föstudagur, júlí 05, 2002

Thank god its Friday!
Eini dagur vikunnar þar sem ég er ekki að vinna meira en 8 tíma....bara ljúft!
Helga var að tala um útsölur og ég tek undir.
Í dag ætlum ég og mamma að ráðast á útsölurnar..... úúúú! Sko það er schniiiild að versla með mömmu, hún finnur alltaf eitthvað sem ég þurfti einmitt á að halda en svo þarf maður stundum að hemja hana: nei mamma þig vantar ekki laxableikt pils með grænum doppum! Pabbi spyr alltaf þegar við komum úr útsöluleiðangri hvort hunda- eða kattamatur hafi nú ekki verið á tilboði því okkur vantar það svo ofboðslega mikið. Hey það gæti einhver með hund eða kött komið í heimsókn, ok ekki kött því þá hætti ég að geta andað og ég væri örugglega búin að myrða kvikindið áður en ég vissi af....en það er önnur saga. Nú er Gamli karlinn ekki í bænum þannig það halda okkur engin bönd! Ætli maður skipuleggi þetta ekki eftir póstnúmerum..... byrjum á 201 og svo 200 síðan 105 já endað á 101 náttúrulega á kaffihúsi.

If you´re feeling down.....SHOP!
Ég held að útsölur eða að versla almennt sé besta þunglyndislyf ever. Þegar maður er búin að versla sér eitthvað þá er maður svo ofboðslega happy og finnst maður hafa áorkað svo hrikalega miklu. Hættum að kaupa lyf látum þunglyndissjúklinga fá kreditkort sem þau þurfa ekki að borga af (ríkissjóður maður) og leyfið fólkinu að versla!

Crazyyyy
Ég veit ekki hvernig mútta fer að því en hún er alltaf að finna einhverja útsölumarkaði hér og þar. Stundum kemur fyrir að hún vekji mann á laugardagsmorgni (eftir mikið djamm) og segir flýttu þér við erum að fara á útsölu. Hefuru komið á útsölumarkað sem er rétt að byrja? Don´t ever go there! Það er sko ýtt og hrint og þetta er stórhættulegt. Maður er kannski að skoða bol eða eitthvað og hann er liggur við rifinn úr höndum þér. Full búð af brjáluðum konum í útsöluhugleiðingum. Ég held að ráneðli kvenna brjótist út á útsölum. Ég er ekki að djóka það er survival of the fittest ef maður fer á svona staði.... maður er í lífshættu!

Engin ummæli: