miðvikudagur, október 15, 2003

Til hamingju með tvítugsafmælið elsku besti bróðir minn

nohh litli bróðir bara orðinn tvítugur!

Lítið búið að vera að gerast fór á æfingu í gærkvöldi... hélt ég myndi drepast. síðan er bara búið að vera að lesa eins og vitleysingur. Hugmyndin fyrir helgina er að fara á Fright Nights og svo grillveislu Íslendingafélagsins. Ég átti að fara til Gainesville um helgina á rugbymót en það var hætt við það.

Svo er ég að vinna að verkefni sem rannsakar hvort hjónabönd hafi jafna verkaskiptingu og hvernig þau líti á verkaskiptinguna. Mjög skemmtilegt. Síðan þarf hópurinn minn að flytja þetta fyrir bekknum sem síðan gefur okkur einkunnir, Síðan gefum við hvor öðru einkunnir sem byggjast á samvinnunni.

Ég er farin að þrá alvöru heimilismat. Það hefur tíðkast hér á heimili að vera að borða á hlaupum þannig næstum alltaf þá er það pasta úr pakka en ég er samt búin að læra að gera það aðeins betra. Mig langar í hollann, góðan mömmumat. Kannski ég geri tilraun um helgina að elda eitthvað slíkt.

Engin ummæli: