sunnudagur, júlí 21, 2002

Ég á alls ekki að horfa á hryllingsmyndir.... ég og Gyðilíus horfðum á What lies beneath í gær. Ég öskraði eins og vitleysingur (já já enda slóðinn á þessari síðu vitleysingur...) og nú mun ég eiga erfitt með svefn næstu vikur. Ég er manneskjan sem öskraði og var geðveikt hrædd á grínmyndinni Idle Hands (æ þú veist um uppvakninga) Ég er enn að fá martraðir um trúða, Stephen King plús trúðar þegar maður er tíu ára ekki góð blanda. Djö held ég að maður þarf að vera í andlegu og tilfinningalegu ójafnvægi til að gera svona vibba myndir. Ekki fleiri fyrir mig nei takk...ég skal bara halda mig við Clueless og Legally Blond.

Engin ummæli: