Aldrei kaupa ódýrar fiskvörur í ameríku!! Keypti svo fiskstauta í búðarferðinni miklu um daginn. Var farin að hlakka alveg óskaplega til að fá mér fisk.... ég get svarið þetta var fiskislor með brauðmylsnu utan á. ALGER VIBBI! Þannig ég henti þeim bara öllum fékk mér í staðinn salat síðan í gær.
Geggjað gaman í gær það mættu bara allt i einu fullt af fólki í heimsókn til okkar Val. Þannig það var pöntuð pítsa og útbúið salat og svona með... aldrei áður hef ég smakkað pítsu með spínati, eggaldin og sólþurrkuðum tómötum!! Að vísu var önnur venjuleg með. En gvuð þetta var furðulegt.
Thanksgiving er eftir nokkra daga sem þýðir partýin fyrir próf og fullt af fríi og frí fyrir próf og fullt af partýum. Innflutningsteiti hjá Jon og þeim félögum á laugardag.
Já fór um helgina í bíó á Gothika... ágætis mynd en hefði mátt gera betri söguþráðurinn er mergjaður en hefði mátt gera meira úr hlutunum. En mæli samt með henni. Sá einnig einstaklega furðulega mynd í sjónvarpinu sem heitir held ég TAPE og hún gerist öll í einu herbergi og bara með þremur karakterum. Sem sagt bara kjaftagangur fram og tilbaka... en samt góð mynd.
Og hafiði það!
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
föstudagur, nóvember 21, 2003
Ó já fór loks útí búð í gær....
Gaman að horfa inní ískáp og sjá ekki myglað grænmeti og kekkjótta sojamjólk. Jon var voðalega glaður þegar ég eldaði í gærkveldi.
Eldaði ógeðslega gott pasta.... Carbonara á minn hátt... sko ekkert beikon né skinka... kjúlli í staðinn og svo bætti ég við slatta af grænmeti. MMMMM þetta var svooo gott (er ennþá) bjó sko til svo mikið að það hefði nægt í heila herdeild. Þannig það fá allir að éta þetta þangað til etta er búið. Svo bakaði ég meira að segja brauð með.
Oh ég er svooooo mikil húsmóðir!!
hey já svo fann ég geggjaða jógúrt sem bragðast næstum eins og skyr... .mergjað góð.... La Creme frá Dannon is da zhit!
Og hafiði það!
Gaman að horfa inní ískáp og sjá ekki myglað grænmeti og kekkjótta sojamjólk. Jon var voðalega glaður þegar ég eldaði í gærkveldi.
Eldaði ógeðslega gott pasta.... Carbonara á minn hátt... sko ekkert beikon né skinka... kjúlli í staðinn og svo bætti ég við slatta af grænmeti. MMMMM þetta var svooo gott (er ennþá) bjó sko til svo mikið að það hefði nægt í heila herdeild. Þannig það fá allir að éta þetta þangað til etta er búið. Svo bakaði ég meira að segja brauð með.
Oh ég er svooooo mikil húsmóðir!!
hey já svo fann ég geggjaða jógúrt sem bragðast næstum eins og skyr... .mergjað góð.... La Creme frá Dannon is da zhit!
Og hafiði það!
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Oh mig langar svo að breyta útlitinu á þessari síðu en kann barasta ekki nóg í þessum málefnum.... Dabbi bróðir hunsar mig bara þegar ég bið hann um hjálp og Jon svarar mér ekki eða segist ekki kunna þetta!!!! Hvað er að þessu fólki??? Mér finnst þeir eigi að vera góðir við mig og gera allt sem ég segi... því ég er svo skemmtileg.
Annars breytti ég útlitinu á ensku-síðunni minni í gær en eitthvað virðist það virka illa.... nebblilega aðal kúlið á þeirri síðu er mynd af teiknimyndagellu í horninu en hún dettur alltaf út.
Og hafiði það!
Annars breytti ég útlitinu á ensku-síðunni minni í gær en eitthvað virðist það virka illa.... nebblilega aðal kúlið á þeirri síðu er mynd af teiknimyndagellu í horninu en hún dettur alltaf út.
Og hafiði það!
Vei vei vei
Var að fá niðurstöður úr CLAST prófinu hræðilega! Ég náði öllu fékk meira að segja 100% á sumum stærðfræðihlutunum (eins ótrúlegt og það virðist) O já Clast er stöðupróf sem þarf að taka til að fá að útskrifast en maður tekur það á junior árinu sínu.
Ótrúlegt hvað maður getur fundið í skápunum sínum... það var sko campells sveppasúpa (hún kom út soldið furðulega en var allt í lagi) síðan bjó ég til túnfiskssalat (notaði meira að segja blaðlaukinn og celeríið sem lá undir skemmdum) og svo tók ég út pítubrauðið sem var í frystinum (ég held það hafi verið soldið skemmt var smá svona "ég er alveg að fara að mygla bragð" Besti parturinn af þessari þvílíku máltíð.... vatnið sem ég drakk með! Ég verð að fara að versla í matinn, en nenni því ekki! Samt fór ég út á bensínstöð loksins í dag og keypti vatn og íste.... en sko í nokkra daga hefur eina sem til hefur verið að drekka innihaldið etanól.... á nóg af rauðvíni, hvítvíni og gini og tequila og baileys. (og ég get ekki einu sinni drukkið tequila!!)
Allt vestfjarðarklanið er víst á leiðinni að nafla alheimsins.... Bakkasmára! Mamma og Pabbi bíða eftir að Árni og Jóhanna lendi svo Árni geti skrifað upp á valíum fyrir þau.... muhahahah. En eina umræðuefnið í Bakkasmára þessa dagana er nýi gervihnattadiskurinn. Eins gott ég fái símhringingu úr Kópavoginum um helgina!
Eva er best í heimi hún sendi mér bréf!
Humm það er rigning úti er að spá í að stelast til að reykja eina sígó inni í herberginu mínu. hehehe
Og hafiði það!
Var að fá niðurstöður úr CLAST prófinu hræðilega! Ég náði öllu fékk meira að segja 100% á sumum stærðfræðihlutunum (eins ótrúlegt og það virðist) O já Clast er stöðupróf sem þarf að taka til að fá að útskrifast en maður tekur það á junior árinu sínu.
Ótrúlegt hvað maður getur fundið í skápunum sínum... það var sko campells sveppasúpa (hún kom út soldið furðulega en var allt í lagi) síðan bjó ég til túnfiskssalat (notaði meira að segja blaðlaukinn og celeríið sem lá undir skemmdum) og svo tók ég út pítubrauðið sem var í frystinum (ég held það hafi verið soldið skemmt var smá svona "ég er alveg að fara að mygla bragð" Besti parturinn af þessari þvílíku máltíð.... vatnið sem ég drakk með! Ég verð að fara að versla í matinn, en nenni því ekki! Samt fór ég út á bensínstöð loksins í dag og keypti vatn og íste.... en sko í nokkra daga hefur eina sem til hefur verið að drekka innihaldið etanól.... á nóg af rauðvíni, hvítvíni og gini og tequila og baileys. (og ég get ekki einu sinni drukkið tequila!!)
Allt vestfjarðarklanið er víst á leiðinni að nafla alheimsins.... Bakkasmára! Mamma og Pabbi bíða eftir að Árni og Jóhanna lendi svo Árni geti skrifað upp á valíum fyrir þau.... muhahahah. En eina umræðuefnið í Bakkasmára þessa dagana er nýi gervihnattadiskurinn. Eins gott ég fái símhringingu úr Kópavoginum um helgina!
Eva er best í heimi hún sendi mér bréf!
Humm það er rigning úti er að spá í að stelast til að reykja eina sígó inni í herberginu mínu. hehehe
Og hafiði það!
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Hola amigos!
Jæja ég hef ekki nennt að skrifa í langan tíma.
Þátturinn:
ég ætlaði að verða súperstjarna! Sko málið var butlerinn hennar Díönu prinsessu (Paul Burrell) var þarna að tala um nýju bókina sína og það varð allt vitlaust í kringum hann. Ógeðslega fyndið hann var með lífverði og alles. En það var ákveðið að hafa allann þáttinn um hann. En þátturinn minn á að vera í vikunni! En þetta er voðalega næs gaur og ég skil ekki allt þetta fólk sem er á móti honum... hann hefur ekki sagt neitt slæmt um konungsfjölskylduna eða neitt.
Leiðin heim:
Ok mjög sneddí var búin að fá leiðbeiningar frá Veronica en hún komst ekki með þannig ég og Kim (sem er ekki frá Florida) keyrðum eftir þessum leiðbeiningum. Ok okkur fannst svoldið skrítið hvað það voru engin exit á leiðinni. En við héldum bara áfram keyri keyri keyri keyri. Ok sjáum skilti sem segir við séum í Alligator ally. Humm ekki gott. Ég fer að skoða vegakortið og ó já við vorum á þessum vegi. Sko Alligator Ally er vegur sem liggur í gegnum Everglades frá austurströnd Florida til Vesturstrandarinnar. Það er ekkert á þessum vegi sem er ca 170 km engin bensínstöð ekki neitt og ekki heldur hægt að snúa við og varla neitt símasamband þarna. Veronica gleymdi víst að segja okkur að það skipti máli í byrjun hvorum megin á veginum við vorum. Einn fer þessa leið en hægri helmingurinn fer til FT. Lauderdale (rétt hjá þar sem ég á heima) Hvernig áttu íslendingur og manneskja frá New Jersey að vita þetta? Allavega keyrum til Naples sem er fyrsti bærinn eftir Alligator Ally fáum okkur að borða og bensín (það var sko mjööög tæpt að við hefðum náð) síðan keyrðum við aftur tilbaka! Tók bara 3 klukkutíma og einhverjar mínútur. Í stað 35 mínútur sem þetta átti að taka. Bara týpískt HRebbna
ÍSlendingar
Árni og Jóhanna eru búin að bjóða mér út að borða fullt! þau eru alveg æðisleg að gefa fátækum námsmanni að borða! Og það ekkert slor. Búin að fara á Houstons, J. Alexanders, CheeseCake Factory og veit ekki hvað og hvað. Allt mjög nettir staðir. En þau fara aftur til Íslands í dag.... ekki alveg tilbúin í það samt!
Annað
Æðislegt heima hjá Jon eru þeir með gígantískt margar stöðvar og það er búið að vera að sýna World Cup í Rugby á einni stöðinni stanslaust. Þannig ég hef setið límd við skjáinn. Strákarnir trúa ekki að ég skuli spila þessa íþrótt hehehe! Ógeðslega fyndið í fyrrakvöld vorum við heima hjá Jon og allir sambýlingarnir voru heima (þeir eru 3 karlmenn sem búa þarna). Hvernig stendur á því ég fékk að ráða yfir fjarstýringunni og horfði á Legally Blonde??? Mér fannst þetta alveg einstaklega fyndið.
Og hafiði það!
Jæja ég hef ekki nennt að skrifa í langan tíma.
Þátturinn:
ég ætlaði að verða súperstjarna! Sko málið var butlerinn hennar Díönu prinsessu (Paul Burrell) var þarna að tala um nýju bókina sína og það varð allt vitlaust í kringum hann. Ógeðslega fyndið hann var með lífverði og alles. En það var ákveðið að hafa allann þáttinn um hann. En þátturinn minn á að vera í vikunni! En þetta er voðalega næs gaur og ég skil ekki allt þetta fólk sem er á móti honum... hann hefur ekki sagt neitt slæmt um konungsfjölskylduna eða neitt.
Leiðin heim:
Ok mjög sneddí var búin að fá leiðbeiningar frá Veronica en hún komst ekki með þannig ég og Kim (sem er ekki frá Florida) keyrðum eftir þessum leiðbeiningum. Ok okkur fannst svoldið skrítið hvað það voru engin exit á leiðinni. En við héldum bara áfram keyri keyri keyri keyri. Ok sjáum skilti sem segir við séum í Alligator ally. Humm ekki gott. Ég fer að skoða vegakortið og ó já við vorum á þessum vegi. Sko Alligator Ally er vegur sem liggur í gegnum Everglades frá austurströnd Florida til Vesturstrandarinnar. Það er ekkert á þessum vegi sem er ca 170 km engin bensínstöð ekki neitt og ekki heldur hægt að snúa við og varla neitt símasamband þarna. Veronica gleymdi víst að segja okkur að það skipti máli í byrjun hvorum megin á veginum við vorum. Einn fer þessa leið en hægri helmingurinn fer til FT. Lauderdale (rétt hjá þar sem ég á heima) Hvernig áttu íslendingur og manneskja frá New Jersey að vita þetta? Allavega keyrum til Naples sem er fyrsti bærinn eftir Alligator Ally fáum okkur að borða og bensín (það var sko mjööög tæpt að við hefðum náð) síðan keyrðum við aftur tilbaka! Tók bara 3 klukkutíma og einhverjar mínútur. Í stað 35 mínútur sem þetta átti að taka. Bara týpískt HRebbna
ÍSlendingar
Árni og Jóhanna eru búin að bjóða mér út að borða fullt! þau eru alveg æðisleg að gefa fátækum námsmanni að borða! Og það ekkert slor. Búin að fara á Houstons, J. Alexanders, CheeseCake Factory og veit ekki hvað og hvað. Allt mjög nettir staðir. En þau fara aftur til Íslands í dag.... ekki alveg tilbúin í það samt!
Annað
Æðislegt heima hjá Jon eru þeir með gígantískt margar stöðvar og það er búið að vera að sýna World Cup í Rugby á einni stöðinni stanslaust. Þannig ég hef setið límd við skjáinn. Strákarnir trúa ekki að ég skuli spila þessa íþrótt hehehe! Ógeðslega fyndið í fyrrakvöld vorum við heima hjá Jon og allir sambýlingarnir voru heima (þeir eru 3 karlmenn sem búa þarna). Hvernig stendur á því ég fékk að ráða yfir fjarstýringunni og horfði á Legally Blonde??? Mér fannst þetta alveg einstaklega fyndið.
Og hafiði það!
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Biðst afsökunar á þessu hræðilega bloggleysi mínu.... fólk hefur verið að skamma mig! En merkilegt búin að fá fullt af persónulegum e-mailum ætti að taka svona pásur oftar. En það sem hefur verið að tefja mig við að blogga er að ég er orðin svo fræg hef ekki tíma lengur!
Yeah right! um hvað ertu að tala Hrebbna??
Ok sko ég var beðin um að fara í einhvern þátt á mánudag að tala um rugby og eitthvað svoleiðis. Ég var eitthvað skeptísk á þetta þannig ég fékk vinkonu mína sem veit miklu meira en ég um þessa íþrótt fara í þáttinn. En ég fór með bara til að horfa og hlæja. Eftir þáttinn erum við að tala við pródúserana og ég er eitthvað á flippi æ þið vitið þegar ég verð ofvirk. Og þeim fannst ég svooooo skemmtileg I just had to be on the show...so full of energy and bla bla bla.
Næsta sem ég veit þá er verið að taka myndir af mér og það er búið að skrá mig sem eitthvað tilraunadýr. Þetta er the Rick Sanchez Talkshow á NBC florida eða eitthvað. En ég veit ekki alveg hvað ég á að gera á morgun eða neitt. En hvað geta margir sagt þeir hafa verið gestir í talkshow??? Ég er samt soldið stressuð... ég var búin að koma mér undan þessu einu sinni efast um að ég geti það aftur!
Oh erfitt að vera fræg.
Hitti Árna og Jóhönnu í dag og það var farið í verslunarleiðangur. Voða gaman enduðum á CheeseCake Factory að snæða og svo var kíkt á íbúðina mína. (já mamma ég var búin að þrífa)
Og hafiði það!
Yeah right! um hvað ertu að tala Hrebbna??
Ok sko ég var beðin um að fara í einhvern þátt á mánudag að tala um rugby og eitthvað svoleiðis. Ég var eitthvað skeptísk á þetta þannig ég fékk vinkonu mína sem veit miklu meira en ég um þessa íþrótt fara í þáttinn. En ég fór með bara til að horfa og hlæja. Eftir þáttinn erum við að tala við pródúserana og ég er eitthvað á flippi æ þið vitið þegar ég verð ofvirk. Og þeim fannst ég svooooo skemmtileg I just had to be on the show...so full of energy and bla bla bla.
Næsta sem ég veit þá er verið að taka myndir af mér og það er búið að skrá mig sem eitthvað tilraunadýr. Þetta er the Rick Sanchez Talkshow á NBC florida eða eitthvað. En ég veit ekki alveg hvað ég á að gera á morgun eða neitt. En hvað geta margir sagt þeir hafa verið gestir í talkshow??? Ég er samt soldið stressuð... ég var búin að koma mér undan þessu einu sinni efast um að ég geti það aftur!
Oh erfitt að vera fræg.
Hitti Árna og Jóhönnu í dag og það var farið í verslunarleiðangur. Voða gaman enduðum á CheeseCake Factory að snæða og svo var kíkt á íbúðina mína. (já mamma ég var búin að þrífa)
Og hafiði það!
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Jæææja
Gærdagurinn var æði! Ok smá vesen tölvuleikurinn var ekki til þannig Hrebbna tók nett panikkast.... hringdi í vini mína... allir karlkyns og spurði hvað þeir myndu vilja. Einn sagði bíl...yeah right! Þannig ég keypti matchboxbíl. Annar sagði hryllingsmynd...þannig ég keypti tvær einstaklega ódýrar bíómyndir á einum DvD disk. Annar sagði konu... keypti litla dúkka sem stækkar í vatni. Annar sagði að hann hefði alltaf fengið boxera við svona tilefnum... þannig ég fann mjög sætar slíkar og svo þar sem ég veit að Jon elskar súkkulaði gaf ég honum þannig líka! Ódýr en einstaklega flott gjöf! Hann var massa ánægður. Ó og ég keypti ógeðslega sæta sandala á mig.
Síðan vorum við bara að tjilla í gærdag laga til og spila tölvuleiki og drekka smá bjór (aðallega ég þar sem ég þurfti ekki að keyra) Um átta leytið vorum við bæði orðin ógeðslega sæt og vellyktandi var kominn tími á að fara að borða. Fórum á ítalskan veitingastað. Ég pantaði mér glas af red vino en Jon hefur aldrei fundist rauðvín gott pantaði sér það sama. Síðan var hann ógeðslega hissa þegar honum fannst það gott. (Rosemont Shiraz klikkar ekki) Vorum bæði orðin allt allt of södd þegar aðalrétturinn kom að okkur var orðið illt af mat.
Næst fórum við í Djassklúbb... æðisleg tónlist verst að meðalaldurinn þarna inni var um 60 ára. Einn bjór handa mér og vatn handa honum. Síðan farið niður á strönd. Göngutúr meðfram sjónum seint að kveldi er æðislegt...verst var þegar fór að rigna! Týpískt! hehehe. Hlupum að bílnum og fórum heim til hans og horfðum á videó og hann gat loksins fengið sér bjór. hehehehe snilllld að eiga ekki bílinn!!
Búin að vera að þvo þvott í dag.... alveg einstaklega skemmtilegt. Og hnerra oftar á einum degi en ég hef gert í tíu ár.... annaðhvort ofnæmi eða kvef. En shit það er vont að hnerra heiftarlega með öxlina svona.
Átti að vera stelpukveld nema við ákváðum að hafa það á mánudagskvöld...frí á þriðjudag! Jon er að hanna einhverja tölvu með hópnum sínum upp í skóla... á meðan sit ég og brýt saman þvott, horfi á imbann og drekk rauðvín. Alger snilld verð ég að segja.
Og hafiði það!
Gærdagurinn var æði! Ok smá vesen tölvuleikurinn var ekki til þannig Hrebbna tók nett panikkast.... hringdi í vini mína... allir karlkyns og spurði hvað þeir myndu vilja. Einn sagði bíl...yeah right! Þannig ég keypti matchboxbíl. Annar sagði hryllingsmynd...þannig ég keypti tvær einstaklega ódýrar bíómyndir á einum DvD disk. Annar sagði konu... keypti litla dúkka sem stækkar í vatni. Annar sagði að hann hefði alltaf fengið boxera við svona tilefnum... þannig ég fann mjög sætar slíkar og svo þar sem ég veit að Jon elskar súkkulaði gaf ég honum þannig líka! Ódýr en einstaklega flott gjöf! Hann var massa ánægður. Ó og ég keypti ógeðslega sæta sandala á mig.
Síðan vorum við bara að tjilla í gærdag laga til og spila tölvuleiki og drekka smá bjór (aðallega ég þar sem ég þurfti ekki að keyra) Um átta leytið vorum við bæði orðin ógeðslega sæt og vellyktandi var kominn tími á að fara að borða. Fórum á ítalskan veitingastað. Ég pantaði mér glas af red vino en Jon hefur aldrei fundist rauðvín gott pantaði sér það sama. Síðan var hann ógeðslega hissa þegar honum fannst það gott. (Rosemont Shiraz klikkar ekki) Vorum bæði orðin allt allt of södd þegar aðalrétturinn kom að okkur var orðið illt af mat.
Næst fórum við í Djassklúbb... æðisleg tónlist verst að meðalaldurinn þarna inni var um 60 ára. Einn bjór handa mér og vatn handa honum. Síðan farið niður á strönd. Göngutúr meðfram sjónum seint að kveldi er æðislegt...verst var þegar fór að rigna! Týpískt! hehehe. Hlupum að bílnum og fórum heim til hans og horfðum á videó og hann gat loksins fengið sér bjór. hehehehe snilllld að eiga ekki bílinn!!
Búin að vera að þvo þvott í dag.... alveg einstaklega skemmtilegt. Og hnerra oftar á einum degi en ég hef gert í tíu ár.... annaðhvort ofnæmi eða kvef. En shit það er vont að hnerra heiftarlega með öxlina svona.
Átti að vera stelpukveld nema við ákváðum að hafa það á mánudagskvöld...frí á þriðjudag! Jon er að hanna einhverja tölvu með hópnum sínum upp í skóla... á meðan sit ég og brýt saman þvott, horfi á imbann og drekk rauðvín. Alger snilld verð ég að segja.
Og hafiði það!
föstudagur, nóvember 07, 2003
Til hamingju með afmælið Pabbi
Ég er ekkert smá vinsæl..... fyrir klukkan 10 hringdu 5 manns í mig!! Nokkuð ótrúlegt.... að vísu var einn að halda því fram að ég væri að selja bíl... en það skiptir ekki. Já já svo biðu mín fullt af skemmtilegum e-mailum.... meira að segja ekki forwardað dæmi. Ég ætti kannski að fara að tjekka á póstinum og athuga hvort ég eigi eitthvað þar. Verð að segja að það er mjöööög óvanalegt að fólk hringi í mig fyrir hádegi hvað þá svona margir.
Í dag höfum við Jonathan verið saman í heilt ár. Hann gaf mér ilmvatn...voðalega sætur... ég gaf honum tölvuleik. Síðan á að gera eitthvað huggó í kveld. Veit ekkert í hverju ég á að vera.... er ekki búin að vera dugleg við að þvo þvott undanfarið. Kannski ég seti í vél í dag....hver veit.
Og hafiði það!
Ég er ekkert smá vinsæl..... fyrir klukkan 10 hringdu 5 manns í mig!! Nokkuð ótrúlegt.... að vísu var einn að halda því fram að ég væri að selja bíl... en það skiptir ekki. Já já svo biðu mín fullt af skemmtilegum e-mailum.... meira að segja ekki forwardað dæmi. Ég ætti kannski að fara að tjekka á póstinum og athuga hvort ég eigi eitthvað þar. Verð að segja að það er mjöööög óvanalegt að fólk hringi í mig fyrir hádegi hvað þá svona margir.
Í dag höfum við Jonathan verið saman í heilt ár. Hann gaf mér ilmvatn...voðalega sætur... ég gaf honum tölvuleik. Síðan á að gera eitthvað huggó í kveld. Veit ekkert í hverju ég á að vera.... er ekki búin að vera dugleg við að þvo þvott undanfarið. Kannski ég seti í vél í dag....hver veit.
Og hafiði það!
Hæ hæ!
Val er með deit hérna og ég er hálfvegis innikróuð í herberginu mínu.... kann sko ekki við að vera eitthvað frammi að horfa á sjónvarpið þótt mig dauðlangaði að horfa á Friends. En voða sætt þau elduðu saman og svo fékk ég náttúrulega líka.... alger snilldar spínatslasagna. Svo kenndi ég vinkonu minni að gera Carbonara í gegnum netið.... hún sagði mér hvað hún átti í ískápnum og ég sagði henni hvað hún gat gert.... hún sagðist aldrei hafa smakkað eins gott pasta. hehehe ég er snillingur...eða svona næstum því. Hrebbna kokkasnillingur je right!
Er að spæla í að gera grænmetis-kjúklings Satay á mánudag með el vino og alles og bjóða fólki í mat.... það er nebblilega frí í skólanum á þriðjudag. Vei vei vei
Jæja ég ætla að skella mér í kaffi til Javier... hann er líka kominn með ógeð á bókunum sínum alveg eins og ég. Og mér finnst ég eiginlega þurfa að flýja til að gefa þeim smá næði.
Allir amerikanarnir dýrka Freyjukarmellurnar.... hafa aldrei smakkað eins góðar karmellur segja sumir. Ég er samt búin að stinga nokkrum ofan í skúffu til að eiga.... hehehe en einhverra hluta vegna finnst þessu fólki lakkrísinn og ópalið og tópasinn eins góður... kúgast bara!
Og hafiði það!
Val er með deit hérna og ég er hálfvegis innikróuð í herberginu mínu.... kann sko ekki við að vera eitthvað frammi að horfa á sjónvarpið þótt mig dauðlangaði að horfa á Friends. En voða sætt þau elduðu saman og svo fékk ég náttúrulega líka.... alger snilldar spínatslasagna. Svo kenndi ég vinkonu minni að gera Carbonara í gegnum netið.... hún sagði mér hvað hún átti í ískápnum og ég sagði henni hvað hún gat gert.... hún sagðist aldrei hafa smakkað eins gott pasta. hehehe ég er snillingur...eða svona næstum því. Hrebbna kokkasnillingur je right!
Er að spæla í að gera grænmetis-kjúklings Satay á mánudag með el vino og alles og bjóða fólki í mat.... það er nebblilega frí í skólanum á þriðjudag. Vei vei vei
Jæja ég ætla að skella mér í kaffi til Javier... hann er líka kominn með ógeð á bókunum sínum alveg eins og ég. Og mér finnst ég eiginlega þurfa að flýja til að gefa þeim smá næði.
Allir amerikanarnir dýrka Freyjukarmellurnar.... hafa aldrei smakkað eins góðar karmellur segja sumir. Ég er samt búin að stinga nokkrum ofan í skúffu til að eiga.... hehehe en einhverra hluta vegna finnst þessu fólki lakkrísinn og ópalið og tópasinn eins góður... kúgast bara!
Og hafiði það!
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Nú er gaman
Fór og hitta Árna og Jóhönnu og afa og Nancy áðan á Palm Aire. Svaka stuð....mér var náttúrulega boðið í mat....mmmmm gott. Mamma og Pabbi sendu mér alveg fullt fullt af dóti...meðal annars þessir þvílíku gelluskór! og kaffi, og freyjukarmellur, lakkrís, Sataysósu, SS sinnep, Remúlaði, meira nammi, sokka, kokkabók og ég veit ekki hvað og hvað. TAKK æðislega fyrir mig!!!!
Svo skoðaði Árni mig....ekki er ég aðeins með illt í öxlinni svo er ég með tennisolnboga líka....á hinum handleggnum!!! Þannig ég má ekki gera neitt... sem sökkar nátturulega feitast.
Og hafiði það!
Fór og hitta Árna og Jóhönnu og afa og Nancy áðan á Palm Aire. Svaka stuð....mér var náttúrulega boðið í mat....mmmmm gott. Mamma og Pabbi sendu mér alveg fullt fullt af dóti...meðal annars þessir þvílíku gelluskór! og kaffi, og freyjukarmellur, lakkrís, Sataysósu, SS sinnep, Remúlaði, meira nammi, sokka, kokkabók og ég veit ekki hvað og hvað. TAKK æðislega fyrir mig!!!!
Svo skoðaði Árni mig....ekki er ég aðeins með illt í öxlinni svo er ég með tennisolnboga líka....á hinum handleggnum!!! Þannig ég má ekki gera neitt... sem sökkar nátturulega feitast.
Og hafiði það!
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Loksins búið að laga loftkælinguna
Vá það er hægt að anda hérna inni aftur!!
Árni og Jóhanna koma á morgun...vei vei vei!!
Allt í einu líður mér núna eins og handleggurinn á mér sé að detta af... ekki beint þægilegt!
Á föstudaginn á Pabbi gamli afmæli og ég og Jon eins árs afmæli saman. þannig á föstudag ætlum við út að borða eða eitthvað slíkt. Ekki alveg búin að ákveða. Á laugardag er stelpukvöld með nokkrum vinkonum mínum. Líklega svona elda saman og svo drekka pínu og kíkja eitthvað út. Svo Sunnudag er family dinner hjá Árna og Jóhönnu að hætti Nancy. OH nóg að gera verst það skuli bara vera þriðjudagur.
Og hafiði það!
Vá það er hægt að anda hérna inni aftur!!
Árni og Jóhanna koma á morgun...vei vei vei!!
Allt í einu líður mér núna eins og handleggurinn á mér sé að detta af... ekki beint þægilegt!
Á föstudaginn á Pabbi gamli afmæli og ég og Jon eins árs afmæli saman. þannig á föstudag ætlum við út að borða eða eitthvað slíkt. Ekki alveg búin að ákveða. Á laugardag er stelpukvöld með nokkrum vinkonum mínum. Líklega svona elda saman og svo drekka pínu og kíkja eitthvað út. Svo Sunnudag er family dinner hjá Árna og Jóhönnu að hætti Nancy. OH nóg að gera verst það skuli bara vera þriðjudagur.
Og hafiði það!
mánudagur, nóvember 03, 2003
Enn að drepast úr hita
Það er ekki enn búið að laga loftkælinguna þannig maður er nakinn að ganga um íbúðina.... eða svona næstum því. Það er semsagt 36 stiga hiti inni í íbúðinni!! viðbjóður! maður er sko í hálfgerðu móki hérna.
Ég fékk gemsa í dag voða gaman!!! Svona fyrirfram greitt dæmi... þannig nú geta allir hringt í mig alltaf!!! veiveivei. Þegar ég sagði Afa þá virtist hann mjöööög feginn, Veronica byrjaði að öskra af gleði þegar ég tilkynnti henni nýja númerið. Hehehe. Nýja númerið er 561-305-0582 ef þið eruð að hringja frá íslandi þá verður að sitja einhverjar tölur á undan!!
Jon var/er að flytja í nýja íbúð þessa helgi. Voðalega flott hús... með 2 öðrum massa fínum strákum. Þeir fóru að kaupa allskonar í eldhúsið í gær og ég ætlaði að vera svaka góð og ganga frá öllu. Byrja að ganga frá nýja pottasettinu þeirra og það áttu að vera 6 eða 7 pottar og pönnur en í kassanum var fullt fullt af svona öryggispappa en bara ein pínu panna og risa pottlok....þá kemur frá einum þeirra já mér fannst kassinn svoldið léttur....no dööh... massa fyndið!
Árni og Jóhanna koma á miðvikudag.... vei vei vei... gamla settið sendi víst eitthvað góðgæti með þeim. Oh ég hlakka svo til.
jæja ég er farin að liggja í móki upp í sófa....
Og hafiði það!
Það er ekki enn búið að laga loftkælinguna þannig maður er nakinn að ganga um íbúðina.... eða svona næstum því. Það er semsagt 36 stiga hiti inni í íbúðinni!! viðbjóður! maður er sko í hálfgerðu móki hérna.
Ég fékk gemsa í dag voða gaman!!! Svona fyrirfram greitt dæmi... þannig nú geta allir hringt í mig alltaf!!! veiveivei. Þegar ég sagði Afa þá virtist hann mjöööög feginn, Veronica byrjaði að öskra af gleði þegar ég tilkynnti henni nýja númerið. Hehehe. Nýja númerið er 561-305-0582 ef þið eruð að hringja frá íslandi þá verður að sitja einhverjar tölur á undan!!
Jon var/er að flytja í nýja íbúð þessa helgi. Voðalega flott hús... með 2 öðrum massa fínum strákum. Þeir fóru að kaupa allskonar í eldhúsið í gær og ég ætlaði að vera svaka góð og ganga frá öllu. Byrja að ganga frá nýja pottasettinu þeirra og það áttu að vera 6 eða 7 pottar og pönnur en í kassanum var fullt fullt af svona öryggispappa en bara ein pínu panna og risa pottlok....þá kemur frá einum þeirra já mér fannst kassinn svoldið léttur....no dööh... massa fyndið!
Árni og Jóhanna koma á miðvikudag.... vei vei vei... gamla settið sendi víst eitthvað góðgæti með þeim. Oh ég hlakka svo til.
jæja ég er farin að liggja í móki upp í sófa....
Og hafiði það!
laugardagur, nóvember 01, 2003
Hrekkjavakan mikla
Shit hvað var gaman í gær!!
Um ca 4 leytið fór rafmagnið af í þriðja skiptið. Það er sko verið að laga þakið hérna og þeim tókst að klúðra einhverju. Jæja um ca 8 í gærkveldi finnum við loks einhvern til að laga etta. Maður sá ekki rassgat ´því það dimmir hérna svo andskoti snemma. Okkur er sagt að loftkælingin virki ekki og er alltaf að sprengja út rafmagnið. Æði!! þá höfum við rafmagn en enga loftkælingu.
Fólk fer að týnast hingað og í búningum en svo var fólkið farið að fækka fötum smátt og smátt. Náttúrulega hitaklefi! Og þar sem við eigum bara eina mini viftu gátum við ekki bjargað okkur á annan hátt. En allir skemmtu sér konunglega.
Mikið drukkið svo var farið og náð í gítar og spilað massa stuð!!! Svo þegar allt liðið var farið um ca 3 leytið datt mér og Jon í hug að horfa á vídeó. Þarf ekki einu sinni að giska á það að við sofnuðum bæði mjög fljótlega eftir að búið var að kveikja á tækinu.
Úff versta í heimi var nú samt að vakna í morgun! Þvílíki hitinn hérna maður fokking svitnar við að sitja og gera ekki neitt. Get ekki sofið, get ekki lagað til, get ekki legið upp í sófa því hann er svo hlýr og það er mjög erfitt að sitja við tölvuna. Klukkið er núna hálf níu að laugardagsmorgni og ég er búin að vera vakandi í klukkutíma! OJ barasta.
Graskerið sem ég skar út sló alveg í gegn ég er víst fæddur meistari í þessum efnum. hehehe.
Æ ég veit ég er farin í sund!!!
Og hafiði það!
Shit hvað var gaman í gær!!
Um ca 4 leytið fór rafmagnið af í þriðja skiptið. Það er sko verið að laga þakið hérna og þeim tókst að klúðra einhverju. Jæja um ca 8 í gærkveldi finnum við loks einhvern til að laga etta. Maður sá ekki rassgat ´því það dimmir hérna svo andskoti snemma. Okkur er sagt að loftkælingin virki ekki og er alltaf að sprengja út rafmagnið. Æði!! þá höfum við rafmagn en enga loftkælingu.
Fólk fer að týnast hingað og í búningum en svo var fólkið farið að fækka fötum smátt og smátt. Náttúrulega hitaklefi! Og þar sem við eigum bara eina mini viftu gátum við ekki bjargað okkur á annan hátt. En allir skemmtu sér konunglega.
Mikið drukkið svo var farið og náð í gítar og spilað massa stuð!!! Svo þegar allt liðið var farið um ca 3 leytið datt mér og Jon í hug að horfa á vídeó. Þarf ekki einu sinni að giska á það að við sofnuðum bæði mjög fljótlega eftir að búið var að kveikja á tækinu.
Úff versta í heimi var nú samt að vakna í morgun! Þvílíki hitinn hérna maður fokking svitnar við að sitja og gera ekki neitt. Get ekki sofið, get ekki lagað til, get ekki legið upp í sófa því hann er svo hlýr og það er mjög erfitt að sitja við tölvuna. Klukkið er núna hálf níu að laugardagsmorgni og ég er búin að vera vakandi í klukkutíma! OJ barasta.
Graskerið sem ég skar út sló alveg í gegn ég er víst fæddur meistari í þessum efnum. hehehe.
Æ ég veit ég er farin í sund!!!
Og hafiði það!