miðvikudagur, júlí 31, 2002

Ég minni á gestabókina...

Já þetta dæmi að kveðja alla er ekkert smá mikið. Hitti fullt af liði í gær og allir að taka í höndina á mér eða knúsa mig bless. Í gær brunaði ég strax eftir vinnu til Rannveigar og knúsaði hana bless....nú er hún á leiðinni til Costa Del Sol í útskriftarferð. Síðan var það dinner með Sólveigu og Hörpu. Ú ekkert smá góður matur. Harpa fer norður í dag þannig bless Harpa. Eftir matinn tylltum við okkur á vegamót og Katla beib kom þangað. Minns fékk afmælisís og afmælisgjöf.....ég átti afmæli í júní. Betra seint en aldrei....takk Sólveig og Harpa.
Eftir að hafa sitið í reykmettuðu og mjööööög háværu andrúmslofti of lengi fór ég í heimsókn til Kötlu, kíkja á nýju uppsetninguna á íbúðinni. Spiluðum rommý og ég vann!
Skrítið ég meika alltaf að spila við Kötlu. Við erum báðar alveg nei þetta má ekki, ætlaru virkilega að leggja þetta út og hvað þykistu eiginlega vera að gera. Fólk vill örugglega ekki spila við okkur.

mánudagur, júlí 29, 2002

Það er bara ágætt að vera svona símalaus. Ekkert vesen og svona. Mjög hljótt! Frekar ljúft. En samskiptaleysi mitt verður ekki langvarandi ég kemst í samband á morgun. Að vísu er ég komin með kortið en ég nenni ekki að ná í símann sem er heima hjá Huldu. hey ég var með litla tösku en hún stóra! Kinda like the silence.
Bara verst að týna öllum símanúmerunum!


Nú er ég bara búin að vera þvo þvott, pakka og ganga frá pappírsvinnu. Mjög dugleg!
Ekki sniðugt laugardagskvöld!
Kveðjupartýið mitt var heima hjá Þránni. Mikið mikið drukkið fórum svo í bæinn. Fór á Ara, Kaffibarinn, Kofann, Glaumbar og einhverja fleiri staði. Vill einhver segja mér hvernig sim-kortið mitt týndist en ekki síminn?

Fór svo að vinna í gær. Brjálað að gera og ég ein (í ekki sem besta ástandi). Náði loksins að hringja í eina stelpu og biðja hana um að koma. Kúnnarnir voru ýmist dónalegir eða þá að öskra á mig. Þá voru taugarnar á mér búnar að gefast upp. Ekki sem skemmtilegastur síðasti dagurinn í vinnunni. En ef fólk sér að manneskja er á haus og er ein að vinna þá hlýtur það að fatta að öskur og læti flýta ekki fyrir neinu.
Þegar ég var búin að vinna fór ég heim og uppí rúm og var þar þangað til í morgun.

laugardagur, júlí 27, 2002

Frábær opnun í dag á kaffihúsinu. Myndirnar eru allar ólík andlit. Fíla litina í tætlur og þetta er soldið öðruvísi. Fullt fullt af fólki mætti og listamaðurinn náði að selja nokkrar. Svo var hann svo ánægður með þjónustuna :)

Djamm eftir smá tíma...nenni ómögulega að fara að taka mig til en heck its my going away partý! Saumóinn í gær var snilld. Sko að geta vippað upp veisluhlaðborði, farið að versla og gera sig sæta og fara í ríkið fyrir nokkra undir aldri á tveimur og hálfum klukkutíma tel ég vera ansi gott. Gellurnar í saumó voru svo æðislegar og gáfu mér stóru bjórbókina og kaffibolla (risa stóran) og eðalkaffi frá te og kaffi. Djö þekkja þær mig vel. Kannski ekki skrítið þar sem ég er búin að þekkja sumar þeirra síðan ég var 4 ára gömul.

Jæja best að fara að reyna að gera sig sæta. Gangi mér vel.

föstudagur, júlí 26, 2002

Oj oj oj!

Vesen og hálft í dag með hádegismatinn. Á föstudögum förum við alltaf og fáum okkur eitthvað óhollt og subbó. Í dag varð fyrir valinu kínverskur. Ég panta bara það sama og alltaf á sama stað og alltaf, eitthvað Dong Huang kjaftæði hér í gaflarabæ. Jæja ég fer og sæki pöntunina, bíð og bíð og bíð, fínt komið að mér, fæ pokann og fer. Þegar ég er komin í vinnuna aftur lítum við ofan í pokann, maturinn hefði dugað fyrir eina manneskju. Við brunum aftur af stað, Hrebbna komin í kvörtunargírinn. Manndrápssvipurinn kominn upp. (manndrápssvipurinn er ættarsvipur sem kemur á mann þegar maður er allverulega pirraður, den hele familie har det). Við fáum meiri mat og hrísgrjón líka því það var ekki með hinu draslinu.
Við orðin massa svöng, bragðgóður matur. Ég ánægð með núðlurnar mínar þangað til ég rekst á flugu á kafi ofan í matnum mínum. Ég gafst upp! Eyðilagði gjörsamlega föstudags-junkfood-fílinginn.
Nei ég nenni ekki að fara þangað aftur að kvarta og kvartanir í gegnum síma virka bara ekki, þar að auki ætla ég aldrei að borða neitt þaðan aftur.

Ú je beibí! Föstudagsfílingur í tætlur! Fór í gær að sjá Men in Black. Bara góð mynd! Gyðilíus kom með mér, en hún hafði aldrei farið í eðalbíoið. Ég held hún hafi fílað það ágætlega.

í kveld er saumó hjá mér. Eftir vinnu þarf Hrebbna sem sagt að fara að baka og læti. Betty Crocker reddar málunum. úff það verður sko fuglabjarg í lagi, því við erum orðnar 16 stk í þessum saumaklúbb. En alltaf gaman að heyra nýjasta slúðrið og audda allt um brjóstagjöf og barnatennur og allt það sem fylgir barneignum og íbúðainnréttingum.

Annað kvöld stefnir í Uberdjamm að hætti Díonýsusar. Við munum biðja til okkar almáttugs áfengisguðs. Færa honum fórnir og svona. Ég ætlast til að þeir sem ég þekki hitti mig allavega á djamminu my last one guys!

Bara 3 dagar eftir á skrifstofunni og 4 í skúringum og ég fer eftir 2 vikur. Shit!

miðvikudagur, júlí 24, 2002

Ok föt og bækur(stóru stóru orðabækurnar mínar) og Latte-bollinn minn (allrahanda skálin) komið í töskuna. Ég tók nett kast og henti og henti drasli....allar glósurnar mínar alveg frá því ég var 12 ára! Og líka fullt fullt af öðru drasli. Nú eru allar skúffurnar mínar tómar (áður var ekki einu sinni hægt að opna þær vegna troðslu á drasli).
Búin að kveðja ömmu gömlu...keyrði hana út á flugvöll í dag og sendi hana til Ísafjarðar (hún á víst heima þar). Okkur fannst þetta báðum mjög furðulegt. En hún ætlar að senda harðfisk þannig ég geti gefið afa gamla úti.

hverju er ég að gleyma? Æ vá spittar ekki diff!
Endurfundir í gær!
Solla, Katla, Tinna og ég hittumst á Prestó. Slúðruðum og kjöftuðum og audda hlógum mjöööög mikið. Ég lenti náttúrulega í smá vinnu en það var fínt smá auka peningur.
Fengum aðeins að rugla í kærastanum hennar Tinnu en hann kom og sótti hana. Hann fær plús fyrir að taka okkur svona létt. Fínn gaur. Tinna fer ekki út fyrr en 21.ágúst vegna klaufsku sinnar í fótbolta. Fótbrotin og allt það.

Katla ætlar ekki að giftast Chris í Kaþólskri kirkju. Hann þykist vera kaþólskur en hallo ég og Katla högum okkur meira eins og kaþolikkar en hann.

Solla ætlar kannski að fara í Rhode Island school of Design...þá væri bara bróðurparturinn af þessum vinahóp komin til USA. Ú hittast öll einhversstaðar t.d. New York og djamma feitast!

þriðjudagur, júlí 23, 2002

Fór í ameríska sendiráðið áðan...þvílíkt vesen til að fá eitt blað. Tæmdu alla vasa! labba í gegnum svona tæki sem veldur krabbameini (örugglega)... ég eitthvað hrikalega utan við mig, læt hann fá töskuna mína, labba í gegn og allt fer að pípa. Tæmi vasana ég náttúrulega með fullt af lyklum, símann minn og nokkra penna í vasanum, plús fullt af einhverju rusli. Hoppa niður eina tröppu fæ blaðið og til baka. Tók innan við hálfa minútu að ná í blaðið sjálft þegar ég var búin að láta skanna mig.

Lín eitthvað bara ákveða sjálfir hvað ég ætla að læra, breyttu bara faginu og sögðu að ég væri á leiðinni í umhverfis og byggingaVERKfræði, ekki séns! Fór og lét laga það, konan í afgreiðslunni þar fer bráðum að þekkja mig með nafni alltaf eitthvað vesen á mér. Þeir nebblileg breyttu líka eftir sínum hentugleika bankareikningsnúmerinu, eða sko útibúsnúmerinu. Alveg ótrúlegt.

Annars er ég búin að fá að vita nafnið á herbergisfélaganum mínum tilvonandi, hún heitir Promise (já loforð) V Hutton og er frá Miami. Gvuð ég sé bara fyrir mér ljósku með æði fyrir bleiku og þráir ekkert annað en að komast í klappstýruliðið! Clueless fílingurinn í tætlur. En vá ég get rétt ímyndað mér sjokkið sem hún hefur fengið! Einhver Hrebbna frá Íslandi. Heldur örugglega að ég sé eskimói eða eitthvað álíka fáranlegt.

mánudagur, júlí 22, 2002

Ég var rétt núna að gera mér grein fyrir hvað e-mail eru stór hluti af lífi mínu (og margra annarra). Ég er búin að vera að eyða öllu útaf vinnumeilinu og það er ekkert smá magn. Mörg þúsund! Samt mest um jólin, pantanir og fyrirspurnir sko. Og viðbjóðslega mikið af forwardaðu drasli. En mér fannst frekar sorglegt að eyða ritgerðunum mínum sem ég gerði síðustu önnina í skólanum, pikkaði þær flestar inn í vinnunni. Æ vá ég á eintök af þeim á blaði og það er ekki eins og ég eigi eitthvað eftir að nota þær. Þetta er bara enn annar liður í þessari söfnunaráráttu hjá mér.





Which Rainbow Brite kid are you? By Growing.



En gaman....why do I keep taking these tests?????
Ég rokka í rommý... ég og Katla og Hera spiluðum í nokkra klukkutíma í gær og ég vann! nanananana. Hera var orðin hálfhrædd við mig og Kötlu... nei þú mátt ekki taka þetta spil, nei bannað að leggja út núna....Katla er tapsár og ég vil bara vinna, ekki góð blanda þar.

Ég held ég hafi óverdósað af kaffi í gær....fyrsta lagi var ég að vinna á kaffihúsinu....ófáir expresso og lattear þar og einhverjar tilraunir. Kom heim, expresso sinnum of margir. Svo fór ég til Kötlu og við drukkum kaffi. Shit maaaaargir lítrar af kaffi. Og hvað var það fyrsta sem ég gerði í morgun audda fá mér kaffi. Þetta er ekki heilbrigt. Fyndna er að ég get alltaf sofnað þrátt fyrir óheilbrigða kaffidrykkju.

Ég ætla að reyna samt að vera geðveikt healthy úti... minnka kaffidrykkju, áfengisdrykkju og borða hollann mat.

sunnudagur, júlí 21, 2002

Ég á alls ekki að horfa á hryllingsmyndir.... ég og Gyðilíus horfðum á What lies beneath í gær. Ég öskraði eins og vitleysingur (já já enda slóðinn á þessari síðu vitleysingur...) og nú mun ég eiga erfitt með svefn næstu vikur. Ég er manneskjan sem öskraði og var geðveikt hrædd á grínmyndinni Idle Hands (æ þú veist um uppvakninga) Ég er enn að fá martraðir um trúða, Stephen King plús trúðar þegar maður er tíu ára ekki góð blanda. Djö held ég að maður þarf að vera í andlegu og tilfinningalegu ójafnvægi til að gera svona vibba myndir. Ekki fleiri fyrir mig nei takk...ég skal bara halda mig við Clueless og Legally Blond.
Ég var farin að halda að síminn minn virkaði ekki. Ef ég hringdi þá fékk ég talhólf hjá öllum svo var enginn að senda mér sms né hringja. En allt í læ, hann er kominn í lag. Ég var bara ekki nógu vinsæl í dag, allir að vinna eða bralla eitthvað sniðugt. Svo eru allir að hringja aftur núna. Já ég var að sjá að þú hringdir í dag...allir í einu. Hva er ekki verið að djamma? nei ég er bara í nettu tjilli með settinu að horfa á imbann. Ha?! ertu veik?

Heil helgi og ég ekki að djamma neitt. I´m old! nei nei þetta er voða ljúft engin þynnka, kostar ekki neitt heldur. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í langan tíma sem ég lýsi yfir djammlausri helgi og stend við það. Ohhh ég er svo stolt af mér.

föstudagur, júlí 19, 2002

What Natural Disaster are you? Take the quiz!

Nú er maður gjörsamlega endurnærður! Ég fór snemma að sofa í gær og það var bara ljúft.
Mig langar klikk mikið í golf en meistaramótið er í fullum gír þannig það er krökt á öllum völlum bæði þeim sem mótin eru og þeim sem þau eru ekki. Kannski maður láti sig bara hafa það og bíða á hverjum teig og allt það. Það er frekar langt síðan ég hef farið.

Já já það er barasta kominn föstudagur... en Hrebbna ætlar ekki að gera neitt sem flokkast undir djamm. Ég er náttúrulega að vinna um helgina á kaffihúsinu og það er barasta ekkert gaman að vera þunn í vinnunni. Ætli maður nýti ekki tímann í að pakka smá, aðallega henda drasli.

Alveg ótrúlegt hvað maður sankar að sér miklu rusli. Það eru bara nokkur ár síðan við fluttum í húsið en samt er etta örugglega meira drasl en þegar við fluttum úr mosgerðinu.
Ok það er leirdrasl út um allt síðan það var aðaláhugamálið, bæði óbrenndur en þó mótaður leir (átti að þurrka hann sko í nokkrar vikur...) og allskonar tæki og tól til að móta með. Svo eru golftee og kúlur um allt herbergi. Já já og efnin þegar ég ætlaði að vera svaka dugleg að sauma. Söfnunaráráttan alveg á hreinu glös og kaffistell í massavís. Svo ekki sé talað um blöð, tímarit og glósur (ég gæti þurft að nota glósurnar mínar síðan í 8.bekk...je ræt) Fann meira að segja ritgerð sem ég skrifaði þegar ég var 12 ára og í já allar sögurnar og ljóðin síðan ég ætlaði að vera svaka rithöfundur. Ég er þó búin að setja kjólana og búningana, sem ég var sannfærð um mundi nýtast í eitthvert leikritið sem ég léki í, ofan í kassa. Hvaða dæmi er þetta eiginlega hjá mér að henda ekki neinu....ég held alltaf að þetta gæti komið að notum seinna...en það hefur sjaldnast verið tilfellið.

fimmtudagur, júlí 18, 2002

Ok ég er að spæla hvort sé sniðugra, kaupa laptop (ekkert of dýran) eða þá virkilega flotta venjulega tölvu.

Kostir við venjulega tölvu: miklu öflugri, hægt að gera meira, og svo allskonar eitthvað sem ég hef ekki alveg vit á. Ókostir: erfitt að ferðast með hana.
Kostir við laptop: hægt að ferðast út um allt með hana. Ókostir: ekki eins öflug, ekki eins mikið minni. Dýrari.

Afi ætlar að leita að tölvu handa mér þarna úti...sem kostar ekki morðfjár.

What to do what to do.......
TVÍBURAR 21. maí - 20. júní
Þú myndir vilja vera alls staðar annars staðar en í vinnunni í dag. Þú vilt flýja skyldurnar og vanann svo þú getir notið ævintýra og skemmtunar annars staðar.

ó só verí trú!!!
Fór í bíó í gær á mjög fyndna ég-þarf-ekki-að-hugsa-mynd...Van Wilder. Við hlógum eins og vitleysingar, ég, Eva, Þráinn, Rannveig og Gaui. Mjög fyndið enginn borgaði fyrir miða...Vinnan hennar Evu gaf henni tvo miða (og hún bauð mér...takk Eva) og svo voru hinir spassarnir með Bíokort. Allavega hlegið og hlegið...þangað til kemur að einu atriðinu sem mér fannst alveg mátt sleppa. Ég kúgaðist og kúgaðist (en ég er náttúrulega alveg hrikalega klígugjörn). Svona hálf eyðilagði hláturstemminguna sem var komin.

vá það er bara kominn fimmtudagur... ljúft. Á morgun er föstudagur uppáhaldsdagurinn minn fyrir utan laugardaga og sunnudaga (samt ekki sunnudaga, eyði þeim of oft í þynnku). Það á sko að taka hlutina rólega um helgina... ég er að vinna á the coffeehouse( KAffi Prestó) þannig allir mæta þangað. Ég lofa góðum kaffidrykkjum, enn betri kokteilum og massa góðum þynnkubönum! Úúú ég ætti að fara að búa til auglýsingar. Hvað ætlar liðið að bralla um helgina?

miðvikudagur, júlí 17, 2002

Þessi endalausi dagur fer að verða hálfnaður... já ok ég fer að verða búin í vinnu númer 1. Þá tekur við vinna númer....gettu....já rétt 2, það var verið að reyna að plata mig í vinnu númer þrjú í kvöld en ég er ekkert voða spennt að vera að vinna frá 8 á morgnanna til klukkan 2 á nóttinni. Kannski er ég bara löt eða eitthvað.

Úff ég hef ekkert farið í golf í langan tíma....smá fráhvarfseinkenni komin í ljós. Bæti úr því á föstudag....þá er ég búin snemma, nema ég fari á hestbak með Kötlu. Skjáumst á morgun. bææææ
Góðan daginn...
Eftir vinnu í gær var ég plötuð til að fara að spila Gettu Betur spilið. Ég var búin að sjá einstaklega ljúft kvöld fyrir mér.... ég liggjandi undir hlýju sænginni minni í þægilega rúminu mínu dreymandi um Ben Affleck steinsofandi sem sagt. En nei ég plötuð út. Ég er ömurlega léleg í svona spilum enda er ég ekki þessa spilamanneskja. Fékk nóg þegar ég var krakki að spila við bróður minn, hann var svo hrikalega tapsár að það var leiðinlegt að spila við hann. Í dag finnst mér bara ekkert gaman að þessu.

Ég kann ekkert í landafræði...þannig nei engar þannig spurningar, Ég man aldrei nöfn....þannig engar mannaspurningar, Ártöl ekki séns að muna þau, Ok ég gat svarað örfáum.

Þetta er einn af þessum dögum sem ég sofna fyrir framan tölvuskjáinn... af þreytu... alveg brjálað magn af vinnu sem bíður mín.

þriðjudagur, júlí 16, 2002

Ég er búin að vera mongó dugleg í dag. Ég er svooo stolt af mér.
Fyndið var að fá meil frá strák sem rakst á þessa síðu sem er barasta í skólanum. Vitleysingssíðan mín að sanna sig!

11 Dagar þangað til ég hætti!!!
Ég held að það sé bara flest að smella saman... mamma að vísu á því að ég eigi að vera búin að pakka.....ætli hún vilji svona rosalega mikið losna við mig?

Kíkti á Prestó í gærkvöldi aðeins með Kötlu babe. Alltaf gaman að fara á kaffihús þar sem maður lendir í því að þurfa að vinna aðeins ef maður kemur. Nei nei eins gott því ég vil gera mitt kaffi sjálf! Bragðbættur latte með smá kanil verður aldrei eins ef einhver annar gerir hann. :)

mánudagur, júlí 15, 2002

Jæja þá er Hrebbna komin með eigið heimilisfang og síma!
Það er:

FAU-ALGONQUIN HALL
HREFNA THORISDOTTIR
BOX # 0579
1900 DADE AVENUE
BOCA RATON, FL
33431-6497
USA

EN HERBERGIÐ MITT ER NÚMER 225.
SÍMINN ER 561-297-9249

oh hvað þetta er gaman!
Í gestabókinni er spurt hvort Thule sé uppáhaldsbjórinn minn...heck no! Beck´s er laaaang bestur. Ok vinir mínir drekka allir með tölu Carlsberg og litli bró Thule. er ég afbrigðileg að þykja Beck´s bestur?

En annars Hrefna skrifar í gestabókina að hún sé alltaf að týna dóti.... veistu ég held þetta fylgi nafninu. Ert þú kannski alltaf að detta líka?
Nú er ég komin í menninguna aftur eftir að hafa varið 2 dögum á Vestfjörðum. Hér kemur ferðasagan.

Ekki alveg vöknuð
Flugið var á óguðlegum tíma á laugardagsmorgun. Ég fer og sæki Írisi og við erum einmitt að tala um hvað við erum nú á góðum tíma. Ég þarf náttúrulega að stoppa og taka bensín. Klára það dæmi legg frá mér debetkortið og svo allt í einu er kortið horfið. Shit hvað á Hrebbna að gera? Við leitum og leitum og leitum. Kortið var bara ekki að finnast. En með hjálp tæknivæðslu gat ég millifært yfir á annað kort....svo ég gæti nú borgað flugið. Við vorum ekki búnar að tjekka okkur inn og þá er búið að kalla út í vél. Við náttúrulega síðastar inn.

Komnar
Við komum til Ísafjarðar og heilsum upp á liðið. Síðan var aðeins farið í barbí með Heklu, klipið í kinnarnar á Hilmi og Huga (að góðra frænka sið) og spjallað við hitt liðið. Borðum síðan svaka hádegisverð, með mímósum og alles. Birna er snillingur í svona matarstússi. Þegar við erum að renna niður síðasta bitanum hringir dyrabjallan. Í heimsókn eru komnar þrjár mjög háværar konur á "besta" aldri. Úff svo töluðu þær allar á sama tíma. Maður hefði haldið að systkinin þrjú væru hávær en þau eru ekkert miðað við þessar konur.....það var alveg hljótt eftir að þær fóru.

Kaffihús
Já það er kaffihús þarna...meira að segja fleiri en eitt. Við fórum á Faktorshúsið. Æðislegt kaffihús! Það var myndlistarsýning í gangi og mig langaði í allar myndirnar.

Barnapíuþjónustan
Liðið þeas Amma, Birna og Lalli fóru í veislu. Þannig ég og Íris tókum að okkur fyrstu barnapíuvaktina. Svæfðum litlu boltana og svo fengum við okkur bjór. Ég var að vísu komin í barþjónagírinn. Hefði eiginlega betur átt að sleppa því. Næsta barnapía kom um tíu þá fórum við frænkurnar að gera okkur reddí á djammið. Við fórum svo í veisluna heltum í okkur þar. Síðan var ákveðið að kíkja á sveitaball á Súganda nánar tiltekið Suðureyri.....með Geirmundi Valtýs. Slepptum BMX í sjallanum.

Sveitafílingur dauðans
Þegar komið var á Suðureyri fékk maður menningarsjokk. Öll litlu börnin á gelgjunni með landabrúsana fyrir utan ballið (það var 18 ára inn) Við fengum miða og héldum inn. Þetta var svona mini íþróttasalur sem gengdi einnig hlutverki félagsheimilis. Að vísu var risastórt tjald samfast við húsið sem gerði það að verkum að það var líft að vera þarna inni. Dansað smá. Amma var alveg að fíla sig og ekkert smá vinsæl meðal karlpeningsins. Birna var á tjattinu eins og alltaf. Lalli farinn að bömpa.

Leikþátturinn
Ég komin í glas og varð því aðeins að gera mig að fífli. Tók smá leikþátt um persónurnar í sveitinni. Ég er ekki svo viss um að selfosstýpurnar á næsta borði hafi fílað það alveg.

Komið gott
Eftir að hafa heyrt nokkrum sinnum að ég væri alveg greinilega dóttir föður míns og spurð hvort ég væri dóttir Birnu og Lalla tvisvar. Og mér tjáð að ég væri alveg eins og Birna, var ballið alveg að verða búið. Þá hófst smölun á liðinu. Maður hefði haldið að yngsta liðið þ.e.a.s. ég og Íris myndum vilja halda djammið áfram en það var öfugt því erfiðast var að ná elsta liðinu út. Ég steinrotaðist í bílnum á leiðinni heim.

Vöknum og förum
Við vöknum ekkert allt of snemma. Sváfum heima hjá ömmu....sluppum við gargandi börn. :) Keyrðum inn í Hnífsdal og keyptum ís í Bolungarvík. Síðan var bara nett tjill. Allt í einu sjitt mæting í flugið var fyrir tíu mínútum. Eftir bílferð að hætti Birnu (haltu þér fast) þá vorum við komnar á flugvöllinn. Þurftum að sitja og bíða meira að segja.

Fann kortið
Fyrsta sem ég geri er að kíkja undir öskubakkann í bílnum og viti menn kortið var þar. hehe!

laugardagur, júlí 13, 2002

Komin til Vestfjarða! næstum því áfallalaust ok kannski ekki alveg. Segi meir á mánudag. Er á leið á djammið.....á ball með stórhljómsveitinni BMX eitthvað ísfirskt kjaftæði.

föstudagur, júlí 12, 2002

Mig vantar góða hugmynd að ammælisgjöf handa múttu!!! Ég er gjörsamlega tóm.... please help me. Uppástungur óskast!

Hey ég var að spæla....
Akkuru má auglýsa lyf, verkjatöflur og ofnæmisdrasl og allt hitt, en ekki áfengi? Ég myndi nú halda að það sé alveg jafnhættulegt! Sá stærðarinnar auglýsingu á strætó áðan um eitthvað fljótvirkt verkjalyf en samt má ekki auglýsa uppáhaldsbjórinn minn.
Fáranlegt!

Vei ég fæ að fara út í hádeginu....svona eins og helgarleyfi á geðspítalanum. híhí.
Hitta Írisi í lunch

leiter




I am terrifyingly evil!

Find your soul type
at kelly.moranweb.com.

(Það kom sko fyrst soulless)


Þetta er ekki satt ég er ógeðslega góð!!!
Snillingurinn Hrebbna!
Ég læsti bíllyklunum mínum inni í bíl í gær, náttúrulega allt dótið mitt með; sími, veski og allt hitt. Ég fékk hálfgert sjokk því ég var eiginlega viss um að hinn lykillinn væri í töskunni minni.....inni í bílnum, en sem betur fer ekki!
Hitti Evu og Helenu fékk mér kaffibolla með þeim á Súfistanum. Tvöfaldur expresso með smá kanil....mmmmm gott.

Brunaði heim að laga til.
Shit herbergið mitt er fullt af kössum. Fataskápurinn og kommóðan næstum tóm. Taskan komin undir rúm, farin að setja í hana drasl sem ég nota ekki hér heima en nota úti. Svo henti ég klikk mikið af ónýtum fötum og svo setti fullt í kassa. Nú er virkilega kominn "er að flytja" fílingurinn. Mamma er mun stressaðari en ég. Reyndar held ég að hún sé að fara á taugum. Farin að eypa á mig við minnsta tilefni.

Díonýsus
Við hittumst öll á Players í gærkveldi. Mjög nett tjill stemming. Bjór og pool. Síðan var haldið heim á leið þegar ég var við það að sofna fram á borðið. Jæja nú ætla ég að fara að gera eitthvað af viti.

fimmtudagur, júlí 11, 2002

Ljúft sofnaði í sófanum á kaffistofunni í hádeginu. zzzzzzz
Greinilegt að ég þarf að fara fyrr að sofa á nóttinni. En þá næ ég ekki að gera nærri því allt sem ég þarf/vil gera. Þannig ég sef þá bara þegar færi gefst!

Ég held að það sé pennaálfur í vinnunni hjá mér stelur öllum pennunum mínum. Ég er alltaf að ná í penna en fimm mínútum seinna er hann horfin. Úúúú mystery of the missing pens. Sko alltaf áður en ég veit af er ég farin að skrifa allt með grænum áherslupenna. Ef einhver veit hvað verður um þá tjáið ykkur hér!
Fór á Linus Gauta (Línuskautarnir mínir heita það hér með) aftur í gær. Kaffi Nauthóll er æði!

hahahaha ég er svo fyndin (eða þannig) var að spjalla við múttu og spyr hana hvort hún þekkir einhvern sem heitir Línus. Hún alveg já já. Ok pældu í því að hann myndi skíra son sinn Línus Gauti og svo yrði þessi krakki alger línuskautafan.

Svindl eða öllu heldur samsæri.... ég vann ekki rauðvínspottinn í vinnunni og heldur ekki í happdrætti háskólans. Sko ég hef einu sinni unnið í HHÍ síðan ég byrjaði að kaupa miða og það var fyrsti mánuðurinn sem ég tók þátt. Það var sama dæmið með rauðvínspottinn ég vann fyrsta skiptið sem hann var haldin. (hehe stofnaður að mínu frumkvæði) Nú er ég að hætta þannig númerið mitt er því laust aftur.

úúú ég og Íris ætlum að fara í mjólkurbúðina á morgun og versla fyrir Ísó-ferðina. En pældu í flugi á óguðlegum tíma klukkan 7:15 á laugardagsmorgni. Vonandi verða tvistarnir og Hekla í góðum fíling. Og náttúrulega allir hinir dreifararnir líka.
shokraw.com
Which Angelina Are You?

miðvikudagur, júlí 10, 2002

Geisp...fer þessi dagur ekki að enda. Það er svona allt búið að fara nett vitlaust hjá mér í dag. Sko fara vitlaust.

En nokkrar uppástungur voru skrifaðar hér varðandi þjóðhátíð! Mér líst ágætlega á það sem hún Hildur var að leggja til....en æ ég er komin með ógeð á karlmönnum. Þetta eru fífl upp til hópa. Ég ætla bara að vera sjálfri mér næg í bili. Gyða beib sagði ég mætti fá lánaðan bát....það reddar mér til Eyja en ég verð að komast heim á mánudegi!

Svo var Erlan svo góð að kíkja í kaffi til mín.....

Jæja ég ætla að drífa mig í hina vinnuna. Velkomin í þrælkunarbúðir Hrebbnu....300 vinnutímar á mánuði er lítið!
Fékk smá skammir yfir mig áðan vegna eyðslusemi minnar. Ég eyði ekkert miklu það er bara hrikalega dýrt að vera til. Foreldrar mínir eru bara ekki að fatta það. Hlutirnir eru ekki eins og þegar þau voru ung.

Æ vá mér finnst ég ekki eyða miklu, gæti alveg vel hugsað mér að eyða meiru! Og svo í til að bæta á skammirnar skar ég mig á blaði......búhúhú ég á bágt!

Nei annars er ég komin með flugmiðann, er bara að bíða eftir að Lín drullist til að senda mér lánaáætlun og þá get ég gengið frá visa-árituninni. Happy, happy, joy, joy!
Ég var brjálæðislega dugleg í gær! Ég og Katla beib fórum á línuskauta. Við vorum geðveikt flottar. Fórum alveg frá Suðurhlíðaskóla að kaffi Nauthól (tókum smááá ogguponsu stutta pásu) og svo tilbaka. Það stendur til að fara svoldið oftar í sumar. Katla var nú með einhverjar geðsýkis leiðarlýsingar. Sko áður en við förum að taka maraþon á línuskautum þá verðum við eiginlega að læra að stoppa og standa!
Annars verðlaunuðum við okkur með því að fara á Ara og fá okkur bjór. :)

Það er kominn miðvikudagur sem þýðir að það er alveg að koma helgi vííííí. Hrebbna ætlar að fara út á land.....allaleið til Ísafjarðar. Svona kveðja liðið þar og gá hvernig bjórinn smakkast á Vestfjörðum.

Í gær vorum ég og Katla að ræða það þegar ég yrði forsætisráðherra og hún forseti, mjög skemmtilegar umræður. Hún ætlar að opna Bessastaði meira fyrir almenning. Ég ætla að virkilega að taka til í stjórnsýslu landsins. Við erum að tala um það sem okkur langar að vera að gera eftir 30 til 40 ár.
Um daginn tilkynnti ég foreldrum mínum og stjórnmálafrænku að þegar ég yrði forsætisráðherra myndu hlutirnir breytast.....þau göptu af undrun yfir þessum metnað mínum. Hey ég ætla fyrst að verða umhverfisráðherra síðan flottasti forsætisráðherra sem heimurinn hefur séð ekkert múður!

þriðjudagur, júlí 09, 2002

ÞJÓÐHÁTÍÐ!!!!

Ég hef verið fastagestur á Þjóðhátíð í Eyjum undanfarin ár. Smá vandamál núna, mig langar feitast að fara....en ég er náttúrulega að fara út 9. ágúst.
Þá var hugmyndin að fara á sunnudeginum ná brekkusöngnum og einu sólarhringsfyllerí og borga brot af kostnaðinum sem helgin kostar. En hvernig á ég þá að redda mér heim á mánudag, og hvað ef ég verð veðurteppt eða eitthvað álíka skemmtilegt. Þráinn, Kiddi og Gaui skrifuðu undir samning um helgina að ef ég kem þá ætla þeir að blæða áfengið. Ansi góður díll þar.

En fátækir námsmenn geta ekki leyft sér svona dýrar ferðir......nú er það bara að drekka Fanta og bíða og vona. Bara verst að Fanta er svo vont.

Mig langar náttúrulega að kveðja landið með stæl og það væri tilvalið með að mæta á Þjóðhátíð what to do what to do????

Allar uppástungur um ódýrar leiðir að komast á þjóðhátíð vel þegnar póstið þær hér!



i'm a pup.what kinda pet are you?
quiz made by muna.



Voff voff???

i'm a mascara. what type of make up are you?
quiz made by muna.



Já já góðan daginn!

mánudagur, júlí 08, 2002


What Retard are you?



Jájá! ég held ég verð að fara að hætta þessu!






Er þetta gott eða vont???
Hey people!
Helgin búin og maður er kominn í vinnuna enn einu sinni....einungis 15 dagar eftir!!!
Steikt helgi!
Á föstudag var farið á útsölur....ég fann ekki neitt sem mig langaði. Eina sem ég keypti var kaffibolli og já fór í mjólkurbúðina. Síðan var bara tjillað með mömmu fyrir framan sjónvarpið. Horfði á djúpulaugina...hvernig stendur á því að fólk sem maður býst aldrei á ævinni sjá í þessum þætti er í honum og vinnur barasta? Gerði mest lítið allt kvöldið.

Má ég sofa aðeins lengur...
Mamma vekur mig klukkan átta....hún nennti ekki að vera vakandi ein og var á leiðinni til Eyja að ná í veiðimanninn mikla. Ég skoppa í vinnuna klukkan 12. Var að vonast eftir að enginn kúnni myndi láta sjá sig. Mér varð ekki að ósk minni. Bytturnar mættu í kaffi.... og það var ákveðið að fara alla leið inn í Heiðmörk að tjalda.

Verri en kerlingar
Loksins búin að vinna... finn svefnpokann og draslið og ég er tilbúin.... á fimm mínútum. Strákarnir hins vegar þurfa ansi marga klukkutíma. þannig að við stelpurnar sitjum og bíðum eftir þeim í nokkra klukkutíma. Ótrúlegt! Minns var farin að sko finna á mér...meðan ég var að bíða.
Förum í eðalbúðina kaupum í matinn....berjum gamla kerlingu og síðan er haldið í sveitina. Takið eftir Þráinn gleymdi klakanum....þó hann væri minntur á að taka hann.

Skemmtunin hefst!
Hendum tjöldunum niður og þá á að fara að grilla. Snillingurinn ég mundi eftir grillspaða í þetta skiptið. Eftir alla biðina var matarlystin eiginlega horfin. Bjórinn var betri! Ég er samt með undirritaðan samning um að ef ég mæti á Þjóðhátíð þá ætla Þráinn, Kiddi og Gaui að blæða áfengið.
Ég var rosalega ánægð yfir að þessar blessuðu vinkonur mínar nenntu loksins að fara á djammið. Sko þegar maður er farin að heyra setningar eins og Hrebbna en þú ert bara ein af strákunum, þá þarf maður greinilega að umgangast vinkonur sínar meira.

Drykkja og drykkjuleikir
Audda urðum við að fara í einhverskonar fyllerísleik. Sá sem flöskustúturinn lendir á..... (samt ekkert kynferðislegt sko) Meiri drykkja. Trúnó hér og þar. Gat verið! Síðan einhvern tíman ákveða helmingurinn af hópnum að kíkja á litlu krakkana hinum megin á svæðinu. Förum í smá fótbolta.... ég fékk fótboltann í mig og í kaupbæti kom fótur á eftir. Gaman að tala við svona litla krakka (þau voru 16 að verða 17) samt mér líður þá eins og ég sé bara orðin ellismellur. Þegar við komum aftur voru stelpurnar og Fúsi farin inn í tjald að sofa.....ætluðu að þykjast sko. En við náðum alveg að vekja þau. Við komum færandi hendi, blóm, lesefni og blaðra.

þýtur í laufi bálið brennur
Grillvökvi + kveikjari + helíumblaðra = kveikjuglaðir strákar.

Góð hugmynd???
Kristín og Þráinn fóru í smá göngu.... þráinn ætlar að ganga upp á eitthvað fjall. Kristín var í leit af sambandi á símanum sínum, svo hún gæti hringt í sinn ástkæra Bjarka. Þráinn tekur eitthvað flipp og fer að tala við blómin og tréin...how u doin! Kristín og Fúsi fara að leita að Þránni....hann var bara of upptekinn við að búa til lúpínublómavönd.
Allt í einu tek ég eftir að það er barasta sól en frekar kalt. Þannig mér finnst rosalega sniðugt að sofa úti. Ég er frekar sólbrunnin.

Where is everybody?
Þegar ég, Kiddi og Fúsi vöknum um ellefu sjáum við að það vantar eitt tjald. Og líka restina af fólkinu. Þórunn ákvað að fara heim um sjö um morguninn og Þráinn fór bara með. Byrjum að ganga frá. Ok þeir, ég lá í svefnpokanum og horfði á. Síðan tók ég til hendinni. Litlu börnin komu í heimsókn, gáfum þeim kók og kex þau þökkuðu fyrir sig: takk mamma. humpf! Síðan var bara farið heim. Rétt meikaði niður í rúmið mitt....þynnkan helltist svona gjörsamlega yfir mig.

Bío
Þegar ég vaknaði upp frá dauðanum, var ákveðið að fara í bíó á Sorority brothers....hló fullt þrátt fyrir slæma heilsu.

Nett skemmtileg helgi!

föstudagur, júlí 05, 2002

Veitingahúsagagnrýni....kvörtun

TGI FRIDAYS
Ég hef farið nokkrum sinnum á Fridays. Þar sem ég hef verið í Bandaríkjunum er þetta snilldar staður hvert sem maður fer. Í hvert einasta skipti dalar þetta þarna í Smáralind. Þeir mega nú eiga það að maturinn hefur nú yfirleitt verið góður en í þetta skipti brást það líka.Ég fékk einhverja kjúklingasamloku og hinir einhverjar samlokur eða hamborgara. Sósurnar gleymdust á allt. Einhver strákur á fermingaraldri reddaði þessu. Þegar þjónninn kom og spurði hvernig okkur líkaði allt....sagði ég henni að þetta væri ekki alveg nógu gott, kjúklingurinn væri þurrari en pappír, svarið frá henni var gott að heyra og hún gekk í burtu. Ég því miður gat ekki annað en hlegið yfir því hún þyrfti að vera svona ljóshærð! Ég á heima þarna við hliðina á þannig að það hefur verið svolítið hentugt að fara þangað en í hvert einasta sinn sem ég hef farið hefur eitthvað stórt atriði klikkað. Þar sem ég hef unnið á mörgum veitingastöðum skil ég ekki hvernig þessi staður getur ennþá látið þetta vera svona án þess að fara á hausinn.Kannski er það bara spurning um tíma. Ég ætla ekki að fara þangað aftur....ef mig langar á álíka stað þá fer ég á Ruby Tuesdays sem klikkar aldrei....allavega ekki hingað til.
Allir í fríi, ég er ein, síminn hringir ekki og ég er búin að skoða allar síður á netinu sem mér dettur í hug! í þokkabót er ég svöng en meika ekki að borða ristað brauð með osti einu sinni enn.

Which Sex and the City Player Are You? Find out @ She's Crafty


NEhh ekki satt!
Thank god its Friday!
Eini dagur vikunnar þar sem ég er ekki að vinna meira en 8 tíma....bara ljúft!
Helga var að tala um útsölur og ég tek undir.
Í dag ætlum ég og mamma að ráðast á útsölurnar..... úúúú! Sko það er schniiiild að versla með mömmu, hún finnur alltaf eitthvað sem ég þurfti einmitt á að halda en svo þarf maður stundum að hemja hana: nei mamma þig vantar ekki laxableikt pils með grænum doppum! Pabbi spyr alltaf þegar við komum úr útsöluleiðangri hvort hunda- eða kattamatur hafi nú ekki verið á tilboði því okkur vantar það svo ofboðslega mikið. Hey það gæti einhver með hund eða kött komið í heimsókn, ok ekki kött því þá hætti ég að geta andað og ég væri örugglega búin að myrða kvikindið áður en ég vissi af....en það er önnur saga. Nú er Gamli karlinn ekki í bænum þannig það halda okkur engin bönd! Ætli maður skipuleggi þetta ekki eftir póstnúmerum..... byrjum á 201 og svo 200 síðan 105 já endað á 101 náttúrulega á kaffihúsi.

If you´re feeling down.....SHOP!
Ég held að útsölur eða að versla almennt sé besta þunglyndislyf ever. Þegar maður er búin að versla sér eitthvað þá er maður svo ofboðslega happy og finnst maður hafa áorkað svo hrikalega miklu. Hættum að kaupa lyf látum þunglyndissjúklinga fá kreditkort sem þau þurfa ekki að borga af (ríkissjóður maður) og leyfið fólkinu að versla!

Crazyyyy
Ég veit ekki hvernig mútta fer að því en hún er alltaf að finna einhverja útsölumarkaði hér og þar. Stundum kemur fyrir að hún vekji mann á laugardagsmorgni (eftir mikið djamm) og segir flýttu þér við erum að fara á útsölu. Hefuru komið á útsölumarkað sem er rétt að byrja? Don´t ever go there! Það er sko ýtt og hrint og þetta er stórhættulegt. Maður er kannski að skoða bol eða eitthvað og hann er liggur við rifinn úr höndum þér. Full búð af brjáluðum konum í útsöluhugleiðingum. Ég held að ráneðli kvenna brjótist út á útsölum. Ég er ekki að djóka það er survival of the fittest ef maður fer á svona staði.... maður er í lífshættu!

fimmtudagur, júlí 04, 2002

Ég sá í fréttunum í gær að blokkflautur gera börn fráhverf frá tónlist.
Ok ég lærði á blokkflautu þegar ég var 6 ára og hef bara ekki síðan getað hugsað mér að læra á annað hljóðfæri. Ég var svo mikill snillingur á blokkflautuna mína að ég kunni að spila hluta af gamla nóa og síðan var etta notað til að lemja bróður minn með ef hann var ekki þægur. Þannig ef ég hefði ekki verið látin læra á blokkflautuna hefði ég getað orðið einhver þvílíkur píanósnillingur eða flottasti djass saxafónspilari ever.....en nei ég lærði á blokkflautu en hætti á toppnum þegar ég var búin að læra gamla nóa.....7 ára gömul. Ég á apparatið einhversstaðar ennþá.... eitt mest óspennandi hljóðfæri sem ég veit um.
Svaka stuð í gær.
Vinna og svo vinna aðeins meir og síðan vinna ennþá meir.
Svindl mér var boðið að fara í móttöku í ameríska sendiráðinu en ég þarf að vinna þannig ég kemst ekki. humpf! Nei nei í staðinn á bara að fara út að borða seinna í kvöld.

undeclared ennþá
Veistu ég held að það sé bara allt að smella með ferðina út.....nema ég á eftir að ákveða aðalfag! Ok ég veit þetta er mjög fáranlegt. Málið er ég er búin að ákveða að fara í umhverfisfræði en það er aukagráða svona til að byrja með þannig ég tek félagsvísindi eða hagfræði sem aðalfag til að byrja með. Nú er ég búin að vera að lesa slatta mikið í hagfræði mér til skemmtunar (ok aðallega til að fatta út á hvað þetta gengur) Virðist vera mjög intresant en náttúrulega félagsvísindin eru ekta ég. Æ vá hvað á ég að gera! Annaðhvort en samt hvort..... arg! sko ég stend betur með hagfræðina ef ég ætla að fara í sveitarstjórnarmál seinna en í hinu fæ ég meira metið af mínu námi.

Sálarkreppa?
Það eru örugglega fáir sem eru á leiðinni út en vita samt ekki alveg hvað þeir eru að fara að læra....ég er rugluð ég veit það vel. Ok ég er náttúrulega að fara út til að mennta mig en líka til að fara til útlanda og svo prófa að standa á eigin fótum í fyrsta sinn.

Grímuballið
Já það verður líklega hætt við blessaða grímuballið sem átti að vera um helgina....það eru allir að fara út úr bænum og ég má ekki drekka vegna lyfja. Ekkert gaman að halda partý og mega svo ekki sjálf detta í það..... hvað þá ef bestu vinir manns verða ekki á svæðinu.

miðvikudagur, júlí 03, 2002

Sykursjokk er svoooo gottt! Rolo og appelsín gera trixið!
Vikan hálfnuð......
Vá ég er ógislega skemmtileg....bara eiginlega skemmtilegust.....í augum þriggja ára barns. Skemmti mér alveg konunglega í barbí! Ég væri alveg til í að eiga krakka ef ég fengi eina svona. Að vísu væri ég alveg til í að sleppa við bleiur og svefnlausar nætur....bara hoppa beint í tveggja ára skeiðið.

Jæja enn fleiri fáranlegir draumar.....
Mjög skrítið þar sem yfirleitt dreymir mig ekki neitt og ef það gerist man ég það ekki.
Mig dreymdi að ég hefði misst þrjár tennur....nema hvað ég var að reyna að halda þeim á sínum stað og svo tala. Mjög fáranleg sjón. Versta við etta var að þetta var svo raunverulegt.
Næsti draumur. Ljónynjur úti um allt að passa börnin sín. Jæja allavega þetta var á einhverju svæði þar sem ég þurfti að vera þvælast. Einhver snillingur sagði að ef maður væri grafkyrr og það heyrðist ekki múkk frá manni þá réðust þær ekki á mann. Jæja ég hrasa og allt einu sé ég eina....ég ligg grafkyrr nema hvað ég þarf að hnerra.....upphefst mikill eltingarleikur. Man ekki meir.

Einstaklega skemmtilegt

Náði að rústa símanum sem ég er með í gær. Missti hann í vinnunni og skjárinn fór í eitthvað fokk. Úps! Þráinn á hann, en ég er með hann vegna þess hann er búinn að kaupa nýjan og ó já hann missti símann minn í bjórglas. Sko síminn hans virkar alveg....bara hluti af skjánum virkar ekki. Týpískt ég!

þriðjudagur, júlí 02, 2002

Vei skemmtilegur dagur í dag.... ég er í fríi frá hádegi þangað til ég fer í hina vinnuna klukkan 4. Ég ætla að vera besta frænka...eins og ég er alltaf. Passa Heklu, allavega drösla henni með mér út um allann bæ, á allar blessuðu stofnanirnar. Æ maður bara gefur henni bland í poka þá heyrist ekkert frá henni í langan tíma. Hún er samt svo mikið æði.

Einungis 20 vinnudagar þangað til ég hætti!

mánudagur, júlí 01, 2002

hóst hóst.....afsakið aðeins....já þú varst að segja....nei bíddu aðeins...hóst hóst. Skemmtilegt að tala við mig í símann í dag.

Oh einungis 13 tíma vinnudagur í dag.......
click to take it!


Ekki alveg ég en hversu nákvæm eru þessi próf eiginlega......þetta er í raun þveröfugt við mig.
Búið að pynta mig.....ekki sátt. Var að fá sprautu og ég vissi ekki einu sinni að ég þyrfti að fá hana. SVINDL!!! ekki gaman að vera með fóbíu og svo allt í einu þurfa að horfast í augu við þetta litla skrímsli....þeas sprautuna.
OK helgin liðin og audda er frá fullt af veseni að segja.... búin að ákveða að gera mig að fífli á hverju einasta djammi þangað til ég fer út. Tókst það um helgina. Hrebbna gerir skandala heitir þemaið í sumar!

Helgin
Á föstudag var ég búin að ákveða að vera voðalega róleg. En þá kom Katla beib í heimsókn og bauð mér í eitthvað partý hjá Starfsfólki kirkjugarðanna. Ég var ekki alveg á því að fara strax en sló svo til. Síðan mætti ég heim til hennar og það var byrjað að djúsa. ÚFF! Þegar við vorum komnar í partýið leit ég í kringum mig og sá að ég var virkilega ellismellur þarna inni.... smá þambdrykkja hjá mér og Kötlu...Hera var bara góð (að skima eftir álitlegu höstli ;) Katla var orðin ískyggilega drukkin. Hera búin að höstla og well ég bara ég. Vei þarna sé ég eitthvað fólk sem ég þekki.

Twilight zone
Tóti, Kjarri og Guðni fer aðeins að ræða við þá.... vei fólk á mínum aldri. Býð þeim á grímuballið næstu helgi.... já þeir spyrja eitthvað tilefni ég alveg já svona afmælis-kveðju-sumar-teiti. ÞAð var alveg já hvað ertu að flytja? Já ég er að fara til Florida í skóla....humm hann heitir FAU. Þeir alveg þú ert að djóka er þaggi.... ég alveg nei. Allavega þá kemur í ljós að Guðni og Tóti eru líka að fara í haust í þennan skóla. Fáranlegt af öllu fólki á Íslandi þá þekki ég þá. Æ vá mér brá allavega feitast. Skólinn var búinn að segja mér að ég væri sú eina sem er að fara í skólann í haust frá Íslandi. Búin að plana djamm 10. ágúst úti með þeim :D byttuskapurinn heldur áfram.

Komið niður í bæ
Förum á Ara því strákarnir mínir eru þar. Katla send heim vegna ofurölvunar og Hera fer líka heim. Tek aðeins höstlið hennar í gegn....þú veist vinkonuræðan: ef þú ferð illa með hana þá á hún ansi mikið af vinum sem færu þá illa með þig. Þannig enn og aftur var það ég og strákarnir á djamminu. Skandalaðist aðeins... Fórum út um allt í bænum! Hrebbna vibbalega full. Man samt næstum eftir öllu.

Vakna
Man að vísu ekki hvenær ég fór að sofa...en vakna um 11 reyna að redda mér fari heim... Eva snillingur er svo góð að sækja mig. Mamma vakandi þegar ég kem og dregur mig í golf. Fékk að vísu að fara í sturtu og svona en alveg full ennþá og dregin í golf. Ekki alveg það sem ég vildi. Ekkert smá erfitt!

Hanga í þynnku
Ok seinna förum ég og Katla og sækjum bílinn hennar. Ákveðum að taka nettann sukkvideóþema. Keyptum viðbjóðslega mikið af nammi og snakki og kóki og bjór og nokkrar spólur. Láum eins og skötur í sófanum. Þangað til ég varð veik. Gubbupestin aftur....og hálsbólga og hiti og kvef og þynnka og hausverkur.....ógeðslegt saman. Lá í rúminu allann daginn í gær líka. Er nú á leiðinni til læknis.

Disney Princesses
Which of the Disney Princesses are you?




Úr hvaða teiknimynd er etta eiginlega?