fimmtudagur, apríl 14, 2005

Sæl veriði... maður er að jafna sig á síðustu helgi og þá er barasa komin helgi. Á morgun er vorgleði Alþingis og má búast við ýmsu skrautlegu þar á bæ. En alla vikuna hafa verið þema mismunandi á hverjum degi.... mjög fyndið að horfa á þetta lið.

Annað mjög fyndið ég er að verða 24 ára gömul og hef búið ein í útlöndum og er að flytja eftir mánuð. En mamma og pabbi hafa samt áhyggjur af mér þegar þau skilja mig eftir eina. Massíft fyndið.... mamma bauðst held ég 20 sinnum til að kaupa eitthvað meira í ísskápinn og hafði mjög miklar áhyggjur á að ég myndi ekki borða neitt... Einnig hafa þau ítrekað það að ég eigi að hringja í ömmur mínar ef mig vanhagar um eitthvað. Ég hló mig máttlausa (inní mér) þegar pabbi fór að tjá mig um varasama staði á Reykjanesbrautinni t.d. við kúagerði. Sérstaklega fyndið þar sem ég keyri þessa leið líklega mun oftar en hann.

Svo er bara að klára daginn í dag og þá er maður komin í 3.daga helgarfríííííííí!

Engin ummæli: