þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Aldrei kaupa ódýrar fiskvörur í ameríku!! Keypti svo fiskstauta í búðarferðinni miklu um daginn. Var farin að hlakka alveg óskaplega til að fá mér fisk.... ég get svarið þetta var fiskislor með brauðmylsnu utan á. ALGER VIBBI! Þannig ég henti þeim bara öllum fékk mér í staðinn salat síðan í gær.

Geggjað gaman í gær það mættu bara allt i einu fullt af fólki í heimsókn til okkar Val. Þannig það var pöntuð pítsa og útbúið salat og svona með... aldrei áður hef ég smakkað pítsu með spínati, eggaldin og sólþurrkuðum tómötum!! Að vísu var önnur venjuleg með. En gvuð þetta var furðulegt.

Thanksgiving er eftir nokkra daga sem þýðir partýin fyrir próf og fullt af fríi og frí fyrir próf og fullt af partýum. Innflutningsteiti hjá Jon og þeim félögum á laugardag.

Já fór um helgina í bíó á Gothika... ágætis mynd en hefði mátt gera betri söguþráðurinn er mergjaður en hefði mátt gera meira úr hlutunum. En mæli samt með henni. Sá einnig einstaklega furðulega mynd í sjónvarpinu sem heitir held ég TAPE og hún gerist öll í einu herbergi og bara með þremur karakterum. Sem sagt bara kjaftagangur fram og tilbaka... en samt góð mynd.


Og hafiði það!

Engin ummæli: