miðvikudagur, apríl 06, 2005

EkkiFréttir

Heil og sæl!

Ég er að jafna mig á Guiding Light hlutanum um helgina... en hey ef það drepur mann ekki þá styrkir það mann.

Aumingja Þórunn er mjög illa brotin og þurfti að fara í aðgerð og sofa á spítalanum.... Og svo vogaði ein hjúkkan að kalla hana barn.... ég sé Þórunni fyrir mér missa sig yfir hana. híhíhíhí

Humm... mig dreymdi asnalegan en óhugnanlegan draum í fyrri nótt. Sem sagt tími gufaði upp.... engar klukkur virkuðu og það var hálfdimmt yfir öllu. Gjörsamlegt kaos einkenndi allt... og fólk var að flýja en vissi ekki hvert. Mjög óþægilegur draumur en hvað ætli hann tákni?

Engin ummæli: