föstudagur, nóvember 21, 2003

Ó já fór loks útí búð í gær....
Gaman að horfa inní ískáp og sjá ekki myglað grænmeti og kekkjótta sojamjólk. Jon var voðalega glaður þegar ég eldaði í gærkveldi.

Eldaði ógeðslega gott pasta.... Carbonara á minn hátt... sko ekkert beikon né skinka... kjúlli í staðinn og svo bætti ég við slatta af grænmeti. MMMMM þetta var svooo gott (er ennþá) bjó sko til svo mikið að það hefði nægt í heila herdeild. Þannig það fá allir að éta þetta þangað til etta er búið. Svo bakaði ég meira að segja brauð með.

Oh ég er svooooo mikil húsmóðir!!

hey já svo fann ég geggjaða jógúrt sem bragðast næstum eins og skyr... .mergjað góð.... La Creme frá Dannon is da zhit!



Og hafiði það!

Engin ummæli: