föstudagur, júlí 20, 2007

Oh weather where art thou?

Hvernig stendur á því að um leið og ég fer frá Danmörku kemur sól og blíða og um leið og ég lendi á Íslandi þá fer að rigna í fyrsta skipti í rúman mánuð? Ég get svarið fyrir að það hvíla álög á mér!

Annars er alveg hreint yndislegt og hálft hér á Íslandi.

mánudagur, júlí 16, 2007

Draumar

Mig hefur dreymt nú margt skrítið í gegnum tíðina en draumar undanfarna daga eru nú frekar furðulegir. Í fyrri nótt dreymdi mig ég hefði gengið í Vísindakirkjuna hér í Danmörku. Þegar ég var komin þangað inn var ég klædd í bláa ljóta skyrtu og beige khaki buxur... einstakur hátískuklæðnaður. Einnig mátti ég bara tjá mig á ensku það var þannig að þeir sem hæstréðu gætu skilið okkur mauranna. Já svo var mér tjáð að lesa bækur Ron Hubbard eða hvað hann nú heitir og einnig að horfa á Star Wars myndirnar og auðvitað varð ég að hætta að tala við fjölskyldu og vini sem ekki tilheyrðu þessum safnaði. Það fáranlegasta var ég var furðusátt við þetta allt saman. Rugldraumur...

Eftir þennan draum fór ég að spá af hverju er ekki kirkja sem heitir Fellowship of the ring, The temple of Bridget Jones eða eitthvað álíka fáranlegt?

Ísland eftir nokkra daga! Vúhú!

laugardagur, júlí 14, 2007

Fríííí

Nú eru einungis nokkrir tímar í það að ég taki mér lengsta sumarfrí ever. Auðvitað eins og mér er lagið náði ég mér í eitt viðbjóðslegasta kvef sem ég hef fengið og að sjálfsögðu byrjaði það í dag. Náði að dópa mig upp til að vinna þessa örfáu tíma sem ég á eftir fyrir fríið. Ég vona bara svo innilega að ég eigi ekki eftir að hnerra ofan í mat gestanna. Einnig vona ég að þetta ógeð verður farið áður en ég mæti á klakann.

Á morgun er það svo Sverige í afslöppun og mat til Hildar.

mánudagur, júlí 02, 2007

Ísland...

Ég er sem sagt að fara í sumarfrí og var að gæla við þá hugmynd að fara eitthvað út í heim. Var eiginlega búin að ákveða að skreppa annaðhvort til Aarons og fl í London eða til Hrefnu Líneikar í Þýskalandi nema hvað foreldrum mínum fannst það ekkert sniðugt og ákváðu frekar að bjóða mér til Íslands. Þannig ég verð á fróninu farsælda 18. júli til 26. júlí í afslöppun og dekri hjá mömmu og pabba.