sunnudagur, mars 23, 2008

Heil alveg heil fríhelgi

Gleðilega páska!!!

Þessa helgi hef ég átt algerlega í fríi! Frá föstudegi kl. 13.00 alveg til mánudags til kl. 06.00 og ég held barasta að þetta sé í fyrsta skipti sem ég á fríhelgi eins og normal fólk í ein tvö ár.

Í vikunni var frægur maður á hótelinu og ég spjallaði við hann án þess að hafa hugmynd um hver hann væri. Svo eftir ég var búin að tala við hann í dágóða stund og farin að vinna aftur þá kemur ein sem vinnur með mér og segir þú veist alveg hver þetta er. ÖÖÖÖ nei, ekki hugmynd, hann segist vera frá Senegal. Þá segir hún þetta er gaurinn sem söng þarna Seven seconds lagið. Nohh var þetta Youssou N´dour?
Skemmtileg upplifun.

Í gærkveldi voru það kokteilar með stelpunum en ég meikaði reyndar ekki að vera lengi. Í kvöld er það svo páskamatur á öresundskollegi. Oh ég held ég fari út í búð á eftir og kaupi mér súkkulaði og segi það sé páskaeggið mitt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mama i'm coming home

Nafnlaus sagði...

vinna.. hvað er það???

ég er búin að vera "veik" síðan kl 16:00 þann 29. feb... ferlega spes...

en vonandi hafðiru það gott þessa heilu fríhelgi og vonandid þín vegna eru fleiri á leiðinni :)

knús