laugardagur, september 06, 2008

Rugl og bull frá Hildi

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Hótel Phoenix
Le Basilic
Alþingi
Íslensk Matvæli

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Pulp Fiction
Amelie
Kill Bill
Resevoir Dogs

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Florida
Kaupmannahöfn
Reykjavík
Kópavogur

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Scrubs
Kokkaþættir
60 minutes
Greys

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Ísland
Frakkland
Ítalía
Slóvenía

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
facebook.com
mbl.is
visir.is
b2.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Matur a la mamma
Matur a la Pabbi
matur a la Serge
Sushi


Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Smag og Behag
Kokkabækur
Shopaholic Bækurnar
Useless info bækur

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
Uppí rúmí
Frakklandi
Í eigin íbúð sem er stór
Heima hjá M&P

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Bloggar fólk ennþá???
Eva bloggar allavega
svo veit ég ekki
hver og hver og vill og verður

mánudagur, ágúst 11, 2008

Interrail

Erum i R'om nuna.... alltof heitt herna og moskito flugurnar elska okkur thvilikt. Erum bunar ad sja svoooooo marga fallega stadi i Evropu.

Byrjudum i Hamborg forum thadan til Hrefnu og Ben i Kaiserslautern thadan til Trier og Lux. Svo kiktum vid a Dijon i nokkra daga og svo thadan til Marseille. Kiktum a Nice svo thadan til a Milano. Svo var thad Florence og Toskana heradid. Svo komum vid hingad til Rom. Hedan er thad svo strandbaer fyrir utan Rimini og svo Gardavatnid ad hitta Birnu og co. Svo aetlum vid til Ljubljana og Vin og Prag og Berlin.

Thetta er geggjud ferd......

þriðjudagur, júlí 29, 2008

Stutt þangað til

Ekki á morgun ekki hinn heldur hinn!

Þvotturinn er þveginn en það gekk nú ekki áfallalaust fyrir sig. Búin að þvo og þá eru allir þurrkararnir bilaðir... ég með tonn af þvotti og ekki beint þurrkaðstöðu heima hjá mér. Allt reddast á endanum.

Eldaði risotto handa mér og Elínu... namminamm. Ótrúlegt hvað maður getur eldað þegar manni finnst ekkert vera til.

Hlín er einhversstaðar í háloftunum núna á leið til Köben. Gaman gaman.

mánudagur, júlí 28, 2008

Stjörnuspáin!

Tvíburar: Það er eitthvað sem þú gerir mjög svo rétt! Allt í lífi þínu er á sínum stað. Og þar sem þú hefur stjórn á öllu, geturðu hreinlega slappað af og haft það gott.

Ekki slæm stjörnuspá en já slappað verður aldeilis af á næstu vikum. Hlæní kemur annað kvöld og audda er kampavínið komið í kælinn.

Er hægt að vera spenntari???

föstudagur, júlí 25, 2008

6 dagar!

Komin með miðann minn...veiiiiii! Á þessum tíma í næstu viku verð ég og Hlæní í Hamborg að drekka bjór.

miðvikudagur, júlí 23, 2008

Fyrir Evu

Jæja húsmóðirin í Garðabænum heimtar fréttir svo hér koma þær.Það styttist mjög í sumarfríið og ég verð að viðurkenna að tilhlökkunin er að gera út af við mig. Búin að melda mig í heimsókn hjá Lisi í Vín. Langt síðan ég hef séð hana þannig það verður frábært að ná að catch up aðeins. Ætla líka að reyna að ná kaffibolla með Hrefnu Líneik. Hlæní kemur 29. júlí og er ætlunin að borða smá sushi og smakka hvítvín áður en við förum í reisuna miklu.Annars er málið að vinna eins og svín þangað til á föstudag í næstu viku. Reyndar ætla ég að kíkja á tónleika á laugardaginn með sænsku hljómsveitinni KENT með upphitun frá dönsku hljómsveitunum Storm, Hard Candy og Marvel Hill. Hugsa þetta verði skemmtilegt kvöld.Ein spurning hvað tekur maður eiginlega með sér í bakpokaferðalag annað en bakpoka?

mánudagur, júlí 07, 2008

Flutningar

Ég sit hér á RBG með fullt af kössum í kringum mig og bíð eftir flutningamönnunum. Eftir nokkra klukkustundir verð ég komin íbúðina á Vesterbro með kampavín í glasi...

En váááá hvað er búið að vera mikil törn um helgina! Föstudagur: Vinna á hótelinu og svo bjór með vinnufélögunum eftir vinnu. Varð svolítið fuglur. Laugardagur: Vinna eldsnemma á hótelinu, heim að pakka smá, svo vinna á Basilic. Sunnudagur: Vinna aftur eldsnemma á hótelinu, nokkra klukkutíma svefn og svo vinna á Snorks um kvöldið/nóttina. Í dag vaknaði ég eldsnemma til að klára að pakka öllu og ganga frá og fara í bankann og er því búin að vera á billjón í allann dag. Gvuð hvað ég verð glöð þegar ég er búin að þessu öllu! Ætla aldeilis að sofa eitthvað næstu daga því lítið hefur farið fyrir svefni að undanförnu.

Ég á helgarfrí um helgina og ég held barasta að ég geri alls ekki neitt!

þriðjudagur, júní 24, 2008

margt að gerast á næstunni

Eftir flutningana get ég glaðst og hlakkað til svo ofboðslega mikils. Nefnilega eftir 36 daga munum við Hlín halda í ævintýraferð. Interrail í nokkrar vikur um Evrópu, takk fyrir! Þó smáatriðin eins og hvaða lönd okkur langar til og hvað við ætlum að bralla er ekki alveg komið á hreint þá held ég þetta verði frábær ferð. Við erum þó búnar að ákveða að byrja í Berlín (I love that city!) svo líklega halda þaðan til Luxemborg, þaðan yfir til Frakklands og stoppa í Champagne héraði og fara svo þaðan til Bourgogne héraðs. Við ætlum sko aldeilis að smakka á nokkrum góðum vínum. Jæja þegar við getum ekki je ne sais pas lengur þá er það Bella Italia. Hlín fær að skipuleggja þann hluta af ferðinni. En já eftir við komum ekki niður meira pasta er hugmyndin að kíkja aðeins á Grikkland. Málið er bara okkur langar að fara til ALLRA landa í Evrópu en því miður höfum við hvorki tíma né peninga fyrir slíkri ferð í þetta skipti. Ég er viss um að þessi ferð verði bara rétt smagsprøve á það sem koma skal.

Takmark dagsins: Pakka ofan í 2 kassa. Bara spurning um hvar á að byrja.

laugardagur, júní 21, 2008

Ég brosi allann hringinn í augnablikinu. Ástæðan er ég er búin að fá íbúð! Veiiiiii *allir klappa* Ég hoppaði og skoppaði í vinnunni á Snorks í gær þegar ég fékk að vita að ég fæ að flytja þangað. Þetta er dúlluleg stúdíóíbúð á Vesterbro *besta hverfið í bænum*. Ég flyt í kringum 5. júlí. Gleði gleði. Ekki of dýr heldur. Ef einhverjum leiðist í kringum 5.júlí þá hef ég fullt af hlutum sem ég gæti þegið hjálp með.

Nú verð ég að fara að gera mig að mega skutlu því ég er að fara með stelpunum á Sex and the city. Eftir á verða það kokteilar og sushi. Jamms!

miðvikudagur, júní 18, 2008

Ofurbloggarinn Hrebbna

Úff hvað ég er léleg í þessu bloggerí.

En já takk allir fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar og allt. Við héldum hér veislu á RBG með mat og drykk og meiri drykk. Svaka flott.... en gvuð minn almáttugur ég var svo hrikalega þunn daginn eftir. Eftir svona massa drykkju þá hefur maður eiginlega ekki lyst til að drekka á næstunni.

Oh ég væri sko alveg til í að skella mér í langt frí en það stendur ekki til boða sérstaklega þar sem er highseason á hótelinu. Speaking of the hotel þá eru margir fleiri frægir búnir að gista þarna að undanförnu, Busta Rhymes, Linkin Park, Coldplay, Paul Potts, Duran Duran, einn af backstreet boys og já ekki má gleyma dönsku idol dívurnar.

Hér byrjaði sumarið þvílíkt flott en núna er eins og veðrið sé klofin persónuleiki og getur ekki ákveðið sig hvort á að vera sól eða rigning.... pirrandi.

Hildur mín er að flytja til ÍSAlands á sunnudag og ég er barasta engan veginn sátt við það. Mér finnst hún eigi bara að vera í Köben (já mér finnst Malmö langt en það er þó ekki eins langt og Keflavík). Það verður skrítið að hitta hana ekki í kaffi og knúsa Freyju Kristínu reglulega.

Jæja best að koma sér í háttinn ef maður ætlar að vakna á réttum tíma.

sunnudagur, maí 25, 2008

Bloggedí blogg

Kannski tími til að ég skrifi eitthvað hér!

Lífið heldur sinn vanagang. Vinna og vinna og vinna, er reyndar mjög dugleg að segja nei núna og nýt þess til hins ítrasta að vera í fríi, sérstaklega þar sem veðrið er búið að vera geggjað.
Vinnan er mjög skemmtileg og auðvitað er maður hægt og rólega að leggja undir sig hótelið! Next stop Hotel Manager.
Nú bara vantar mig að finna íbúð og helst á Vesterbro eða Frederiksberg. Elín Ása kemur í næstu viku og ég hlakka svooooooooooo mikið til. Ég er búin að sakna eiginkonunnar minnar.

Ég fór á FCK leik í gær og ég verð að viðurkenna að fótbolti er bara helvíti skemmtilegur! Who would have thought.

Svo á ég miða á Duran Duran 22. júní... hlakka voða til þess.

Vona þetta sé nóg fyrir ykkur í bili og lofa að reyna að vera duglegri að blogga.
Hróarskelda svo einnig á næstunni.

Fór á Portishead ekki alls fyrir löngu og váááá´hvað það voru góðir tónleikar!!!!

fimmtudagur, mars 27, 2008

Opna augun Hrebbna

Ég þyrfti að vera meira mannglögg en ég er. Í dag fór ég með roomservice og jú jú kannaðist alveg við andlitið en ekkert meira en það. Sagði reyndar við Tótu í dag ég held ég hafi séð Gavin DeGraw í dag en pældi ekkert meira í því. Horfi svo á fréttir og jú jú þetta var hann.

sunnudagur, mars 23, 2008

Heil alveg heil fríhelgi

Gleðilega páska!!!

Þessa helgi hef ég átt algerlega í fríi! Frá föstudegi kl. 13.00 alveg til mánudags til kl. 06.00 og ég held barasta að þetta sé í fyrsta skipti sem ég á fríhelgi eins og normal fólk í ein tvö ár.

Í vikunni var frægur maður á hótelinu og ég spjallaði við hann án þess að hafa hugmynd um hver hann væri. Svo eftir ég var búin að tala við hann í dágóða stund og farin að vinna aftur þá kemur ein sem vinnur með mér og segir þú veist alveg hver þetta er. ÖÖÖÖ nei, ekki hugmynd, hann segist vera frá Senegal. Þá segir hún þetta er gaurinn sem söng þarna Seven seconds lagið. Nohh var þetta Youssou N´dour?
Skemmtileg upplifun.

Í gærkveldi voru það kokteilar með stelpunum en ég meikaði reyndar ekki að vera lengi. Í kvöld er það svo páskamatur á öresundskollegi. Oh ég held ég fari út í búð á eftir og kaupi mér súkkulaði og segi það sé páskaeggið mitt.

miðvikudagur, mars 05, 2008

Nýtt líf

Nýja vinnan er vodalega fín og ég er hægt og rólega ad komast inn í hvernig allt fúnkerar thar. Svolítid breyting ad fara ad vinna á stad med fullt fullt af fólki í stad 1-2 á basilic. Reyndar sem stendur er ég líka ad vinna á basilic og eru sumir dagar ansi langir. Ég tók nett grát-threytukast í gærkveldi, eftir ad hafa unnid á bádum stødum, vegna thess mér fannst ad mér vegid.... sem var reyndar ekki alveg rétt en ég túlkadi bara hlutina vitlaust..... hahhahaha ég er vitleysingur. Thrúgusykur og kaffi heldur mér gangandi í augnablikinu.... Thetta minnkar allt á næstu døgum thegar ég minnka vid mig vinnuna á basilic og kemst í rútínu á hinum stadnum. Hlakka ansi mikid til minnar fyrstu fríhelgi sem verdur 21. til 23. mars!!!!! Ég verd ad vidurkenna ad thad er alls ekki eins erfitt og hélt ad yrdi ad vakna fyrir 5 á morgnanna en aftur á móti var ég komin upp í rúm korter í tíu í fyrrakvøld!!!! Thad má med sanni segja ad líf mitt er ad breytast.

Bíd nú eftir ad gestirnir á Basilic drulli sér heim svo ég get farid heim og ad sofa svo ég geti vaknad kl 04.45.

fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Týpísk kona?

Alltaf leitar madur ad skyndilausnum! Alveg sama í hverju thad er. Í gær lét ég gabbast af einni slíkri skyndilausn.... fokking megrunarplástrar! Jæja ég ákvad ad prófa thetta kraftarverkardæmi sem átti ad gera thad ad verkum ad á tveimur vikum myndi ég missa nokkur kíló og tapa fullt af sentimetrum. Ég smellti einum plástri á mig í gær.... vóóóo thetta virkar ekkert smá! Ég get vel skilid ad madur getur tapad ansi miklu med ad nota thessa plástra..... thví ég er búin ad vera ælandi sídan thessi eiturefni komust út í blódrásina. Ég ákvad ad thessi skyndilausn ætti ekki alveg vid mig... mjøg erfitt ad vera í vinnunni gubbandi eins og múkki.

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Allt ad gerast

Mitt nýja líf hefst fyrir alvøru nú um helgina. Á mánudag byrja ég á fullt í nýrri vinnu... á dagtímum! Ég er reyndar smá smeyk vid ad fara ad vakna svona hrikalega snemma á morgnanna. En vá hvad verdur gaman ad hafa megnid af deginum og allt kvøldid í frí. Búin ad ákveda ad vera dugleg í ræktinni eftir vinnu og jafnvel finna eitthvad annad hobbí. En ef ég thekki mig rétt thá verd ég komin í 10 aukavinnur. Samt ætla ég ad reyna ad eiga smá frí!!!

Annars veit ég ekki hvad er ad gerast med mig... ég á svo bágt med svefn! ÉG af øllum!!! Já já hver vaknar klukkan 3 ad nóttu og thad er ekki møguleiki í 10 tíma eftir thad ad sofa (svo vard ég náttúrulega ad fara ad vinna).

Hvad er annars ad frétta af øllum?

föstudagur, febrúar 08, 2008

hroooolllur

Ég hef fengið margskonar hroll núna í vikunni. Fyrst var það aulahrollurinn í bíó. Ég náði sem sagt að fljúúúúúúúga á hausinn fyrir framan fullan bíósal af fólki.... já ég datt ákkúrat fyrir framan skjáinn. Náði mér meira að segja í falleg brunasár eftir lendinguna á teppinu.

Margir kuldahrollar hafa verið í vikunni... já það er vetur, ég veit, en maður verður að kvarta undan kuldanum. Það er hefð og skylda.

Í morgun fékk ég ógeðishroll þegar ég var að ryksuga herbergið mitt. Ein riiiiiiiiiiisastór kóngluló birtist allt í einu á miðjum veggnum. Mér brá og ég öskraði eins og versta gelgja. Ég get svarið fyrir þetta leit út eins og dótakónguló og það var ekki fyrr en ég sá hana hreyfa sig að ég öskraði enn meir. Jarðarför ógeðiskóngulóarinnar var haldin í ryksugupokanum. *hrollur*

Ég er rosa stolt af mér, ég náði að afreka svo mikið í dag. Kannski vegna þess ég vaknaði snemma og hafði einstaka framkvæmdargleði sem gerist ekkert allt of oft. Þvottur var þveginn, herbergið þrifið og breytt, glápt var á eina bíómynd, hellt var upp á kaffi, neglur snyrtar, augabrúnir einnig, og ýmislegt annað sem hefur setið á hakanum í lengri tíma. Auðvitað var svo mætt í vinnu á réttum tíma.

Á morgun er planað úbermegadísardjamm eftir vinnu. En ég er búin að plata Telmu til að vinna hjá mér annað kvöld og svo verður farið í hælaskónna og út að hrista rassana.

laugardagur, febrúar 02, 2008

Helgi?

Thad allra leidinlegasta sem ég veit er ad vera sløpp og veik. Einmitt núna hefur mér tekist ad ná mér í einhverja ógedis pest. Atsjúúúúú, sniff og hóst hóst eru einkennishljódin mín.

Thrátt fyrir thessa pest thá verdur haldid fyrsta árlega bolludagskaffi á RBG á morgun. Endilega láta mig vita ef thig langar ad stoppa vid og fá thér bollu og kaffi. Bolla! Bolla! Nammi nammi namm!

Vá hvad thetta ár lídur hratt. Voru áramótin ekki bara í gær? og nei ég er ekki ad tala um kínversku áramótin sem eru reyndar ekki fyrr en á midvikudag.

En ég vil óska Telmu og Írisi til hammó med ammó í gær.
Og Hilmi og Huga til hammó med ammó í dag.

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Tónleikar á næstunni

Nú fer senn að líða að maður komist að sjá The CURE.... oh ég hlakka svo til!!! Svo í gær keypti ég miða á Portishead tónleika í apríl.

Við vorum þrjár einstaklega glæsilegar konur heima í dag... allar voðalega slappar eitthvað með hausverk og kvef og svoleiðis skemmtilegheit. Ég sagði það þyrfti eiginlega að taka myndir af okkur.... hversu sjúskaðar maður getur eiginlega verið.

Við spiluðum scrabble í gærkveldi og ég komst að því ég kann ekki íslensku lengur. Ég finn reyndar alveg hversu málhölt ég er en vó ég get ekki skrifað lengur. Nú er áták í að lesa íslenskar bækur til að ná þessu aftur. Stelpurnar hlógu að mér alveg nokkrum sinnum. Hver í fjáranum segir ég á ekkert tilbaka???

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Gleðilegt ár!

Eins gott ad skrifa hérna öðruhvoru!

Ég er komin aftur til Danaveldis eftir alveg frábæra dvöl á Íslandi. 3 vikur af afslöppun og góðum mat og félagsskap. En auðvitað er ekki hægt að vera í fríi til frambúðar þannig ég er komin aftur í vinnuna. Eitthvað eru Danir að pirra mig í augnablikinu... það fer óskaplega í taugarnar á mér þegar þeir spyrja mig hvaðan ég kem. Ekki spyr ég þá hvort þeir séu frá Jótlandi þegar þeir tala asnalega. Það getur alveg verið að ég er bara eitthvað málheft en ekki útlendingur. Mér finnst stundum hvernig þeir spyrja mig jaðra við dónaskap og hef oft á tíðum svarað að ég sé frá einhverju allt öðru landi. Mér finnst hvaðan ég kem bara ekkert koma kúnna á veitingahúsi við. Mér myndi til dæmis ekki detta í hug að spyrja þjón þar sem ég er að borða að þessu nema ég haldi hann sé íslendingur og þá geta viðskiptin átt sér stað á tungumáli sem einfaldara er fyrir báða aðila að skilja.

Jæja nóg af kvörtunum! Vildi óska þessum fáu sem hér kíkja við Gleðilegt ár, takk fyrir þau gömlu og ég vona að 2008 muni rokka feitast!