mánudagur, október 27, 2003

Leikurinn í gær.... djöfull skemmtilegur og það var vibbaleg rigning og frekar dimmt. Oj barasta!!! Svo náttúrulega varð ég svo óheppin að fara úr axlarlið. Einstaklega þægilegur viðburður. En sko málið þetta varð ekkert sárt strax... ég kláraði leikinn og allt og lenti á öxlinni aftur og alles. En eftir á váááááhá þannig eina ráðið við sársaukanum var að drekka sig fulla.

Ok klukkutíma eftir leikinn voru allir komnir vel í bjórinn. Það var líka í gangi hafnaboltaleikur THe World Series og sem sagt liðið hérna var að keppa um heimsmeistaratitilinn. Þegar "okkar" lið hafði unnið var drukkið enn meira til að fagna.

næsta sem ég veit er slatti af fólki búið að ákveða að fara með vini mínum að fá sér tattú en við fórum á 4 staði en allir lokaðir. Þannig þess í stað var farið á Denny´s að borða.

Úff smáááá þynnka í dag... öll skotin sem maður tók í gær ekki að gera það gott. En verra var nú sársaukinn í öxlinni.

Engin ummæli: