þriðjudagur, janúar 27, 2004

Halló kalló bimbó

Bætti inn myndum í gær í myndaalbúmið.... sko myndir af íbúðinni minni úti og svo myndir úr kveðjudjamminu.
Annars fór maður á svona nett djamm á laugardag.... sunnudagurinn var ógeðslegur, þynnka dauðans. En samt meikaði maður að húrra sér í saumaklúbb hjá Maríu. djöfull var gaman, ótrúlegt hvað nokkrar dömur samankomnar geta haft hátt. En eiginlega ekkert markvert slúður né fréttir... nema hva maður veit ævisögu Birgittu Haukdal núna.

Annars er ég að spá í að skella mér á Ísafjörð á fimmtudag og vera yfir helgi. kíkja á Birnu, Ömmu, Heklu, Tvistana og Lalla. En Tvistarnir eiga víst afmæli um þessar mundir.... fæddust 02.02.02.

Jæja ætla að fara að gera eitthvað af viti.

laugardagur, janúar 24, 2004

Ótrúleg viðbrögð við tómatssósukönnunni minni!!

Allir mjög hneykslaðir á þessu framferði LYST ehf. en Sella og Anna Jóna hafa báðar sett um greinar á sínar síður! Síðan hef ég verið að fá e-mail frá fólki allstaðar úr heiminum..... ekki bara Ameríku því eins og þið vitið þá er það alheimurinn eða þannnig.

Í Þýskalandi er rukkað á sumum stöðum en ekki öllum.

I´ve been to mcdonalds in costa rica and they did not charge for ketchup!!

Now we don't get charged for ketchup here! That is rididulous! (frá Florida og South Carolina)

The ketchup is free in the UK. Cheers, Stuart

Hæ Hrebbna mín, ég er sammála þessu þetta er fáránlegt. Ég skal bara segja þér það að ég hef farið á Mc Donalds í Englandi (London), Danmörku (nokkrir staðir m.a Köben), Spánn (enn þá fleiri staðir t.d Palma Mallorca, Playa de Palma, Sevilla, Malaga, Granada, Marbella, Benedorm svo einhvað sé nefnt), Frakkland (Paris, Bordaux, Larochelle) og aldrei hef ég þurft að borga......
ÉG skal senda þetta email áfram.... endilega láttu mig vita hvernig þessi könnun fer, mér finnst þetta spennandi!!!!

places sometimes charge like 10 cents for bbq sauce... but never ketchup


Könnunin heldur áfram... skoðið einnig síður sellu og Önnu Jónu fyrir komment.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

No more Maggi Dóni!!!

English version further down.
Hæ hæ,

Geturu sagt mér í þeim löndum sem þú hefur farið á McDonalds hvort það hafi verið rukkað fyrir tómatssósu og hvað mikið þá???Ég fór á McDonalds í dag á Íslandi og var rukkuð um tómatssósu 10 kall sem er ekki mikill peningur en samt eitt bréf á 10 kall sem er næstum 25 cent í USA sem er barasta hálfur hamborgari. Ekki bætti heldur úr skák hvernig starfsfólkið kom fram þegar maður hváði! Mamma sagði að ég byggi nú í Bandaríkjunum (mamma er manneskja sem ferðast ansi mikið og einnig hef ég) og þá sagði starfsmaðurinn "já það er náttúrulega allur heimurinn" með þvílíkum dónahreim. Djöfull varð ég pirruð! En bara vegna þessara ummæla þá er ég að gera þessa könnun.

Vinsamlegast sendið þetta áfram á fólk sem ferðast mikið eða býr í útlöndum. Bara smá svona könnun af minni hálfu.

Hrefna Þórisdóttir

hrebbna@hotmail.comHello,

Can you please tell me in the countries that you have visited or lived in if they charged people for ketchup at McDonald´s and how much if they did? I´m just doing a little survey because I´m an unhappy customer.

I went to McDonald´s in Iceland and they decided to charge me for ketchup. I said wow, that´s strange, never been charged anywhere in the world. Then my mom said, she lives in the US, just to state the fact Iceland isn´t the only country we´ve been to. The staff at McDonald´s said with a very rude tone "Oh yeah and that´s the whole world". So just because they were rude, I´ve decided to find out the cost of ketchup around the world at McDonald´s because they are charging 25 cents here for one tiny little thing of ketchup. I find that expensive comparing to the food.Hrefna Thorisdottir

hrebbna@hotmail.com


Hér eru nokkur svör sem ég er búin að fá!

what a bunch of shit! KILL THEM! call the mother company and get some fuckin money!!! SUE!

That's insane!!! No way! I've been to the bahamas, canada, mexico, obviously america, france, iceland, and england...I went to mcdonalds in the majority of those countrys...and no way did they make me pay for ketchup! LoL...

Hmmm, asnalegt. McDonalds er krapp og ég borða það ekki, frekar myndi ég naga gamlan gúmmískó. Eins borða ég ekki heldur tómatsósu, svo ég hreinlega veit þetta ekki...
En mikið finnst mér þetta skrítið og asnalegt. Ég myndi senda kvörtunarbréf á yfirmenn, verslunarstjóra eða þvíumlíkt og láta vita af þessari ömurlegu framkomu. Ekki endilega því að sósan kosti, heldur dónaskapnum í starfsfólkinu. Ég er barasta alveg bit.Thanks for the translation! I am glad you are back home safely. I believe I have been charged 10-20 cents for ketchup in Zermat, Switzerland. I can't remember but Mcdonald's shouldn't be charging.
Write them a letter so that the corporation can stop the Iceland franchise from ripping people off.


sunnudagur, janúar 18, 2004

Ef þið eruði ekki komin með ógeð á snjónum þá eru komnar myndir af honum í myndaalbúminu!

laugardagur, janúar 17, 2004

Ekki enn nein vinna

Fór á players í gær að horfa á Idolið með Evu, Sigrúnu, Ólöfu, Snædísi, Halldóru og fullt af fleiri fólki. Ölarnir voru teigaðir af kappi (samt aðallega ég og Snædís) Endaði með að ég, Snædís og Ólöf vorum einar eftir. Við skemmtum okkur konunglega á Stuðmannaballinu. En úff það var einhver gamall kall sem ákvað að það væri rosalega sniðugt að nota mig sem einkasálfræðing sinn. Fyndið alltaf gerist eitthvað fáranlegt hjá mér á djamminu.

kom nú bara snemma heim eða um hálf fjögur í nótt... náttúrulega vel í glasi! ÚFF þynnkan var skoooo til staðar í dag!

jæja sófinn kallar!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

OK búin að sækja um allt sem ég sé!!! Einhverjar 15 vinnur.... engin svör ennþá. VILL EINHVER RÁÐA MIG Í VINNU???????

En annars er ég búin að hitta Sigrúnu og Rannveigu fer og hitti Hildi, Evu, Kristínu og Þórunni í kveld.

Svo ætla ég að djamma um helgina allavega með Írisi. Nóg að gera!

Og hafi?i ?a?

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Hæ allir! Ég er þá komin á skerið.

ekkert smá furðuleg tilfinning að labba út úr flugstöðinni í þennan ógeðslega kulda og myrkur.... ég sakna sólarljóssins og hlýjunnar á Flórida.

Hey já ég er með gamla númerið 693-7206
ef einhver vill bjóða mig velkomna heim.

Flugin voru nú barasta allt í lagi ég var með 3 sæti frá Baltimore og heim. Sofnaði stuttu eftir við fórum í loftið og vaknaði á Íslandi. Besta flug ever!!!

Kvöldið áður en ég fór var svona nett kveðjupartý haldið mér til heiðurs. MÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖRG skot tekin og ansi margar könnur af bjór. Það var ekki skemmtilegt morguninn sem ég fór þar sem ég hélt ég kæmist nú barasta ekki sökum þynnku. En etta hófst. Ekkert smá erfitt samt að kveðja Jon. búhúhúhú snökt snökt.

Dabbi bró er alveg að fíla sig í Suður Karólínu og er óðum að breytast í kana.

annars er bara vinnuleitin mín að hefjast, langar að fara að gera eitthvað af viti. Ok ok ok ég ætti kannski að jafna mig á tímamismuninum fyrst.

Oh það var svo gaman ég fékk malt & appelsín, lakkrís, skonsur, íslenskt vatn og allt þetta góða í gær.

Jæja ég er farin að erindast..... until later.... ciao bellas!
Og hafi?i ?a?

föstudagur, janúar 09, 2004

Ok þetta fer allt að koma! Úff svo fann ég alla ópal pakkana sem ég er búin að spara. Sko var ekkert að tíma að borða það. þannig nú á ég 5 pakka af rauðum sykurlausum risaópal, 2 pakka litla bláa og einn risa tópas.

Svo er málið að klára það sem er í ískápnum og öllum skápunum, keypti sko alveg nett mikið af 3 mínútna núðlum á sínum tíma, þannig nú hefur það breyst í uppsprettu næringar minnar.

Er enn að henda.... en þetta er allt að koma. Ég held þetta sé mjög sniðugt að gera einu sinni á ári.... bara flytja þá losar maður sig við allann óþarfa.

En djöfull er skrítið að vera ekki að byrja í skólanum. Keyri sko Jon á morgnanna í skólann og sé allt fólkið morgunfúlt með gígantískar töskur á bakinu.... Allir að tala um bókakaup og slíkt. En neii Hrebbna ætlar að fara í frí. Ég er nú bara fegin. Ef einhver veit um vinnu handa mér endilega láta mig vita.

Jæja komin tími í að halda áfram. Tölvan fer líklega í kvöld þannig þetta er síðasti pistill (með íslenskum stöfum) í bili.

Sé ykkur hress og kát á mánudag!!!
Og hafi?i ?a?

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Oh enginn lúxus hér lengur... ekki steikhús og fínir veitingastaðir neiiiii þriggja mínútna núðlur fyrir framan gameboyinn sem ég fékk í jólagjöf. Dabbi fékk sjónvarpið mitt. Er að henda á fullu þykist sko vera að pakka en meira fer í rusl en ofan í tösku.

Hvar í fjáranum fékk ég allt þetta drasl???
Og hafi?i ?a?

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Gledilegt ar allir saman!

Thad var rosalega fint hja okkur a Myrtle Beach... vorum meira ad segja med jolatre en thvi midur engir flugeldar. En nu er eg komin aftur til Florida og ad undirbua ferdina til Islands en eg fer a sunnudag og lendi a Froninu a manudag.

Og hafi?i ?a?