föstudagur, júlí 26, 2002

Ú je beibí! Föstudagsfílingur í tætlur! Fór í gær að sjá Men in Black. Bara góð mynd! Gyðilíus kom með mér, en hún hafði aldrei farið í eðalbíoið. Ég held hún hafi fílað það ágætlega.

í kveld er saumó hjá mér. Eftir vinnu þarf Hrebbna sem sagt að fara að baka og læti. Betty Crocker reddar málunum. úff það verður sko fuglabjarg í lagi, því við erum orðnar 16 stk í þessum saumaklúbb. En alltaf gaman að heyra nýjasta slúðrið og audda allt um brjóstagjöf og barnatennur og allt það sem fylgir barneignum og íbúðainnréttingum.

Annað kvöld stefnir í Uberdjamm að hætti Díonýsusar. Við munum biðja til okkar almáttugs áfengisguðs. Færa honum fórnir og svona. Ég ætlast til að þeir sem ég þekki hitti mig allavega á djamminu my last one guys!

Bara 3 dagar eftir á skrifstofunni og 4 í skúringum og ég fer eftir 2 vikur. Shit!

Engin ummæli: