miðvikudagur, júlí 10, 2002

Ég var brjálæðislega dugleg í gær! Ég og Katla beib fórum á línuskauta. Við vorum geðveikt flottar. Fórum alveg frá Suðurhlíðaskóla að kaffi Nauthól (tókum smááá ogguponsu stutta pásu) og svo tilbaka. Það stendur til að fara svoldið oftar í sumar. Katla var nú með einhverjar geðsýkis leiðarlýsingar. Sko áður en við förum að taka maraþon á línuskautum þá verðum við eiginlega að læra að stoppa og standa!
Annars verðlaunuðum við okkur með því að fara á Ara og fá okkur bjór. :)

Það er kominn miðvikudagur sem þýðir að það er alveg að koma helgi vííííí. Hrebbna ætlar að fara út á land.....allaleið til Ísafjarðar. Svona kveðja liðið þar og gá hvernig bjórinn smakkast á Vestfjörðum.

Í gær vorum ég og Katla að ræða það þegar ég yrði forsætisráðherra og hún forseti, mjög skemmtilegar umræður. Hún ætlar að opna Bessastaði meira fyrir almenning. Ég ætla að virkilega að taka til í stjórnsýslu landsins. Við erum að tala um það sem okkur langar að vera að gera eftir 30 til 40 ár.
Um daginn tilkynnti ég foreldrum mínum og stjórnmálafrænku að þegar ég yrði forsætisráðherra myndu hlutirnir breytast.....þau göptu af undrun yfir þessum metnað mínum. Hey ég ætla fyrst að verða umhverfisráðherra síðan flottasti forsætisráðherra sem heimurinn hefur séð ekkert múður!

Engin ummæli: