föstudagur, nóvember 07, 2003

Hæ hæ!

Val er með deit hérna og ég er hálfvegis innikróuð í herberginu mínu.... kann sko ekki við að vera eitthvað frammi að horfa á sjónvarpið þótt mig dauðlangaði að horfa á Friends. En voða sætt þau elduðu saman og svo fékk ég náttúrulega líka.... alger snilldar spínatslasagna. Svo kenndi ég vinkonu minni að gera Carbonara í gegnum netið.... hún sagði mér hvað hún átti í ískápnum og ég sagði henni hvað hún gat gert.... hún sagðist aldrei hafa smakkað eins gott pasta. hehehe ég er snillingur...eða svona næstum því. Hrebbna kokkasnillingur je right!

Er að spæla í að gera grænmetis-kjúklings Satay á mánudag með el vino og alles og bjóða fólki í mat.... það er nebblilega frí í skólanum á þriðjudag. Vei vei vei

Jæja ég ætla að skella mér í kaffi til Javier... hann er líka kominn með ógeð á bókunum sínum alveg eins og ég. Og mér finnst ég eiginlega þurfa að flýja til að gefa þeim smá næði.

Allir amerikanarnir dýrka Freyjukarmellurnar.... hafa aldrei smakkað eins góðar karmellur segja sumir. Ég er samt búin að stinga nokkrum ofan í skúffu til að eiga.... hehehe en einhverra hluta vegna finnst þessu fólki lakkrísinn og ópalið og tópasinn eins góður... kúgast bara!

Og hafiði það!

Engin ummæli: