fimmtudagur, október 02, 2003

Veiii Hrebbna vera dugleg

Jæja fyrst ég kemst ekki á æfingu í kvöld ákvað ég að labba heim úr skólanum í stað þess að reyna að fá far (Jon var farinn í vinnuna). Að þessu sinni var freeeekar heitt úti og rushhour í þokkabót (enginn stoppar þá á gangbrautum... meira að segja þó grænikallinn er) Og næst ætla ég að muna eftir ferðageislaspilaranum.

Góðar fréttir: Lex er að flytja... hún fer líklega á morgun!! ÉG er mjög hamingjusöm... kannski ég fagni þessu og fæ mér bara einn bjór. mmmm ahhhh fyrsti sopinn alltaf góður.

Komst að því mér finnst sojamjólk eiginlega betri en venjuleg mjólk. Maður lærir ýmislegt á því að búa með grænmetisætu. Hún er að reyna að fá mig til að borða tofú, en sko alltaf þegar ég hef smakkað það hefur það verið vibbi. En aftur á móti hefur það verið á stöðum sem ekki eru þekktir almennt fyrir góðan mat....mötuneyti FAU þ.e.a.s. MMM bakað eggaldin með raspi og kryddi er svooooo gott.

Keypti ógeðslega sniðugt ískaffimix (sem er ekki óhollt og með tonn af sykri, allt sem ég hef séð hefur verið baaaara sykur) maður hellir upp á kaffi og setur svona útí og svo klaka og nammi nammi namm.

Ég held það sé greinilegt að ég er svöng... best að fara að finna eitthvað til að næra sig á.

Engin ummæli: