sunnudagur, nóvember 09, 2003

Jæææja

Gærdagurinn var æði! Ok smá vesen tölvuleikurinn var ekki til þannig Hrebbna tók nett panikkast.... hringdi í vini mína... allir karlkyns og spurði hvað þeir myndu vilja. Einn sagði bíl...yeah right! Þannig ég keypti matchboxbíl. Annar sagði hryllingsmynd...þannig ég keypti tvær einstaklega ódýrar bíómyndir á einum DvD disk. Annar sagði konu... keypti litla dúkka sem stækkar í vatni. Annar sagði að hann hefði alltaf fengið boxera við svona tilefnum... þannig ég fann mjög sætar slíkar og svo þar sem ég veit að Jon elskar súkkulaði gaf ég honum þannig líka! Ódýr en einstaklega flott gjöf! Hann var massa ánægður. Ó og ég keypti ógeðslega sæta sandala á mig.

Síðan vorum við bara að tjilla í gærdag laga til og spila tölvuleiki og drekka smá bjór (aðallega ég þar sem ég þurfti ekki að keyra) Um átta leytið vorum við bæði orðin ógeðslega sæt og vellyktandi var kominn tími á að fara að borða. Fórum á ítalskan veitingastað. Ég pantaði mér glas af red vino en Jon hefur aldrei fundist rauðvín gott pantaði sér það sama. Síðan var hann ógeðslega hissa þegar honum fannst það gott. (Rosemont Shiraz klikkar ekki) Vorum bæði orðin allt allt of södd þegar aðalrétturinn kom að okkur var orðið illt af mat.

Næst fórum við í Djassklúbb... æðisleg tónlist verst að meðalaldurinn þarna inni var um 60 ára. Einn bjór handa mér og vatn handa honum. Síðan farið niður á strönd. Göngutúr meðfram sjónum seint að kveldi er æðislegt...verst var þegar fór að rigna! Týpískt! hehehe. Hlupum að bílnum og fórum heim til hans og horfðum á videó og hann gat loksins fengið sér bjór. hehehehe snilllld að eiga ekki bílinn!!

Búin að vera að þvo þvott í dag.... alveg einstaklega skemmtilegt. Og hnerra oftar á einum degi en ég hef gert í tíu ár.... annaðhvort ofnæmi eða kvef. En shit það er vont að hnerra heiftarlega með öxlina svona.

Átti að vera stelpukveld nema við ákváðum að hafa það á mánudagskvöld...frí á þriðjudag! Jon er að hanna einhverja tölvu með hópnum sínum upp í skóla... á meðan sit ég og brýt saman þvott, horfi á imbann og drekk rauðvín. Alger snilld verð ég að segja.


Og hafiði það!

Engin ummæli: