mánudagur, júní 05, 2006

bjórdrykkja og fimleikaæfingar

Ég á við slæmt vandamál að stríða! Þegar ég er komin í nokkra bjóra þá tel ég mig geta allt.... Síðasta föstudag fórum við nokkur í skólanum í fælledparken að sötra öl. Rosalega gaman verð ég að segja en eftir nokkra kalda fórum ég og Harpa að gera brýr, handahlaup og aðra glæfralega hluti. Í dag geng ég um eins og hölt hæna vegna rosalegra harðsperra.

Föstudagskvöldið einkenndist af því að ég var alltaf á leiðinni heim eftir klukkutíma.... ég komst heim til mín um fimm leytið um morguninn. Ce la vie! Gaman að vera eina stelpan með eitt stykki fótboltaliði....

Glápið: X-men 3 stenst ekki væntingar, Kiss Kiss Bang Bang er meistaraverk, DaVinci Code verður barin augum í vikunni.

P.s. hjólinu mínu var stolið!

Engin ummæli: