miðvikudagur, júní 28, 2006

Gleði og hamingja

Flestir hafa heyrt mig kvarta yfir holunni í veggnum a.k.a íbúðin mín. Í dag kl. 08.14 fékk ég yndislegar fréttir. Ég er komin með stærri íbúð hér á kollegíinu!!!! Ég var meira að segja fyrst á lista og fékk að ráða hvenær ég myndi flytja inn.... þannig ég valdi 1.ágúst. No more A702 nú verður það M217.... Það var búið að segja við mig að ég fengi ekki íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir hálft ár. Oh gaman gaman. Nú fæ ég alvöru eldhús, stofu, bað og svefnherbergi. Strax farin að innrétta í hausnum á mér!

þriðjudagur, júní 27, 2006

Svefnrugl

Eitthvað hefur fríið farið í mig þar sem ég hef undanfarna daga vaknað um 6 leytið að morgni og bara barist við að sofna aftur. Í dag á frídegi mínum var ég komin á fætur fyrir klukkan átta að morgni.... er ekki í lagi??? En ég lá í um tvo tíma að reyna að sofna aftur en ekki séns í helvíti að ná því. Eins og allir vita er ég mesta svefnpurka í geimi.

En eins og ég sagði í gær ég gæti alveg vanist þessu ljúfa lífi að eiga smá frí bara verst veðrið er mér ekki hliðhollt. Oh ég verð aldrei brún í sumar... einhver álög hvíla á mér að það er bara sól þegar ég er að vinna.

Humm kannski ég horfi á eina bíómynd og fer svo að gera eitthvað af viti.

mánudagur, júní 26, 2006

Frí something I can get used to.

Minns er bara í fríi í nokkra daga í röð og ég verð að segja þetta er svoooo ljúft. Vakna bara whenever og fá sér kaffibolla í rólegheitum og lesa mbl. Gæti alveg vanist þessum lífstíl að hafa ekkert á dagskránni fyrir daginn í dag. Auðvitað má alltaf setja í þvottavél, skúra gólf eða þrífa glugga en ekkert sem liggur á.

Dagurinn í gær var mesti tjilldagur ever... óhollustudagur en æði samt sem áður. Fótbolti, bjór, sjónvarpsgláp, junkfood, meiri fótbolti, alsherjar haugadagur.

Ég er komin með gæludýr sem er að gera mig geðveika. En gæludýrið heitir Frissi fluga og er óþolandi.

sunnudagur, júní 25, 2006

Partý hartý

Í gærkveldi var smá teiti hér í A702. Úff púff smáááá þynnka í dag. Heimatilbúið actionary sló rækilega í gegn og screwdriverar voru drukknir eins og vatn. Ótrúlegt hvað vökvi getur haft mikil áhrif á mann. Ég er með ummerki um allann líkamann eftir drykkju gærkveldsins en er þó ekki alveg viss hvernig þau urðu til.

Gugga til hamingju með að vera orðinn kennari!!!

Þórunn hringdi í dag og er á leiðinni til mín í heimsókn með Birtu.... vúhúhúhú! Gaman gaman! M&P koma líka í júlí og Erna og Stebbi eru að spæla í að koma líka. Bara stuð! Og ég hélt að enginn myndi koma í heimsókn í sumar. Týpískt!

miðvikudagur, júní 21, 2006

Afslöppunardagur

Nei sko haldiði að kellingin hafi ekki barasta eldað fisk í matinn. Hlín og ég vorum komnar með fráhvarfseinkenni frá fiski þannig við tókum yfir eldhúsið hjá Hildi og elduðum dýrindis þorsk með massífu salati og kryddsmjörsbrauði.... mmmmmmmm!!! Maður ætti að elda mun oftar en maður gerir en einhvern veginn tekur því ekki fyrir einn og stundum er ves að reyna að finna aðra til að elda fyrir. En dagurinn í dag var kærkomin afslöppun eftir rugl síðustu daga.

Myndir síðustu rugldaga eru komnar inn á síðuna.

mánudagur, júní 19, 2006

Sumarfrí

Þá er ég búin í prófum og þarf ekki að hugsa um neitt nema fara í vinnuna það sem eftir er sumars.... bara gaman.

Fyndið í dag var fyrsti dagurinn sem ég mátti virkilega sofa út en neiiii þá vaknaði ég á klukkutímafresti frá klukkan fimm í nótt. Ætli það taki ekki einhvern tíma að fá svefnrútínuna í eðlilegt horf.

Helgin var meira en lítið rugluð eins og gengur og gerist þegar maður býr í Köben, djammar með vitleysingjunum mínum og er búinn að ákveða að fagna ærlega. Myndir verða ritskoðaðar en mæli með að fólk tjekki á myndasíðu Hildar...
Magnað hvað fólki dettur í hug að gera þegar það hefur drukkið nokkra bjóra.

Veðrið er yndislegt er að spá í að hjóla niður í bæ og slæpast þangað til ég á að fara að vinna.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Engin skorpulifur hér!

Gódar fréttir á mbl:
Tækni & vísindi AP 13.6.2006 16:15
Kaffi hlífir lifrinni við verstu áhrifum áfengis
Kaffi kann að vinna gegn eituráhrifum áfengis á lifrina og draga úr hættunni á skorpulifur, að því er vísindamenn í Kaliforníu greina frá. Rúmlega 125.000 manns tóku þátt í rannsókninni, en einn kaffibolli á dag dró úr hættunni á skorpulifur um 20%. Fjórir bollar minnkuðu hættuna um 80%. Þessara áhrifa gætti hjá bæði konum og körlum af ýmsum kynþáttum.

Thannig ég get haldid áfram ad drekka mitt kaffi og fá mér bjór!!! Ég var eiginlega farin ad vorkenna lifrinni minni en núna hef ég engar áhyggjur.

Annars gladdist ég ekkert smá í gær yfir øllum theim kvedjum sem ég fékk. Ekkert smá gaman ad vita til thess hvad margir hugsa til manns. TAKK ÆDISLEGA FYRIR!

Núna er bara tæpur sólarhringur í vørnina.... sjitturinn titturinn! Erum núna bara ad útbúa fyrirlesturinn og setja upp verkefnid á tøflurnar. Ég tek myndir af øllu thegar thetta er búid. En ótrúlegt hvad madur finnur alltaf eitthvad meira til ad laga eda bæta vid.... Ég tharf ad vita hvenær ég á ad stoppa en ó well lærist kannski einhvern tíman.

þriðjudagur, júní 13, 2006

til lykke med fødselsdagen

Shitturinn titturinn minns er bara ordinn 25 ára gamall. Vóóóó súrt ad vera í skólanum núna klukkid er hálf thrjú og ég sé ekki fram á ad fara heim neitt á næstu klukkutímum. En váááá hvad ég ætla svoooo aldeilis ad hafa thad gaman á fimmtudag.

En annars til hamingju med daginn ég!

mánudagur, júní 12, 2006

Hjól!

Mér finnst enn alltaf jafn fyndid ad sjá fólk hjóla í hælaskóm eda jakkaføtum eda jafnvel med húsgøgn. En eitt sem ég hef velt fyrir mér er støngin á karla hjólum. Akkuru er hún tharna? Er ekki miklu verra fyrir karlmenn ad detta á thessa støng? Gegnir hún einhverju hlutverki?

Verd hér í skólanum fram á nótt.... ú hvad ég hlakka til. Ég og Thráinn fórum ádan í Nettó ad kaupa lærdómsbirgdir... nokkrir bjórar læddust med alveg óvart. Mínar birgdir voru hollari en Thráins...nanananana. Svo á ég ógó flottann stól... ætla ad vígja hann á strøndinni á føstudag í thynnkunni minni. Thad er meira ad segja bjórhaldari á honum.

Sólgleraugu innandyra er kúl... manni lídur eins og madur sé í fríi. Shiiiit hvad ég verd ad fara ad gera eitthvad af viti.

laugardagur, júní 10, 2006

Sólskin enn og aftur

Ég sit hér við borðstofu/skrifborð/málningar/stofuborðið mitt og horfi útum gluggann það er geggjað veður enn og aftur! Snökt snökt snökt... nokkrir dagar eftir og eins gott að vera dugleg þangað til þannig maður falli nú ekki. Frétti það hefðu 4 af 8 útskriftarnemum fengið fall á einum prófdeginum. 50% fall fyrir lokaverkefni....shitturinn titturinn. Nú er ég sko hrædd! En eins og ég sé það þá á ég bara ár eftir af venjulegum skóla. Síðan tekur við önn í skiptinám (nokkrar hugmyndir komnar um hvert ég vil fara), svo önn í praktík og svo er bara lokaverkefnisönn. Ég er nýbyrjuð og bara aaaalveg að verða búin.

Ég var ógeðslega dugleg í gær það var bara eitt par af bjór og ég var fyrst af liðinu til að fara heim í bælið. Sko maður átti sannarlega skilið þessa tvo bjóra sökum of mikillar setu fyrir framan tölvu. Geri ráð fyrir að önnur eins seta muni eiga sér stað í dag... en ætli maður fylgist ekki með HM með öðru auganu. Jæja best að halda áfram....

föstudagur, júní 09, 2006

Sól og blída

Stud stud stud alltaf hreint...

Í dag er eitt thad besta vedur sem sést hefur á thessu herrans ári. Helgin á ad vera med besta móti spád jafnvel uppí 30 stiga hita. Ædi pædi ég mun eyda thessum døgum innandyra fyrir framan tølvu. Svo væri alveg týpískt ad thegar ég er loks er búin ad øllu og ætla ad fara ad vinna á taninu thá kemur rigning. En vonum thad besta.

Ég er ordin nett gedveik á ADT forritinu og excel er ekki vinur minn já og tølvan mín hér í skólanum er med einhverjar gedsveiflur. Akkuru fæ ég alltaf svona frábærar hugmyndir ad gera einfalda hluti flóknari bara út af thví thad er tøff?

Oh ég vildi ég væri í leikskóla aftur eda jafnvel 6 ára bekk... allt var svoooo miklu einfaldara thá. Frá og med næsta midvikudegi fer ég ad telja nidur... thá thegar ég verd 45 ára thá er ég bara 5 ára!

miðvikudagur, júní 07, 2006

Gledi og hamingja

Eins og ádur hefur komid fram thá er búid ad loka á msnid hér í skólanum en hinsvegar thá virkar Skype.... allir ad bæta mér vid thar. Skypenafnid kemur øllum á óvart en thad er Hrebbna. Mig vantar einmitt fleiri á listann hjá mér til ad rugla í.

Hjólid mitt fannst.... einstaklega sátt vid thad verd ég ad segja. Fékk úr Stæ-edlisfrædiprófinu í gær....einstaklega sátt vid thad einnig. Breytingar til hins góda í vinnunni.... einstaklega sátt vid thad. M&P eru ad koma til DK í júlí.....einstaklega sátt vid thad. Vika thangad til ég fer í prófid svo kemur suuuuumar....einstaklega sátt vid thad. 6 dagar í hálffimmtugt....ekki alveg eins sátt vid thad.

Mig vantar einhvern til ad koma og vaska upp hjá mér, thad er bara svooooo leidinlegt. Ég býd øllum gistingu gegn uppvaski...any takers?

mánudagur, júní 05, 2006

bjórdrykkja og fimleikaæfingar

Ég á við slæmt vandamál að stríða! Þegar ég er komin í nokkra bjóra þá tel ég mig geta allt.... Síðasta föstudag fórum við nokkur í skólanum í fælledparken að sötra öl. Rosalega gaman verð ég að segja en eftir nokkra kalda fórum ég og Harpa að gera brýr, handahlaup og aðra glæfralega hluti. Í dag geng ég um eins og hölt hæna vegna rosalegra harðsperra.

Föstudagskvöldið einkenndist af því að ég var alltaf á leiðinni heim eftir klukkutíma.... ég komst heim til mín um fimm leytið um morguninn. Ce la vie! Gaman að vera eina stelpan með eitt stykki fótboltaliði....

Glápið: X-men 3 stenst ekki væntingar, Kiss Kiss Bang Bang er meistaraverk, DaVinci Code verður barin augum í vikunni.

P.s. hjólinu mínu var stolið!