föstudagur, október 31, 2003

Gleðilega hrekkjavöku!!!

Tjekkið á myndaalbúminu til að skoða graskerið sem ég er búin að vera að skera út í dag og búninginn minn fyrir kvöldið oh gaman gaman.

Það er víst bannað að vera í sama búning og í fyrra þannig vinkona mín dróg mig út í gærkveldi að finna nýjan búning.
bjórinn er við hönd og nú er bara að fíla daginn!


Og hafiði það!

fimmtudagur, október 30, 2003

Ég á mitt eigið herbergi!!!!

Vá hvað þetta er æði! Komin með tölvuna og sjónvarpið inn í herbergi þannig nú get ég legið uppi í rúmi og horft á þættina sem ég hef downloadað.... þið verðið að horfa á teiknimyndir sem heita Homemovies!!


Mér líður ömurlega.... hestapillurnar eru að eyðileggja í mér magann... búin að vera ælandi síðan um hádegi í gær. Þannig núna er það ákvörðun..... öskrandi sársauki eða ælandi. Valdi fyrri kostinn! Búin að vera að reyna að tala við lækninn en hann svarar bara ekki. Ömurlegt!


Djöfull er ég að fíla þetta setup á herberginu!!!

Hrekkjavaka á morgun!! vei vei vei vei!
Og hafiði það!

miðvikudagur, október 29, 2003

Fögnum í dag

Gellan (þið vitið Lex) er að flytja í dag og klárar flutninginn á morgun. En sefur ekki hér í nótt!!! það er svo gaman í dag!
En hún var alveg getur þú ekki hjálpað.... öööö nei!

Og hafiði það!

fyrst a rettunni svo a rongunni tjutt tjutt trallalala

Mjög dösuð! Hringdi í lækninn og bað um einhver lyf sem myndu slá á verkinn án þess að gera mig að kartöflu sem talar. Án djóks þá er ég ógeðslega sljó! Og ekki væri verra ef pillurnar væru aðeins minni en tíkallar!

Þarf að læra en það gengur eitthvað illa þar sem mér líður einkar furðulega.


Eva auglýsir hér eftir karlmanni

Það er verið að laga þakið og það eru svo mikil læti. Ekki gaman!


Og hafiði það!

þriðjudagur, október 28, 2003

Gvuð minn almáttugur hestur ætti bágt með að kyngja þessum pillum
massa stórar alveg! Annars fór ég til læknis í morgun og allt liðið sem var þar gerði það að verkum að ég varð hrædd. Allir að skoða mig og nei þetta er ekki eins og það á að vera.
Þannig ég fékk neyðartima hjá bæklunarlækni...vei! Þannig nú er ég bara að bíða eftir að komast þangað.

Svo á ég að hringja á hina læknastofuna og láta þau vita hvað þetta var. Halló ég veit ég fór úr axlarlið og öxlin er ekki alveg komin á réttan stað. Very simple!

Mamma var svo að segja mér frá því þegar ég fór alltaf úr olnbogalið sem krakki. Þá var höndin hreyfingarlaus og alltaf niður og ég voðalega þreytt. Nei sko alveg nákvæmlega sömu einkenni og núna. Fínt get samt haft lyklaborðið yfir lærin og vélritað.

úff ég vona þetta verði ekki sárt eða verra en það er.

Og hafiði það!

mánudagur, október 27, 2003

p.s.

hehe annað!

Jon er að flytja á laugardag en æ æ æ ég get ekki hjálpað því ég er meidd muahhahaahha.

Halloween næsta föstudag og það er massa partý hér. Vúhú og ég þarf ekki að vakna snemma daginn eftir til að keyra á mót. veiveiveivei
Ok nett pirruð að gellan skuli ekki enn vera flutt..... bara 3 dagar eftir... I can make it!

Er eðlilegt að geta talað í síma ca 5 klukkutíma á hverjum degi???
Er eðlilegt að ein manneskja noti heila klósettrúllu á hverjum degi???


AAARG ég þarf að nota símann búin að sitja hérna í næstum tvo tíma að bíða.... ég þarf að hringja á lækni í guðanna bænum. VEiiiii loksins!!!! Týpískt að síminn er þá batteríslaus.

En gvuð hvað mér er illt!!! Nú þegar áfengið er ekki lengur í blóðinu er ég búin að vera að éta advil(íbúfen) eins og það sé nammi.
Leikurinn í gær.... djöfull skemmtilegur og það var vibbaleg rigning og frekar dimmt. Oj barasta!!! Svo náttúrulega varð ég svo óheppin að fara úr axlarlið. Einstaklega þægilegur viðburður. En sko málið þetta varð ekkert sárt strax... ég kláraði leikinn og allt og lenti á öxlinni aftur og alles. En eftir á váááááhá þannig eina ráðið við sársaukanum var að drekka sig fulla.

Ok klukkutíma eftir leikinn voru allir komnir vel í bjórinn. Það var líka í gangi hafnaboltaleikur THe World Series og sem sagt liðið hérna var að keppa um heimsmeistaratitilinn. Þegar "okkar" lið hafði unnið var drukkið enn meira til að fagna.

næsta sem ég veit er slatti af fólki búið að ákveða að fara með vini mínum að fá sér tattú en við fórum á 4 staði en allir lokaðir. Þannig þess í stað var farið á Denny´s að borða.

Úff smáááá þynnka í dag... öll skotin sem maður tók í gær ekki að gera það gott. En verra var nú sársaukinn í öxlinni.

föstudagur, október 24, 2003

Lífið er yndisleg

Búin að vera með brjálað æði fyrir íslenskri tónlist í dag.... eyjalaga diskurinn að gera það gott. Svo náttúrulega syng ég með öllu. Val kom heim áðan hélt ég væri að missa vitið. Æ só what búin að sitja á fundum í allann dag með nemendaráði og einhverju fleiru bullshiti. Komin með nóg af þeim pakka.

Varð frekar reið í gær.... það mættu 3 manneskjur á æfingu! Mest pissed þar sem við erum að spila á morgun. Þannig æfingin sem ég ætlaði að hafa í eftirmiðdaginn breytist í morgunæfingu.... sko skyldumæting því það á að fara yfir stöður og fleira. Djöfull er ég vond.... hehehe.

Oh nenni ekki að fara að laga til hérna.... það þarf samt að gera eitthvað ekki eru hinar gellurnar að gera rassgat.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KATLA

fimmtudagur, október 23, 2003

Hjúkket stressið búið fyrir helgina

Ok fyrirlestur í gær um fornleifauppgröft í Tonina og í dag um húsverkaskiptingu í hjónabandi... nóg af stressi en heppnaðist allt mjög vel.

Æfing í kveld voða gaman....síðan ætla ég að sitja og horfa á loftið... ekki gera rassgat.

En æfingin í gærkveldi fór vel.... ég lét þær gera allskonar æfingar misskemmtilegar samt.

Æ vá nenni ekki að skrifa....

HALLOWEEN eftir viku...veiveiveiveiveiveivei

miðvikudagur, október 22, 2003

Muhahahhaa

Pælið í fyndnu.... ég á að vera þjálfari á rugby æfingu í kvöld!! Mér finnst þetta massíft fyndið því ég kann mjög lítið í þessari íþrótt.... hhehehehehe og svo hlæja aðeins meira muhahahahaha.

Koma svo stelpur hlaupa já ég sagði hlaupa.... ég veit þið getið betur, nei ekkert svona engar pásur nei sagði ég ekkert vatn! Já ég er vond.... anti-sportistinn sjálfur.

Ok annað: Er maður ekki aðeins eldri en maður hélt þegar megnið af síðunum sem eru í favorites hjá manni eru barnalandssíður??

Dabbi og Ellen góða ferð til Köben og ekki drekka of mikinn bjór. Amma Lilla og Gunnar og Hera til hamingju með afmælið í dag!!

Akkuru eiga ALLIR afmæli í október??

þriðjudagur, október 21, 2003

Hallóóóóó

Föstudagur

Fór í draugahús eða draugabæ ég bjóst við einhverju rosalegu en neiiii skræfan ég varð ekki einu sinni hrædd. Þá er eitthvað virkilega að. Humpf!

Laugardagur

Íslendingafélagið var með grillveislu í almenningsgarði hér fyrir sunnan... hehehe. MMM SS pylsur með tómat, steiktum, remúlaði og SS sinnepi... bara gott. Ég vann gjafakörfu með ávöxtum og rauðvíni í. Ég sem vinn aldrei neitt. já ég fékk Jonathan, Söruh og mömmu þeirra til að koma með og þau skemmtu sér konunglega. En Jon þurfti að fara að vinna og Sarah þurfti að hitta vini sína (hún býr í Orlando)

jæja þá var ég og Debra eftir við ákváðum bara að skella okkur í bíó. Mjög gaman. Við náum mjög vel saman sem er mjög gott. Síðan þegar Sarah var búin að hitta vini sína fórum við allar í Tívolí sem var rétt hjá húsinu þeirra. Sko hugmyndind var að fara á Chippendale´s sýningu allar þrjár en svo kom í ljós að hún var kvöldið áður....damn. En þetta var allt saman voðalega skemmtilegt.

Síðan fórum við aftur heim til þeirra og Jon kom heim og allir borðuðu ís og horfðu á Vídeó ( tók mig ca 10 mín að sofna yfir myndinni.)

Sunnudagur
Sváfum sko í Hollywood um nóttina. Vaknað lært aðeins síðan farið í WAlmart.... ég keypti Digital Myndavél á $20 ok piece of shit en virkar þó. Síðan farið heim til Boca og lært fram á kvöld. Oj Oj oj.

humm hvað nú? sit með G&T að tjatta á MSN að leita að heimildum um skiptingu húsverka milli kynja að hlusta á heavy góða tónlist. O sweet life.


P.S.nananananana ég á líka SS pylsur inni í frysti og Haribó Stjerne Mix fyrir framan mig. HEHE og ég borðaði ekki pylsur fyrr en í sumar.

mánudagur, október 20, 2003

Úff helgin búin

Gæti skrifað slatta en nenni því ekki ákkúrat núna... skrifa fullt á morgun ég lofa.

fimmtudagur, október 16, 2003

Geisp!

Það verða allir að heyra lagið sem heitir Seven Nation Army með White Stripes... ég elska þetta lag og spila það grimmt. En það verður að hlusta á það mjög hátt til að fá rétta fílinginn.

Svo var ég einnig að uppgötva nýjan leik... eða ok þetta er Gameboy emmulator, sem sagt GameBoy á PC tölvunni. Gvuð minn almáttugur ég er húkt. Jon og ég erum búin að vera að keppa við hvort annað eins og vitleysingar.

Í gærkvöldi fór ég á Íþróttaráðsfund, já ég er í því, hehehehehe og síðan í Salsa partý á vegum skólans sem vinkona mín skipulagði. Ok ég er vond ég var í þessu partýi í ekki meira en 5 mínútur. Mjög fyndið eftir fundinn settist helmingurinn af liðinu niður úti og kveikti sér í sígó.

Ég fékk félaga minn sem er í nemendaráðinu að redda mér lista yfir alla íslendingana í skólanum, maður þarf að hafa eitthvað leyfi en ef maður þekkir rétta fólkið getur maður fengið hlutina gerða eins og skot án þess að fylla út svo sem eitt eyðublað. Ég þoli ekki þetta skriffinnskuveldi sem er hérna í USA. Það tekur fokking mánuð að fá stimpil á blað.

Jæja best að koma sér í skólann. (oh verð ég???)

miðvikudagur, október 15, 2003

Til hamingju með tvítugsafmælið elsku besti bróðir minn

nohh litli bróðir bara orðinn tvítugur!

Lítið búið að vera að gerast fór á æfingu í gærkvöldi... hélt ég myndi drepast. síðan er bara búið að vera að lesa eins og vitleysingur. Hugmyndin fyrir helgina er að fara á Fright Nights og svo grillveislu Íslendingafélagsins. Ég átti að fara til Gainesville um helgina á rugbymót en það var hætt við það.

Svo er ég að vinna að verkefni sem rannsakar hvort hjónabönd hafi jafna verkaskiptingu og hvernig þau líti á verkaskiptinguna. Mjög skemmtilegt. Síðan þarf hópurinn minn að flytja þetta fyrir bekknum sem síðan gefur okkur einkunnir, Síðan gefum við hvor öðru einkunnir sem byggjast á samvinnunni.

Ég er farin að þrá alvöru heimilismat. Það hefur tíðkast hér á heimili að vera að borða á hlaupum þannig næstum alltaf þá er það pasta úr pakka en ég er samt búin að læra að gera það aðeins betra. Mig langar í hollann, góðan mömmumat. Kannski ég geri tilraun um helgina að elda eitthvað slíkt.

sunnudagur, október 12, 2003

HAHAHAHAHA

Pælið í fyndnu ég var að kenna efnafræði. Sem sagt ein stelpa úr liðinu og Ben (sem var í sama herbergi og Jon síðustu önn) eru í efnafræðikúrs sem ég tók síðustu önn. Og þau voru bæði að eypa úr stressi og báðu mig um að fara yfir efnið með þeim. Sem ég gerði. Og þau virtust skilja miklu meira. Mér finnst þetta massíft fyndið þar sem ég er nú ekki þekkt fyrir að vera neitt sérstaklega sleip í raunvísindum. En mér hefur yfirleitt gengið vel í efnafræði... veit ekki afhverju.

Í gær var grillveisla á ströndinni með International fólkinu og rugbyliðinu...´rosalega gaman. Spiluðum rugby á ströndinni og svo volleyball í sjónum (shit hvað það er erfitt). Síðan í gærkvöldi var Carlos vinur okkar einn heima þannig eitthvað af fólki mætti heim til hans að spila og svona. Carlos er í hljómsveitinni með Jon þannig þeir fóru að spila eitthvað þegar fáir voru eftir og þeir létu mig og einn vin þeirra sem kallaður er Kaffi (Coffee) spila á blokkflautu, bassa og synthezieser (hvernig sem það er skrifað) hehe Ógeðslega skrítið/fyndið.... þetta var eins og djössuð útgáfa af SigurRós. Ok ok þetta var þvílíkur hávaði en við hverju er að búast þegar fólk er á eyrunum??

Núna er ég enn einu sinni að bíða eftir að kapalgaurinn komi að laga netið mitt. Þetta er ansi pirrandi en ég fékk heilan mánuð frían út af þessu.

Dagskráin í dag: Læra hagfræði síðan horfa á Matrix Reloaded einhverntíman og svo líklega bíó í kveld að sjá Kill BIll.

föstudagur, október 10, 2003

Halllllóóóó og gleðilega helgi.

Val átti afmæli í gær og í tilefni af því var mér boðið í mat til frænda hennar og kærasta hans. Þeir eru svona steríótýpan (Birdcage) af gay hjónum. Þetta var massíft gaman... en úff svoldið mikið hvítvín... ég er með léttvínsdrykkjuþynnkuhausverk núna. Þeir eru voðalega hrifnir af Íslandi þó þeir hafi aldrei komið þangað en það er vegna þess hve samkynhneigðir hafa verið fljótir að fá almenn réttindi. Til dæmis fyrst til að lögleiða giftingu og allt hitt.


Kvöldið áður skruppum við Jon, og herbergisfélagar hans að horfa á einn vin okkar syngja í karókí. Mjööög fyndið.

Humm já svo fékk ég allt í einu e-mail frá Íslendingafélaginu hérna. Þau eru með grillveislu næstu helgi... ef ég verð í bænum ætla ég að fara.

Á morgun er grillveisla á ströndinni með rugby liðinu og Alþjóðaklúbbnum. Það verður örugglega skemmtilegt.

Tölvan mín er voðalega góð núna.... Jon reformattaði hana

Jæja farin upp í sófa... oh hann er svoooo þægilegur, einn af þessum þú veist þú sest og vilt ekki standa upp aftur.

miðvikudagur, október 08, 2003

VEi Vei vei

Í gær keyptum við sófa! Þvílíkur munur..... liggja upp í sófa og kúra og horfa á sjónvarpið. Annars tók all verulega á að koma honum hingað. Í fyrsta lagi mættum við 3 stelpur að sækja hann í búðina (thrift stores rokka feitast) og þá var spurt Hvar eru strákarnir.... við náttúrulega ekki alveg sáttar við þessa spurningu, tókum massann á etta og upp í pallbíl vinkonu Val. Ok þetta er ansi stór sófi og ég bý á annarri hæð (engin lyfta). Og það er frekar þröngur stigi og gangur. Jæja við komumst loksins upp stigann og komnar að hurðinni okkar og þá koma nágrannarnir að hjálpa, nokkrir milli tvítugs og þrítugs sem búa í næstu íbúð.... ok ég bara spyr þeir hljóta að hafa heyrt í okkur fyrr. Humpf allavega komumst við loks á leiðarenda.

Eftirköst ég get ekki lyft handleggjunum og mér er massíft illt í bakinu.

Massíft mikið að gera í skólanum.... Um helgina þarf ég að hitta einn hóp í félagsfræði og annan í hagfræði og það á að læra allt það sem við kunnum ekki. Vinnuhópar taka jafnmikinn ef ekki meiri tíma en að fara í sjálfa tímana. En gerir allt auðveldara. Svo í þokkabót nóg að gera í rugbyinu...en ég fór ekki á æfingu í kvöld því ég þarf að læra of mikið.

Jæja ég minni á að það er vel liðið að fá e-mail!!!

sunnudagur, október 05, 2003

Prófið gekk vel held ég.... hversu góð er ég í brjálaðri stærðfræði án þess svo mikið sem mega að líta á reiknivél.
Annars voru drukknir nokkrir bjórar og svona bara nett tjill yfir sjónvarpinu. Jú og ég kíkti á rugbyleik.

Svo bjó ég til hillusamstæðu....á vísu eftir að mála hana.
Svo bjó ég einnig til 3 myndaramma úr pappakassa og akrýlmálningu.
Jon og Val vilja meina að ég sé hrikalega hugmyndarík en þetta kallast sjálfsbjargarviðleitni.

Hefði getað farið á Radiohead og Supergrass tónleika en það nennti enginn með mér í gær.... pældu í fólki!!! Þeim fannst Radiohead leiðinleg hljómsveit og vissu ekki einu sinni hvað Supergrass var!!! Jon hefði farið með mér því hann fílar Radiohead en hann þurfti að vinna......AAAARG!

Í dag fórum ég og Val í búð hjálpræðishersins en þar fann ég geðveikt flottann kokteilhristara á $3 þannig ég keypti hann. Sáum þar sófa en okkur var bent á að kíkja fyrst í aðra svona notaða búð og þannig ég ætla að fara þangað í vikunni. Ég fór einnig í dýrustu verslunarmiðstöð á Florida að finna afmælisgjafir handa Dabba bró, Kötlu og Val (hinum herbergisfélaganum) la la la la la

Oh ég nenni EKKI að læra.... komin með smá svona ógeð. Búin að læra yfir mig síðustu vikurnar.

laugardagur, október 04, 2003

Klukkið er núna 6.49 á laugardegi og ég er búin að vera vakandi í 49 mínútur.... hvað er að??? Ég er að fara í eitthvað ljótt próf.

fimmtudagur, október 02, 2003

Veiii Hrebbna vera dugleg

Jæja fyrst ég kemst ekki á æfingu í kvöld ákvað ég að labba heim úr skólanum í stað þess að reyna að fá far (Jon var farinn í vinnuna). Að þessu sinni var freeeekar heitt úti og rushhour í þokkabót (enginn stoppar þá á gangbrautum... meira að segja þó grænikallinn er) Og næst ætla ég að muna eftir ferðageislaspilaranum.

Góðar fréttir: Lex er að flytja... hún fer líklega á morgun!! ÉG er mjög hamingjusöm... kannski ég fagni þessu og fæ mér bara einn bjór. mmmm ahhhh fyrsti sopinn alltaf góður.

Komst að því mér finnst sojamjólk eiginlega betri en venjuleg mjólk. Maður lærir ýmislegt á því að búa með grænmetisætu. Hún er að reyna að fá mig til að borða tofú, en sko alltaf þegar ég hef smakkað það hefur það verið vibbi. En aftur á móti hefur það verið á stöðum sem ekki eru þekktir almennt fyrir góðan mat....mötuneyti FAU þ.e.a.s. MMM bakað eggaldin með raspi og kryddi er svooooo gott.

Keypti ógeðslega sniðugt ískaffimix (sem er ekki óhollt og með tonn af sykri, allt sem ég hef séð hefur verið baaaara sykur) maður hellir upp á kaffi og setur svona útí og svo klaka og nammi nammi namm.

Ég held það sé greinilegt að ég er svöng... best að fara að finna eitthvað til að næra sig á.
GEISP!

Jon baud mer ut ad borda i morgunmat i morgun... nammi namm. En kaffid er ekki ad virka thar sem eg er ad geispa golunni herna. Passid ykkur eg er ad klara surefnid.

miðvikudagur, október 01, 2003

Zulu

Að zulua er hefð sem er tekin eftir fyrsta leik oftast (þó margir geri þetta almennt á stórmótum) Þá strippar maður fallega á barnum (rugby strákar eru með mjööööög flotta líkama) og svo hleypur maður hring í kringum staðinn nakinn. Að þessu var barinn á ströndinni þannig þeir hlupu um ströndina naktir við mikinn fögnuð viðstaddra. Sá mjög mikið af þessu í Savannah þegar ég var á móti þar í vetur/vor.

Fyrsta skipti sem maður skorar mark (sem er mjööög erfitt) Þá verður maður að drekka fyrsta bjórinn úr takkaskónum sem maður spilaði í.....Viðbjóður! Síðan drekka allir úr skónum þ.e.a.s. allt liðið.

Sem betur fer er liðið mitt ekki mjög hart á þessum hefðum. Okkar skilyrði við fyrsta mark að þú verður að drekka all slatta um kvöldið. Yfirleitt nokkur staup líka.

Ég hef einnig heyrt að sum lið fyrir norðan láta alla nýliða spila heilan æfingaleik nakið. Úff og ég læt ekki einu sinni sjá mig á bikíni.

Enn einn þáttur í sápuóperu Hrebbnu!
Töluðum við Lex í dag og báðum hana um að fara sem fyrst. Þetta gengi ekki lengur. Að meirihluti íbúa sé hræddur við að koma heim til sín vegna hinna íbúanna virkar engan veginn. Hún fór náttúrulega að öskra og svona og segja að við værum ekkert skárri sambýlingar en samt gat ekki gefið nein rök.

Síðan er ég kom heim af æfingu var hún svaka kammó og fór að reyna að tala við mig og eitthvað spyrja mig af hverju og ég sagði henni öll atriðin sem ég fíla ekki og hún skildi ekki af hverju. OK ég er að læra stíft undir próf og hún fer að öskra á mig út af einhverju sem ég veit ekki einu sinni.... hún skildi ekki af hverju mér fannst það óþægilegt. Svo sagði hún að hún er búin að vera í vondu skapi út af öðru en ekki út af því að búa hér..... ok bíddu bíddu af hverju erum við þá hræddar við hana?
Bara allskonar.... rugl. Ef hún finnur engan stað til að fara á ok þá verður hún hérna í tvær-þrjár vikur í viðbót. Þó ég sé nú engan veginn að meika það. Svo segir hún að hún eigi enga vini lengur.... já veistu út af því að þú ert búin að vera svo hrikalega vond og leiðinleg við ALLA. Samt er hún alltaf með einhverju liði. ÉG er ekki að skilja alveg.

Allavega að öðru.... ég hélt mér hefði gengið alveg ömurlega á tveimur prófum í síðustu viku því ég var drulluveik daginn fyrir og daginn sem ég tók þau... hélt ég hefði ekki lært nóg (heililnn var ekki að fúnkera þá) En það kom bara langt fyrir ofan meðaltal í þeim báðum. Fékk fínar einkunnir. Hrebbna vera sátt!

Jæja ég ætla að fara að læra ööö öllu heldur fara í sturtu fyrst...smá blautt á æfingu.

Ráð Dagsins

ekki kaupa sólgleraugu....því þá hættir ekki að rigna. Ég keypti mér sólgleraugu á laugardag því ég sá ekkert og mínútan sem ég setti þau á mig rigndi og það hefur ekki hætt síðan... nema smá stund þegar ég gleymdi þeim í bílnum. AUDDA!