föstudagur, júlí 05, 2002

Veitingahúsagagnrýni....kvörtun

TGI FRIDAYS
Ég hef farið nokkrum sinnum á Fridays. Þar sem ég hef verið í Bandaríkjunum er þetta snilldar staður hvert sem maður fer. Í hvert einasta skipti dalar þetta þarna í Smáralind. Þeir mega nú eiga það að maturinn hefur nú yfirleitt verið góður en í þetta skipti brást það líka.Ég fékk einhverja kjúklingasamloku og hinir einhverjar samlokur eða hamborgara. Sósurnar gleymdust á allt. Einhver strákur á fermingaraldri reddaði þessu. Þegar þjónninn kom og spurði hvernig okkur líkaði allt....sagði ég henni að þetta væri ekki alveg nógu gott, kjúklingurinn væri þurrari en pappír, svarið frá henni var gott að heyra og hún gekk í burtu. Ég því miður gat ekki annað en hlegið yfir því hún þyrfti að vera svona ljóshærð! Ég á heima þarna við hliðina á þannig að það hefur verið svolítið hentugt að fara þangað en í hvert einasta sinn sem ég hef farið hefur eitthvað stórt atriði klikkað. Þar sem ég hef unnið á mörgum veitingastöðum skil ég ekki hvernig þessi staður getur ennþá látið þetta vera svona án þess að fara á hausinn.Kannski er það bara spurning um tíma. Ég ætla ekki að fara þangað aftur....ef mig langar á álíka stað þá fer ég á Ruby Tuesdays sem klikkar aldrei....allavega ekki hingað til.

Engin ummæli: