miðvikudagur, júlí 03, 2002

Vikan hálfnuð......
Vá ég er ógislega skemmtileg....bara eiginlega skemmtilegust.....í augum þriggja ára barns. Skemmti mér alveg konunglega í barbí! Ég væri alveg til í að eiga krakka ef ég fengi eina svona. Að vísu væri ég alveg til í að sleppa við bleiur og svefnlausar nætur....bara hoppa beint í tveggja ára skeiðið.

Jæja enn fleiri fáranlegir draumar.....
Mjög skrítið þar sem yfirleitt dreymir mig ekki neitt og ef það gerist man ég það ekki.
Mig dreymdi að ég hefði misst þrjár tennur....nema hvað ég var að reyna að halda þeim á sínum stað og svo tala. Mjög fáranleg sjón. Versta við etta var að þetta var svo raunverulegt.
Næsti draumur. Ljónynjur úti um allt að passa börnin sín. Jæja allavega þetta var á einhverju svæði þar sem ég þurfti að vera þvælast. Einhver snillingur sagði að ef maður væri grafkyrr og það heyrðist ekki múkk frá manni þá réðust þær ekki á mann. Jæja ég hrasa og allt einu sé ég eina....ég ligg grafkyrr nema hvað ég þarf að hnerra.....upphefst mikill eltingarleikur. Man ekki meir.

Einstaklega skemmtilegt

Náði að rústa símanum sem ég er með í gær. Missti hann í vinnunni og skjárinn fór í eitthvað fokk. Úps! Þráinn á hann, en ég er með hann vegna þess hann er búinn að kaupa nýjan og ó já hann missti símann minn í bjórglas. Sko síminn hans virkar alveg....bara hluti af skjánum virkar ekki. Týpískt ég!

Engin ummæli: