mánudagur, júlí 08, 2002

Hey people!
Helgin búin og maður er kominn í vinnuna enn einu sinni....einungis 15 dagar eftir!!!
Steikt helgi!
Á föstudag var farið á útsölur....ég fann ekki neitt sem mig langaði. Eina sem ég keypti var kaffibolli og já fór í mjólkurbúðina. Síðan var bara tjillað með mömmu fyrir framan sjónvarpið. Horfði á djúpulaugina...hvernig stendur á því að fólk sem maður býst aldrei á ævinni sjá í þessum þætti er í honum og vinnur barasta? Gerði mest lítið allt kvöldið.

Má ég sofa aðeins lengur...
Mamma vekur mig klukkan átta....hún nennti ekki að vera vakandi ein og var á leiðinni til Eyja að ná í veiðimanninn mikla. Ég skoppa í vinnuna klukkan 12. Var að vonast eftir að enginn kúnni myndi láta sjá sig. Mér varð ekki að ósk minni. Bytturnar mættu í kaffi.... og það var ákveðið að fara alla leið inn í Heiðmörk að tjalda.

Verri en kerlingar
Loksins búin að vinna... finn svefnpokann og draslið og ég er tilbúin.... á fimm mínútum. Strákarnir hins vegar þurfa ansi marga klukkutíma. þannig að við stelpurnar sitjum og bíðum eftir þeim í nokkra klukkutíma. Ótrúlegt! Minns var farin að sko finna á mér...meðan ég var að bíða.
Förum í eðalbúðina kaupum í matinn....berjum gamla kerlingu og síðan er haldið í sveitina. Takið eftir Þráinn gleymdi klakanum....þó hann væri minntur á að taka hann.

Skemmtunin hefst!
Hendum tjöldunum niður og þá á að fara að grilla. Snillingurinn ég mundi eftir grillspaða í þetta skiptið. Eftir alla biðina var matarlystin eiginlega horfin. Bjórinn var betri! Ég er samt með undirritaðan samning um að ef ég mæti á Þjóðhátíð þá ætla Þráinn, Kiddi og Gaui að blæða áfengið.
Ég var rosalega ánægð yfir að þessar blessuðu vinkonur mínar nenntu loksins að fara á djammið. Sko þegar maður er farin að heyra setningar eins og Hrebbna en þú ert bara ein af strákunum, þá þarf maður greinilega að umgangast vinkonur sínar meira.

Drykkja og drykkjuleikir
Audda urðum við að fara í einhverskonar fyllerísleik. Sá sem flöskustúturinn lendir á..... (samt ekkert kynferðislegt sko) Meiri drykkja. Trúnó hér og þar. Gat verið! Síðan einhvern tíman ákveða helmingurinn af hópnum að kíkja á litlu krakkana hinum megin á svæðinu. Förum í smá fótbolta.... ég fékk fótboltann í mig og í kaupbæti kom fótur á eftir. Gaman að tala við svona litla krakka (þau voru 16 að verða 17) samt mér líður þá eins og ég sé bara orðin ellismellur. Þegar við komum aftur voru stelpurnar og Fúsi farin inn í tjald að sofa.....ætluðu að þykjast sko. En við náðum alveg að vekja þau. Við komum færandi hendi, blóm, lesefni og blaðra.

þýtur í laufi bálið brennur
Grillvökvi + kveikjari + helíumblaðra = kveikjuglaðir strákar.

Góð hugmynd???
Kristín og Þráinn fóru í smá göngu.... þráinn ætlar að ganga upp á eitthvað fjall. Kristín var í leit af sambandi á símanum sínum, svo hún gæti hringt í sinn ástkæra Bjarka. Þráinn tekur eitthvað flipp og fer að tala við blómin og tréin...how u doin! Kristín og Fúsi fara að leita að Þránni....hann var bara of upptekinn við að búa til lúpínublómavönd.
Allt í einu tek ég eftir að það er barasta sól en frekar kalt. Þannig mér finnst rosalega sniðugt að sofa úti. Ég er frekar sólbrunnin.

Where is everybody?
Þegar ég, Kiddi og Fúsi vöknum um ellefu sjáum við að það vantar eitt tjald. Og líka restina af fólkinu. Þórunn ákvað að fara heim um sjö um morguninn og Þráinn fór bara með. Byrjum að ganga frá. Ok þeir, ég lá í svefnpokanum og horfði á. Síðan tók ég til hendinni. Litlu börnin komu í heimsókn, gáfum þeim kók og kex þau þökkuðu fyrir sig: takk mamma. humpf! Síðan var bara farið heim. Rétt meikaði niður í rúmið mitt....þynnkan helltist svona gjörsamlega yfir mig.

Bío
Þegar ég vaknaði upp frá dauðanum, var ákveðið að fara í bíó á Sorority brothers....hló fullt þrátt fyrir slæma heilsu.

Nett skemmtileg helgi!

Engin ummæli: