miðvikudagur, júlí 10, 2002

Fékk smá skammir yfir mig áðan vegna eyðslusemi minnar. Ég eyði ekkert miklu það er bara hrikalega dýrt að vera til. Foreldrar mínir eru bara ekki að fatta það. Hlutirnir eru ekki eins og þegar þau voru ung.

Æ vá mér finnst ég ekki eyða miklu, gæti alveg vel hugsað mér að eyða meiru! Og svo í til að bæta á skammirnar skar ég mig á blaði......búhúhú ég á bágt!

Nei annars er ég komin með flugmiðann, er bara að bíða eftir að Lín drullist til að senda mér lánaáætlun og þá get ég gengið frá visa-árituninni. Happy, happy, joy, joy!

Engin ummæli: