föstudagur, júlí 12, 2002

Snillingurinn Hrebbna!
Ég læsti bíllyklunum mínum inni í bíl í gær, náttúrulega allt dótið mitt með; sími, veski og allt hitt. Ég fékk hálfgert sjokk því ég var eiginlega viss um að hinn lykillinn væri í töskunni minni.....inni í bílnum, en sem betur fer ekki!
Hitti Evu og Helenu fékk mér kaffibolla með þeim á Súfistanum. Tvöfaldur expresso með smá kanil....mmmmm gott.

Brunaði heim að laga til.
Shit herbergið mitt er fullt af kössum. Fataskápurinn og kommóðan næstum tóm. Taskan komin undir rúm, farin að setja í hana drasl sem ég nota ekki hér heima en nota úti. Svo henti ég klikk mikið af ónýtum fötum og svo setti fullt í kassa. Nú er virkilega kominn "er að flytja" fílingurinn. Mamma er mun stressaðari en ég. Reyndar held ég að hún sé að fara á taugum. Farin að eypa á mig við minnsta tilefni.

Díonýsus
Við hittumst öll á Players í gærkveldi. Mjög nett tjill stemming. Bjór og pool. Síðan var haldið heim á leið þegar ég var við það að sofna fram á borðið. Jæja nú ætla ég að fara að gera eitthvað af viti.

Engin ummæli: