þriðjudagur, júlí 23, 2002

Fór í ameríska sendiráðið áðan...þvílíkt vesen til að fá eitt blað. Tæmdu alla vasa! labba í gegnum svona tæki sem veldur krabbameini (örugglega)... ég eitthvað hrikalega utan við mig, læt hann fá töskuna mína, labba í gegn og allt fer að pípa. Tæmi vasana ég náttúrulega með fullt af lyklum, símann minn og nokkra penna í vasanum, plús fullt af einhverju rusli. Hoppa niður eina tröppu fæ blaðið og til baka. Tók innan við hálfa minútu að ná í blaðið sjálft þegar ég var búin að láta skanna mig.

Lín eitthvað bara ákveða sjálfir hvað ég ætla að læra, breyttu bara faginu og sögðu að ég væri á leiðinni í umhverfis og byggingaVERKfræði, ekki séns! Fór og lét laga það, konan í afgreiðslunni þar fer bráðum að þekkja mig með nafni alltaf eitthvað vesen á mér. Þeir nebblileg breyttu líka eftir sínum hentugleika bankareikningsnúmerinu, eða sko útibúsnúmerinu. Alveg ótrúlegt.

Annars er ég búin að fá að vita nafnið á herbergisfélaganum mínum tilvonandi, hún heitir Promise (já loforð) V Hutton og er frá Miami. Gvuð ég sé bara fyrir mér ljósku með æði fyrir bleiku og þráir ekkert annað en að komast í klappstýruliðið! Clueless fílingurinn í tætlur. En vá ég get rétt ímyndað mér sjokkið sem hún hefur fengið! Einhver Hrebbna frá Íslandi. Heldur örugglega að ég sé eskimói eða eitthvað álíka fáranlegt.

Engin ummæli: