föstudagur, apríl 08, 2005

Flöskudagur er komin enn á ný!

Oh gaman gaman....

Það var verið að samþykkja kjarasamning hér í vinnunni.... sem þýðir massa skemmtileg útborgun 1. maí!

Þar sem hárgreiðslu/stílisti/útlitssérfræðingur minn er fótbrotinn ákvað ég að panta mér tíma í klippingu...en fékk þó skýr fyrirmæli um hvað má og hvað ekki. Þannig hár mitt verður svaka töff í fertugsafmælinu í kvöld.

Ég veit ekki hvað er að koma yfir mig þessa dagana, ég er haldin kaupæði...en þó án þess að kaupa nokkuð....ok þá kaupa smá. Öllu heldur er ég haldin "mig langar veikinni" á alvarlegu stigi. Mig langar rosalega í ný föt, nýja skó, nýjar töskur, fartölvu, digital myndavél, I-pod, fullt af geisladiskum og enn fleiri DVD diska. Ég gæti hæglega eytt mánaðarlaunum mínum á innan við klukkutíma. Kannski maður láti nú eitthvað eftir sér... sérstaklega þar sem maður getur réttlætt sumt mun meira en annað. Annars pantaði ég mér rosa sæta kápu og bol á netinu í gær.

Engin ummæli: