miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Hola amigos!

Jæja ég hef ekki nennt að skrifa í langan tíma.

Þátturinn:
ég ætlaði að verða súperstjarna! Sko málið var butlerinn hennar Díönu prinsessu (Paul Burrell) var þarna að tala um nýju bókina sína og það varð allt vitlaust í kringum hann. Ógeðslega fyndið hann var með lífverði og alles. En það var ákveðið að hafa allann þáttinn um hann. En þátturinn minn á að vera í vikunni! En þetta er voðalega næs gaur og ég skil ekki allt þetta fólk sem er á móti honum... hann hefur ekki sagt neitt slæmt um konungsfjölskylduna eða neitt.

Leiðin heim:
Ok mjög sneddí var búin að fá leiðbeiningar frá Veronica en hún komst ekki með þannig ég og Kim (sem er ekki frá Florida) keyrðum eftir þessum leiðbeiningum. Ok okkur fannst svoldið skrítið hvað það voru engin exit á leiðinni. En við héldum bara áfram keyri keyri keyri keyri. Ok sjáum skilti sem segir við séum í Alligator ally. Humm ekki gott. Ég fer að skoða vegakortið og ó já við vorum á þessum vegi. Sko Alligator Ally er vegur sem liggur í gegnum Everglades frá austurströnd Florida til Vesturstrandarinnar. Það er ekkert á þessum vegi sem er ca 170 km engin bensínstöð ekki neitt og ekki heldur hægt að snúa við og varla neitt símasamband þarna. Veronica gleymdi víst að segja okkur að það skipti máli í byrjun hvorum megin á veginum við vorum. Einn fer þessa leið en hægri helmingurinn fer til FT. Lauderdale (rétt hjá þar sem ég á heima) Hvernig áttu íslendingur og manneskja frá New Jersey að vita þetta? Allavega keyrum til Naples sem er fyrsti bærinn eftir Alligator Ally fáum okkur að borða og bensín (það var sko mjööög tæpt að við hefðum náð) síðan keyrðum við aftur tilbaka! Tók bara 3 klukkutíma og einhverjar mínútur. Í stað 35 mínútur sem þetta átti að taka. Bara týpískt HRebbna

ÍSlendingar

Árni og Jóhanna eru búin að bjóða mér út að borða fullt! þau eru alveg æðisleg að gefa fátækum námsmanni að borða! Og það ekkert slor. Búin að fara á Houstons, J. Alexanders, CheeseCake Factory og veit ekki hvað og hvað. Allt mjög nettir staðir. En þau fara aftur til Íslands í dag.... ekki alveg tilbúin í það samt!

Annað
Æðislegt heima hjá Jon eru þeir með gígantískt margar stöðvar og það er búið að vera að sýna World Cup í Rugby á einni stöðinni stanslaust. Þannig ég hef setið límd við skjáinn. Strákarnir trúa ekki að ég skuli spila þessa íþrótt hehehe! Ógeðslega fyndið í fyrrakvöld vorum við heima hjá Jon og allir sambýlingarnir voru heima (þeir eru 3 karlmenn sem búa þarna). Hvernig stendur á því ég fékk að ráða yfir fjarstýringunni og horfði á Legally Blonde??? Mér fannst þetta alveg einstaklega fyndið.

Og hafiði það!

Engin ummæli: