fimmtudagur, júlí 04, 2002

Svaka stuð í gær.
Vinna og svo vinna aðeins meir og síðan vinna ennþá meir.
Svindl mér var boðið að fara í móttöku í ameríska sendiráðinu en ég þarf að vinna þannig ég kemst ekki. humpf! Nei nei í staðinn á bara að fara út að borða seinna í kvöld.

undeclared ennþá
Veistu ég held að það sé bara allt að smella með ferðina út.....nema ég á eftir að ákveða aðalfag! Ok ég veit þetta er mjög fáranlegt. Málið er ég er búin að ákveða að fara í umhverfisfræði en það er aukagráða svona til að byrja með þannig ég tek félagsvísindi eða hagfræði sem aðalfag til að byrja með. Nú er ég búin að vera að lesa slatta mikið í hagfræði mér til skemmtunar (ok aðallega til að fatta út á hvað þetta gengur) Virðist vera mjög intresant en náttúrulega félagsvísindin eru ekta ég. Æ vá hvað á ég að gera! Annaðhvort en samt hvort..... arg! sko ég stend betur með hagfræðina ef ég ætla að fara í sveitarstjórnarmál seinna en í hinu fæ ég meira metið af mínu námi.

Sálarkreppa?
Það eru örugglega fáir sem eru á leiðinni út en vita samt ekki alveg hvað þeir eru að fara að læra....ég er rugluð ég veit það vel. Ok ég er náttúrulega að fara út til að mennta mig en líka til að fara til útlanda og svo prófa að standa á eigin fótum í fyrsta sinn.

Grímuballið
Já það verður líklega hætt við blessaða grímuballið sem átti að vera um helgina....það eru allir að fara út úr bænum og ég má ekki drekka vegna lyfja. Ekkert gaman að halda partý og mega svo ekki sjálf detta í það..... hvað þá ef bestu vinir manns verða ekki á svæðinu.

Engin ummæli: