fimmtudagur, júlí 18, 2002

Fór í bíó í gær á mjög fyndna ég-þarf-ekki-að-hugsa-mynd...Van Wilder. Við hlógum eins og vitleysingar, ég, Eva, Þráinn, Rannveig og Gaui. Mjög fyndið enginn borgaði fyrir miða...Vinnan hennar Evu gaf henni tvo miða (og hún bauð mér...takk Eva) og svo voru hinir spassarnir með Bíokort. Allavega hlegið og hlegið...þangað til kemur að einu atriðinu sem mér fannst alveg mátt sleppa. Ég kúgaðist og kúgaðist (en ég er náttúrulega alveg hrikalega klígugjörn). Svona hálf eyðilagði hláturstemminguna sem var komin.

vá það er bara kominn fimmtudagur... ljúft. Á morgun er föstudagur uppáhaldsdagurinn minn fyrir utan laugardaga og sunnudaga (samt ekki sunnudaga, eyði þeim of oft í þynnku). Það á sko að taka hlutina rólega um helgina... ég er að vinna á the coffeehouse( KAffi Prestó) þannig allir mæta þangað. Ég lofa góðum kaffidrykkjum, enn betri kokteilum og massa góðum þynnkubönum! Úúú ég ætti að fara að búa til auglýsingar. Hvað ætlar liðið að bralla um helgina?

Engin ummæli: