Ég skil ekki hvað er í gangi með mig þessa dagana. Ég er svoooo þreytt öllum stundum. En þá er bara best að pína sig áfram. Halda áfram að vera dugleg í ræktinni.
Híhí mér var boðið að fara á námskeið í dag í vinnunni. Námskeiðið fjallar um hlutverk hverrar deildar fyrir sig... ein spurning er þetta ekki svolítið seint í rassinn gripið? Ég er búin að vinna hér í 14 mánuði og er að hætta eftir 2 vikur... það hefði verið nær að senda mann á slíkt námskeið fyrir ca. 13 mánuðum. O well, ce la vie.
Mæli með að allir kíki á tonlist.is á næstu sólarhringum.... það er fríkeypis að sækja sér tónlist þar frá 29. apríl og svo í nokkra daga. Hrebbna mun að sjálfsögðu sækja sér slatta til að setja í nýja i-podinn (sem er að vísu ekki enn kominn til landsins).
fimmtudagur, apríl 28, 2005
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Rugby
Ég átti snillingsmóment í Hrebbnulandi áðan. Ég fattaði það að Danir eru kannski aðeins kúltúrveraði en íslendingar og hafa kannski uppgötvað þá göfugu íþrótt sem rugby er. Jæja Hrebbna googlar rugby í Danmark og viti menn.....Þeir vita hvaða íþrótt þetta er!!! Ég er að sjálfsögðu búin að senda e-mail á rugbysambandið þar í landi um hvað stendur mér til boða. Nú er Hrebbna voðalega hamingjusöm þegar hún sér fram á að geta lagt stund á uppáhaldsíþróttina sína.
Kíkti til að kveðja Sólveigu í gærkveldi á Vínbarinn. Svaka stuð þar á bæ....ok við vorum allar hálf vankaðar og ég var varla samræðuhæf af þreytu þegar leið á kvöldið.
Nú geng ég um eins og spýtukall vegna harðsperra... vonandi get ég lyft höndunum þegar líður á daginn... sem stendur er það gjörsamlega ógerlegt. Ég held það sé alveg einstaklega asnalegt að horfa á mig reyna að drekka kaffibollann minn... þarf að beygja hausinn niður til að hitta á bollann.
Kíkti til að kveðja Sólveigu í gærkveldi á Vínbarinn. Svaka stuð þar á bæ....ok við vorum allar hálf vankaðar og ég var varla samræðuhæf af þreytu þegar leið á kvöldið.
Nú geng ég um eins og spýtukall vegna harðsperra... vonandi get ég lyft höndunum þegar líður á daginn... sem stendur er það gjörsamlega ógerlegt. Ég held það sé alveg einstaklega asnalegt að horfa á mig reyna að drekka kaffibollann minn... þarf að beygja hausinn niður til að hitta á bollann.
laugardagur, apríl 23, 2005
SuperStar
Yo homies! Wazzup in da crib? Respect..... múhahahaha
Sólveig og ég brilleruðum alveg feitast í gærkveldi....vorum tvær saman á kojufyllerí! Þetta var kallað útflutningsfundur og voru þrír aðilar á fundinum.... við tvær og svo Elín Ása í símanum. Mjög svo afkastamikill fundur.
Dagurinn í dag hefur ekki verið alveg eins afkastamikill þar sem snillingar gærkvöldsins breyttust í timburmenn dagsins í dag. Já við höfum sko ekki hreyft okkur úr sófanum nema til nauðsynlegra þarfa.... að ná í þynnkumat og kók. Frá hádegi höfum við horft á Charmed maraþon og aðra mjög vel valda sjónvarpsþætti. Sem stendur er Shallow Hal á skjánum.... klukkið er rúmlega 22. Þetta gera 10 tíma af algerri leti. Geri aðrir betur...
Trivial rematchinu var frestað vegna þess það voru allir svo uppteknir nema við. Blah!
Sólveig og ég brilleruðum alveg feitast í gærkveldi....vorum tvær saman á kojufyllerí! Þetta var kallað útflutningsfundur og voru þrír aðilar á fundinum.... við tvær og svo Elín Ása í símanum. Mjög svo afkastamikill fundur.
Dagurinn í dag hefur ekki verið alveg eins afkastamikill þar sem snillingar gærkvöldsins breyttust í timburmenn dagsins í dag. Já við höfum sko ekki hreyft okkur úr sófanum nema til nauðsynlegra þarfa.... að ná í þynnkumat og kók. Frá hádegi höfum við horft á Charmed maraþon og aðra mjög vel valda sjónvarpsþætti. Sem stendur er Shallow Hal á skjánum.... klukkið er rúmlega 22. Þetta gera 10 tíma af algerri leti. Geri aðrir betur...
Trivial rematchinu var frestað vegna þess það voru allir svo uppteknir nema við. Blah!
föstudagur, apríl 22, 2005
Gleðilegt sumar
Þá er maður heimtur úr helju og ekki seinna vænna þar sem það er flöskudagur... hikst hikst. Sólveig Baunabúi er komin til landsins og maður verður víst að fara aðeins út að leika við hana.
En já það var vel tekið í rematch í Trivial. Mig grunar að strákarnir eigi eftir að tapa aftur.
Jæja best að fara að gera sig sæta áður en maður fer í vinnuna.
En já það var vel tekið í rematch í Trivial. Mig grunar að strákarnir eigi eftir að tapa aftur.
Jæja best að fara að gera sig sæta áður en maður fer í vinnuna.
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Nýr páfi....
Já aumingja pabbi var ekki kjörinn páfi... það kemur næst þessi er hvort eð er svo gamall. Múhahahaha
Annars er ég búin að vera svaka dugleg að fara á óguðlegum tíma á morgnanna að púla í ræktinni. Þrátt fyrir að þurfa ekki að mæta fyrr en um hádegi í vinnuna þá var ég mætt um átta á hlaupabrettið í morgun. Eva ætlar að halda áfram að vera dugleg með mér....eins gott að við stöndum okkur. Já og komumst yfir harðsperrurnar.
Jafnvel þótt ég sé farin að huga ansi vel að heilsunni þá hef ég náð mér í einhverja leiðindapest.... hmmm ætli ef maður púlar nóg þá verði maður fullfrískur? Eða á maður að hanga heima þangað til manni líður betur.
Ásgeir er eitthvað tapsár því hann heimtar rematch í Trivial... Strákar, við stelpurnar erum bara miklu gáfaðri... við vinnum líka næst. Múhahahahahaha!
Annars er ég búin að vera svaka dugleg að fara á óguðlegum tíma á morgnanna að púla í ræktinni. Þrátt fyrir að þurfa ekki að mæta fyrr en um hádegi í vinnuna þá var ég mætt um átta á hlaupabrettið í morgun. Eva ætlar að halda áfram að vera dugleg með mér....eins gott að við stöndum okkur. Já og komumst yfir harðsperrurnar.
Jafnvel þótt ég sé farin að huga ansi vel að heilsunni þá hef ég náð mér í einhverja leiðindapest.... hmmm ætli ef maður púlar nóg þá verði maður fullfrískur? Eða á maður að hanga heima þangað til manni líður betur.
Ásgeir er eitthvað tapsár því hann heimtar rematch í Trivial... Strákar, við stelpurnar erum bara miklu gáfaðri... við vinnum líka næst. Múhahahahahaha!
sunnudagur, apríl 17, 2005
Gott er nú blessað veðrið
Eitt sem ég skil alls engan veginn sem virðist einkenna flesta íslendinga og ég verð að segja fer alveg hrikalega í taugarnar á mér. Hvers vegna þarf að ræða svona hrikalega mikið um veðrið? Ég bý í Kópavogi en amma mín þarf alltaf að segja mér hvernig veðrið er hjá sér....hún býr í Reykjavík. Síðan er þetta umræðuefnið næstu mínúturnar jafnvel heilu klukkutímana. Ég skil hinsvegar þegar fólk í útlöndum spyr hvernig veðrið er hér...svo því getur liðið betur með að þurfa ekki að búa við þetta ógeðisveður sem er hér og gortað sig að því að sitja í 20 stiga hita úti á kaffihúsi að drekka bjór (takk Hildur og Elín). En það er ekki eins og það skipti nokkru máli þó rætt sé um veðrið því ekki er hægt að breyta því en mikið hrikalega er þetta leiðinlegt umræðuefni.
Nú er ég orðin eins og flestir íslendingar....að kvarta yfir veðrinu og að ræða það í þaula.
Annars var ég að tala við Elín Ásu og Hildi áðan.... það styttist í brottför mína af Fróni og ég er að farast úr tilhlökkun. Ég ætla að klára þingið og svo pakka og kveðja í ca. viku and then I´m off.
Nú er ég orðin eins og flestir íslendingar....að kvarta yfir veðrinu og að ræða það í þaula.
Annars var ég að tala við Elín Ásu og Hildi áðan.... það styttist í brottför mína af Fróni og ég er að farast úr tilhlökkun. Ég ætla að klára þingið og svo pakka og kveðja í ca. viku and then I´m off.
föstudagur, apríl 15, 2005
Fríííííí
Ég þyrfti að vera í fríi oftar þetta er svo rosalega ljúft.... sofa út.... vakna og lesa blöðin... vera lengi að dóla sér við að klæða sig... svo bara að tjilla við hitt og þetta... gera nákvæmlega það sem manni dettur í hug.
Vorgleðin er á eftir og ég er reddí núna bíð ég bara eftir að verða sótt sem verður að vísu ekki fyrr en eftir ca. 40 mín.
Þórunn og ég tjilluðum saman í dag... Limalindin skoðuð....ég hló ósjaldan að Þórunni á hækjunum...bara fyndið! Svaka stuð á okkur!
Vorgleðin er á eftir og ég er reddí núna bíð ég bara eftir að verða sótt sem verður að vísu ekki fyrr en eftir ca. 40 mín.
Þórunn og ég tjilluðum saman í dag... Limalindin skoðuð....ég hló ósjaldan að Þórunni á hækjunum...bara fyndið! Svaka stuð á okkur!
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Sæl veriði... maður er að jafna sig á síðustu helgi og þá er barasa komin helgi. Á morgun er vorgleði Alþingis og má búast við ýmsu skrautlegu þar á bæ. En alla vikuna hafa verið þema mismunandi á hverjum degi.... mjög fyndið að horfa á þetta lið.
Annað mjög fyndið ég er að verða 24 ára gömul og hef búið ein í útlöndum og er að flytja eftir mánuð. En mamma og pabbi hafa samt áhyggjur af mér þegar þau skilja mig eftir eina. Massíft fyndið.... mamma bauðst held ég 20 sinnum til að kaupa eitthvað meira í ísskápinn og hafði mjög miklar áhyggjur á að ég myndi ekki borða neitt... Einnig hafa þau ítrekað það að ég eigi að hringja í ömmur mínar ef mig vanhagar um eitthvað. Ég hló mig máttlausa (inní mér) þegar pabbi fór að tjá mig um varasama staði á Reykjanesbrautinni t.d. við kúagerði. Sérstaklega fyndið þar sem ég keyri þessa leið líklega mun oftar en hann.
Svo er bara að klára daginn í dag og þá er maður komin í 3.daga helgarfríííííííí!
Annað mjög fyndið ég er að verða 24 ára gömul og hef búið ein í útlöndum og er að flytja eftir mánuð. En mamma og pabbi hafa samt áhyggjur af mér þegar þau skilja mig eftir eina. Massíft fyndið.... mamma bauðst held ég 20 sinnum til að kaupa eitthvað meira í ísskápinn og hafði mjög miklar áhyggjur á að ég myndi ekki borða neitt... Einnig hafa þau ítrekað það að ég eigi að hringja í ömmur mínar ef mig vanhagar um eitthvað. Ég hló mig máttlausa (inní mér) þegar pabbi fór að tjá mig um varasama staði á Reykjanesbrautinni t.d. við kúagerði. Sérstaklega fyndið þar sem ég keyri þessa leið líklega mun oftar en hann.
Svo er bara að klára daginn í dag og þá er maður komin í 3.daga helgarfríííííííí!
mánudagur, apríl 11, 2005
2 daga þynnka
Jáhá! Ég fór í afmæli á föstudag.... ég kom heim rúmlega 7 á laugardagsmorgun ásamt móður minni. Pabbi var sniðugur og fór snemma heim en við mæðgurnar skorti stopptakkann í þetta sinnið. Fór með múttu í bæinn ásamt Guggu "systur"... tjúttuðum þar heilmikið en ákváðum að halda áfram í eftirpartý... not a good idea!
Jæja það var einn frændi minn sem ákvað að kenna mér hvernig maður á að verja sig...nema hvað hann kenndi mér á mér.... þannig Hrebbna er ALLverulega marin allsstaðar. En sko ef einhver ræðst á mig þá get ég varið mig!!!!
Á laugardag hélt ég að ég myndi ekki lifa daginn af vegna þynnku... og gat varla hreyft mig... Sunnudagurinn var aðeins skárri en ég komst þó í vinnuna.
Jæja það var einn frændi minn sem ákvað að kenna mér hvernig maður á að verja sig...nema hvað hann kenndi mér á mér.... þannig Hrebbna er ALLverulega marin allsstaðar. En sko ef einhver ræðst á mig þá get ég varið mig!!!!
Á laugardag hélt ég að ég myndi ekki lifa daginn af vegna þynnku... og gat varla hreyft mig... Sunnudagurinn var aðeins skárri en ég komst þó í vinnuna.
föstudagur, apríl 08, 2005
Flöskudagur er komin enn á ný!
Oh gaman gaman....
Það var verið að samþykkja kjarasamning hér í vinnunni.... sem þýðir massa skemmtileg útborgun 1. maí!
Þar sem hárgreiðslu/stílisti/útlitssérfræðingur minn er fótbrotinn ákvað ég að panta mér tíma í klippingu...en fékk þó skýr fyrirmæli um hvað má og hvað ekki. Þannig hár mitt verður svaka töff í fertugsafmælinu í kvöld.
Ég veit ekki hvað er að koma yfir mig þessa dagana, ég er haldin kaupæði...en þó án þess að kaupa nokkuð....ok þá kaupa smá. Öllu heldur er ég haldin "mig langar veikinni" á alvarlegu stigi. Mig langar rosalega í ný föt, nýja skó, nýjar töskur, fartölvu, digital myndavél, I-pod, fullt af geisladiskum og enn fleiri DVD diska. Ég gæti hæglega eytt mánaðarlaunum mínum á innan við klukkutíma. Kannski maður láti nú eitthvað eftir sér... sérstaklega þar sem maður getur réttlætt sumt mun meira en annað. Annars pantaði ég mér rosa sæta kápu og bol á netinu í gær.
Það var verið að samþykkja kjarasamning hér í vinnunni.... sem þýðir massa skemmtileg útborgun 1. maí!
Þar sem hárgreiðslu/stílisti/útlitssérfræðingur minn er fótbrotinn ákvað ég að panta mér tíma í klippingu...en fékk þó skýr fyrirmæli um hvað má og hvað ekki. Þannig hár mitt verður svaka töff í fertugsafmælinu í kvöld.
Ég veit ekki hvað er að koma yfir mig þessa dagana, ég er haldin kaupæði...en þó án þess að kaupa nokkuð....ok þá kaupa smá. Öllu heldur er ég haldin "mig langar veikinni" á alvarlegu stigi. Mig langar rosalega í ný föt, nýja skó, nýjar töskur, fartölvu, digital myndavél, I-pod, fullt af geisladiskum og enn fleiri DVD diska. Ég gæti hæglega eytt mánaðarlaunum mínum á innan við klukkutíma. Kannski maður láti nú eitthvað eftir sér... sérstaklega þar sem maður getur réttlætt sumt mun meira en annað. Annars pantaði ég mér rosa sæta kápu og bol á netinu í gær.
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Achlo!
Jæja hvað segiði gott? Ég er við það að geispa golunni hérna í vinnunni.... mætti liggur við fara að rukka mig fyrir ofnotkun á súrefni.
Skrapp á kaffihús með Írisi í gærkveldi og var þar slúðrað og spjallað fram yfir miðnætti... alger snilld.
Ég er orðin svo spennt að fara til Danmerkur en það er bara svo mikið að gerast hérna heima í maí sem maður vill helst ekki missa af.... humm hvað á ég að gera?
Nú er ég orðin aaaalveg veik fyrir i-pod og mig langar svooooo í einn slíkan. Meira að segja farin að réttlæta fyrir mér kaup á einum slíkum. Til dæmis það er náttúrulega mjög sniðugt að hafa einn æpod þegar maður er í strætó,lest,göngu-eða hjólaferð um stræti Kaupmannahafnar. Svo náttúrulega plássið sem sparast ef ég tek ekki með mér alla geisladiskana mína.... humm.... á maður að skella sér á einn?
Skrapp á kaffihús með Írisi í gærkveldi og var þar slúðrað og spjallað fram yfir miðnætti... alger snilld.
Ég er orðin svo spennt að fara til Danmerkur en það er bara svo mikið að gerast hérna heima í maí sem maður vill helst ekki missa af.... humm hvað á ég að gera?
Nú er ég orðin aaaalveg veik fyrir i-pod og mig langar svooooo í einn slíkan. Meira að segja farin að réttlæta fyrir mér kaup á einum slíkum. Til dæmis það er náttúrulega mjög sniðugt að hafa einn æpod þegar maður er í strætó,lest,göngu-eða hjólaferð um stræti Kaupmannahafnar. Svo náttúrulega plássið sem sparast ef ég tek ekki með mér alla geisladiskana mína.... humm.... á maður að skella sér á einn?
miðvikudagur, apríl 06, 2005
EkkiFréttir
Heil og sæl!
Ég er að jafna mig á Guiding Light hlutanum um helgina... en hey ef það drepur mann ekki þá styrkir það mann.
Aumingja Þórunn er mjög illa brotin og þurfti að fara í aðgerð og sofa á spítalanum.... Og svo vogaði ein hjúkkan að kalla hana barn.... ég sé Þórunni fyrir mér missa sig yfir hana. híhíhíhí
Humm... mig dreymdi asnalegan en óhugnanlegan draum í fyrri nótt. Sem sagt tími gufaði upp.... engar klukkur virkuðu og það var hálfdimmt yfir öllu. Gjörsamlegt kaos einkenndi allt... og fólk var að flýja en vissi ekki hvert. Mjög óþægilegur draumur en hvað ætli hann tákni?
Ég er að jafna mig á Guiding Light hlutanum um helgina... en hey ef það drepur mann ekki þá styrkir það mann.
Aumingja Þórunn er mjög illa brotin og þurfti að fara í aðgerð og sofa á spítalanum.... Og svo vogaði ein hjúkkan að kalla hana barn.... ég sé Þórunni fyrir mér missa sig yfir hana. híhíhíhí
Humm... mig dreymdi asnalegan en óhugnanlegan draum í fyrri nótt. Sem sagt tími gufaði upp.... engar klukkur virkuðu og það var hálfdimmt yfir öllu. Gjörsamlegt kaos einkenndi allt... og fólk var að flýja en vissi ekki hvert. Mjög óþægilegur draumur en hvað ætli hann tákni?
mánudagur, apríl 04, 2005
ekki búið enn....
Sápuóperan er ekki alveg búin... sérstaklega þar sem hann hefur ákveðið að skrifa um mig og mína fjölskyldu á heimasíðu sína og þá ekki á góðu nótunum. Nú er ég mjög reið og ætla mér að senda nett email á þennann fávita. Ég get ekki skilið hvernig nokkur manneskja getur verið svona vanþakklát.
Já annars var Þórunn að hringja og segja mér þær fréttir að hún er á leið á slysó... hún datt af hestbaki og er hugsanlega fótbrotin.
Ég hata enn vinnuna mína... og er fólk þar ekkert að batna þrátt fyrir allt.
Ég ætti að fara að gefa út bók.... bara svona kómedía um líf mitt og vina minna.
Já annars var Þórunn að hringja og segja mér þær fréttir að hún er á leið á slysó... hún datt af hestbaki og er hugsanlega fótbrotin.
Ég hata enn vinnuna mína... og er fólk þar ekkert að batna þrátt fyrir allt.
Ég ætti að fara að gefa út bók.... bara svona kómedía um líf mitt og vina minna.
sunnudagur, apríl 03, 2005
Loksins búið!
Sápuóperan líf mitt er í fullum gangi. Eins og Rannveig tók til orða þá fæ ég drama og fáranleika á við 5 manns. Ég átti mjög svo áhugaverða gesti núna um helgina. Sem sagt fyrrverandi kærasta minn, Jonathan og mömmu hans. Ég er búin að túristast með þau fullt.
Á fimmtudag eftir vinnu fór ég með þeim í bíltúr og sýndi þeim Reykjavík og Bessastaði og fleira sem getur talist áhugavert. Á föstudag voru það Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Kerið og um kvöldið smá djamm. Þó ég hafi aðeins villst um tíma í leit að Geysi þá skipti það engu máli. Á laugardag fórum ég og mamma með þau á Þjóðminjasafnið og Perluna. Í dag fórum við niður á Alþingi og svo Bláa Lónið og svo út á flugvöll.
Eitthvað fannst mér þau samt misskilja góðvild mína og foreldra minna því þau héldu án djóks að ég myndi taka hann aftur. Mamma hans ræddi þetta meira að segja við alla fjölskyldumeðlimi oftar en einu sinni hvort ég gæti ekki fyrirgefið honum og tekið hann aftur, hann minntist meira að segja á það að ég væri alveg einstaklega leiðinleg við sig! Hallóóóó!? En ég segi ykkur eitt ég mun aldrei aftur nokkurn tíma deita kana! En þetta hefur verið frekar erfið helgi og ég er mjög fegin að hún er búin.
En annars var snilld í perlunni...tónlistarmarkaður! Ég keypti Damien Rice og diskinn úr Resevoir Dogs... love it!
Á fimmtudag eftir vinnu fór ég með þeim í bíltúr og sýndi þeim Reykjavík og Bessastaði og fleira sem getur talist áhugavert. Á föstudag voru það Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Kerið og um kvöldið smá djamm. Þó ég hafi aðeins villst um tíma í leit að Geysi þá skipti það engu máli. Á laugardag fórum ég og mamma með þau á Þjóðminjasafnið og Perluna. Í dag fórum við niður á Alþingi og svo Bláa Lónið og svo út á flugvöll.
Eitthvað fannst mér þau samt misskilja góðvild mína og foreldra minna því þau héldu án djóks að ég myndi taka hann aftur. Mamma hans ræddi þetta meira að segja við alla fjölskyldumeðlimi oftar en einu sinni hvort ég gæti ekki fyrirgefið honum og tekið hann aftur, hann minntist meira að segja á það að ég væri alveg einstaklega leiðinleg við sig! Hallóóóó!? En ég segi ykkur eitt ég mun aldrei aftur nokkurn tíma deita kana! En þetta hefur verið frekar erfið helgi og ég er mjög fegin að hún er búin.
En annars var snilld í perlunni...tónlistarmarkaður! Ég keypti Damien Rice og diskinn úr Resevoir Dogs... love it!