fimmtudagur, apríl 07, 2005

Achlo!

Jæja hvað segiði gott? Ég er við það að geispa golunni hérna í vinnunni.... mætti liggur við fara að rukka mig fyrir ofnotkun á súrefni.

Skrapp á kaffihús með Írisi í gærkveldi og var þar slúðrað og spjallað fram yfir miðnætti... alger snilld.

Ég er orðin svo spennt að fara til Danmerkur en það er bara svo mikið að gerast hérna heima í maí sem maður vill helst ekki missa af.... humm hvað á ég að gera?

Nú er ég orðin aaaalveg veik fyrir i-pod og mig langar svooooo í einn slíkan. Meira að segja farin að réttlæta fyrir mér kaup á einum slíkum. Til dæmis það er náttúrulega mjög sniðugt að hafa einn æpod þegar maður er í strætó,lest,göngu-eða hjólaferð um stræti Kaupmannahafnar. Svo náttúrulega plássið sem sparast ef ég tek ekki með mér alla geisladiskana mína.... humm.... á maður að skella sér á einn?

Engin ummæli: