miðvikudagur, júní 28, 2006

Gleði og hamingja

Flestir hafa heyrt mig kvarta yfir holunni í veggnum a.k.a íbúðin mín. Í dag kl. 08.14 fékk ég yndislegar fréttir. Ég er komin með stærri íbúð hér á kollegíinu!!!! Ég var meira að segja fyrst á lista og fékk að ráða hvenær ég myndi flytja inn.... þannig ég valdi 1.ágúst. No more A702 nú verður það M217.... Það var búið að segja við mig að ég fengi ekki íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir hálft ár. Oh gaman gaman. Nú fæ ég alvöru eldhús, stofu, bað og svefnherbergi. Strax farin að innrétta í hausnum á mér!

Engin ummæli: