miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Biðst afsökunar á þessu hræðilega bloggleysi mínu.... fólk hefur verið að skamma mig! En merkilegt búin að fá fullt af persónulegum e-mailum ætti að taka svona pásur oftar. En það sem hefur verið að tefja mig við að blogga er að ég er orðin svo fræg hef ekki tíma lengur!

Yeah right! um hvað ertu að tala Hrebbna??
Ok sko ég var beðin um að fara í einhvern þátt á mánudag að tala um rugby og eitthvað svoleiðis. Ég var eitthvað skeptísk á þetta þannig ég fékk vinkonu mína sem veit miklu meira en ég um þessa íþrótt fara í þáttinn. En ég fór með bara til að horfa og hlæja. Eftir þáttinn erum við að tala við pródúserana og ég er eitthvað á flippi æ þið vitið þegar ég verð ofvirk. Og þeim fannst ég svooooo skemmtileg I just had to be on the show...so full of energy and bla bla bla.

Næsta sem ég veit þá er verið að taka myndir af mér og það er búið að skrá mig sem eitthvað tilraunadýr. Þetta er the Rick Sanchez Talkshow á NBC florida eða eitthvað. En ég veit ekki alveg hvað ég á að gera á morgun eða neitt. En hvað geta margir sagt þeir hafa verið gestir í talkshow??? Ég er samt soldið stressuð... ég var búin að koma mér undan þessu einu sinni efast um að ég geti það aftur!

Oh erfitt að vera fræg.

Hitti Árna og Jóhönnu í dag og það var farið í verslunarleiðangur. Voða gaman enduðum á CheeseCake Factory að snæða og svo var kíkt á íbúðina mína. (já mamma ég var búin að þrífa)


Og hafiði það!

Engin ummæli: