föstudagur, júlí 19, 2002

Nú er maður gjörsamlega endurnærður! Ég fór snemma að sofa í gær og það var bara ljúft.
Mig langar klikk mikið í golf en meistaramótið er í fullum gír þannig það er krökt á öllum völlum bæði þeim sem mótin eru og þeim sem þau eru ekki. Kannski maður láti sig bara hafa það og bíða á hverjum teig og allt það. Það er frekar langt síðan ég hef farið.

Já já það er barasta kominn föstudagur... en Hrebbna ætlar ekki að gera neitt sem flokkast undir djamm. Ég er náttúrulega að vinna um helgina á kaffihúsinu og það er barasta ekkert gaman að vera þunn í vinnunni. Ætli maður nýti ekki tímann í að pakka smá, aðallega henda drasli.

Alveg ótrúlegt hvað maður sankar að sér miklu rusli. Það eru bara nokkur ár síðan við fluttum í húsið en samt er etta örugglega meira drasl en þegar við fluttum úr mosgerðinu.
Ok það er leirdrasl út um allt síðan það var aðaláhugamálið, bæði óbrenndur en þó mótaður leir (átti að þurrka hann sko í nokkrar vikur...) og allskonar tæki og tól til að móta með. Svo eru golftee og kúlur um allt herbergi. Já já og efnin þegar ég ætlaði að vera svaka dugleg að sauma. Söfnunaráráttan alveg á hreinu glös og kaffistell í massavís. Svo ekki sé talað um blöð, tímarit og glósur (ég gæti þurft að nota glósurnar mínar síðan í 8.bekk...je ræt) Fann meira að segja ritgerð sem ég skrifaði þegar ég var 12 ára og í já allar sögurnar og ljóðin síðan ég ætlaði að vera svaka rithöfundur. Ég er þó búin að setja kjólana og búningana, sem ég var sannfærð um mundi nýtast í eitthvert leikritið sem ég léki í, ofan í kassa. Hvaða dæmi er þetta eiginlega hjá mér að henda ekki neinu....ég held alltaf að þetta gæti komið að notum seinna...en það hefur sjaldnast verið tilfellið.

Engin ummæli: