Þá er ég búin í prófum og þarf ekki að hugsa um neitt nema fara í vinnuna það sem eftir er sumars.... bara gaman.
Fyndið í dag var fyrsti dagurinn sem ég mátti virkilega sofa út en neiiii þá vaknaði ég á klukkutímafresti frá klukkan fimm í nótt. Ætli það taki ekki einhvern tíma að fá svefnrútínuna í eðlilegt horf.
Helgin var meira en lítið rugluð eins og gengur og gerist þegar maður býr í Köben, djammar með vitleysingjunum mínum og er búinn að ákveða að fagna ærlega. Myndir verða ritskoðaðar en mæli með að fólk tjekki á myndasíðu Hildar...
Magnað hvað fólki dettur í hug að gera þegar það hefur drukkið nokkra bjóra.
Veðrið er yndislegt er að spá í að hjóla niður í bæ og slæpast þangað til ég á að fara að vinna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli