalt. Ok ég er líka heimsins mesta kuldaskræfa. Það sannaðist þegar ég bjó á Flórída... hvaða heilvita manneskja þarf úrval af flíspeysum í 25 stiga hita?
Jæja best að fara að gera vinnu hálfvitana upp á nýtt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli