þriðjudagur, apríl 26, 2005

Rugby

Ég átti snillingsmóment í Hrebbnulandi áðan. Ég fattaði það að Danir eru kannski aðeins kúltúrveraði en íslendingar og hafa kannski uppgötvað þá göfugu íþrótt sem rugby er. Jæja Hrebbna googlar rugby í Danmark og viti menn.....Þeir vita hvaða íþrótt þetta er!!! Ég er að sjálfsögðu búin að senda e-mail á rugbysambandið þar í landi um hvað stendur mér til boða. Nú er Hrebbna voðalega hamingjusöm þegar hún sér fram á að geta lagt stund á uppáhaldsíþróttina sína.

Kíkti til að kveðja Sólveigu í gærkveldi á Vínbarinn. Svaka stuð þar á bæ....ok við vorum allar hálf vankaðar og ég var varla samræðuhæf af þreytu þegar leið á kvöldið.

Nú geng ég um eins og spýtukall vegna harðsperra... vonandi get ég lyft höndunum þegar líður á daginn... sem stendur er það gjörsamlega ógerlegt. Ég held það sé alveg einstaklega asnalegt að horfa á mig reyna að drekka kaffibollann minn... þarf að beygja hausinn niður til að hitta á bollann.

Engin ummæli: